Treystum foreldrum – 12 mánuði til barnsins Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 21. september 2021 14:30 Á síðasta þingi voru samþykkt ný lög um fæðingar- og foreldraorlof. Samkvæmt þeim hafa foreldrar mun takmarkaðri möguleika en áður til að taka ákvarðanir um þá tilhögun fæðingarorlofs sem hentar barni þeirra best og með hag þess að leiðarljósi. Með þeim er þrengt verulega að rétti foreldra til að ákveða sjálfir hvernig fæðingarorlofi þeirra með barni sínu sé best háttað. Við þingmenn Miðflokksins ákváðum því að fylgja eftir breytingartillögunni sem var felld við afgreiðslu málsins. Við vildum halda fast í að foreldrar gætu sjálfir ákveðið hvernig væri best að haga foreldraorlofinu, að foreldrum verði tryggður sameiginlegur réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs sem þeir geti skipt með sér á 24 mánaða tímabili. Við lögðum þessa tillögu fram með það að markmiði að tryggja jafnan rétt foreldra til sjálfstæðrar ákvörðunartöku um tilhögun fæðingarorlofs. Það voru 228 einstaklingar sem sendu umsögn, flestar komnar frá konum sem kölluðu eftir auknum sveigjanleika. Foreldrar vilja vera með börnum sínum og ef skilyrðin eru of þröngt túlkuð mun það ekki gera annað en að skapa sektarkennd og jafnvel skömm hjá því foreldri sem einhverra hluta vegna getur ekki nýtt sér sinn hluta. Eðlilegast er að barnið fái þessa 12 mánuði og það er foreldra að skipta orlofinu eins og það hentar þeim. Við vitum að sumir foreldrar búa í sitt hvorum landshlutanum, jafnvel í sitt hvoru landinu, og það er ekkert sérstaklega vel hugað að aðstæðum foreldra sem ekki fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Annað sem verður líka að hafa í huga þegar við hugsum um aukinn rétt foreldra til að ráða sínum málum. Það er eins og hugsunin nái aðeins til þess að foreldrar eignist aðeins eitt barn, að verið sé að ræða um einskiptisaðgerð og alls ekki að annað barn fæðist eða það þriðja. Það getur nefnilega vel verið að það henti foreldrum á einhverjum tímapunkti að skipta með sér orlofinu en svo þegar næsta barn fæðist þá henti það best að annað foreldrið taki allt orlofið og með því þriðja verði skiptingin jafnvel enn önnur, allt eftir þörfum hverju sinni. Þetta finnst mér gleymast í umræðunni. Foreldrar barna eru líka réttu aðilarnir til að meta hvað sé barni þeirra fyrir bestu. Samfélagið kallar eftir sveigjanleika, það gerir atvinnulífið líka. Þarfir fólks kalla eftir auknum sveigjanleika, því þarf að treysta foreldrum, þeir vita best hvað hentar barni þeirra með hag þess og fjölskyldunnar að leiðarljósi. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Á síðasta þingi voru samþykkt ný lög um fæðingar- og foreldraorlof. Samkvæmt þeim hafa foreldrar mun takmarkaðri möguleika en áður til að taka ákvarðanir um þá tilhögun fæðingarorlofs sem hentar barni þeirra best og með hag þess að leiðarljósi. Með þeim er þrengt verulega að rétti foreldra til að ákveða sjálfir hvernig fæðingarorlofi þeirra með barni sínu sé best háttað. Við þingmenn Miðflokksins ákváðum því að fylgja eftir breytingartillögunni sem var felld við afgreiðslu málsins. Við vildum halda fast í að foreldrar gætu sjálfir ákveðið hvernig væri best að haga foreldraorlofinu, að foreldrum verði tryggður sameiginlegur réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs sem þeir geti skipt með sér á 24 mánaða tímabili. Við lögðum þessa tillögu fram með það að markmiði að tryggja jafnan rétt foreldra til sjálfstæðrar ákvörðunartöku um tilhögun fæðingarorlofs. Það voru 228 einstaklingar sem sendu umsögn, flestar komnar frá konum sem kölluðu eftir auknum sveigjanleika. Foreldrar vilja vera með börnum sínum og ef skilyrðin eru of þröngt túlkuð mun það ekki gera annað en að skapa sektarkennd og jafnvel skömm hjá því foreldri sem einhverra hluta vegna getur ekki nýtt sér sinn hluta. Eðlilegast er að barnið fái þessa 12 mánuði og það er foreldra að skipta orlofinu eins og það hentar þeim. Við vitum að sumir foreldrar búa í sitt hvorum landshlutanum, jafnvel í sitt hvoru landinu, og það er ekkert sérstaklega vel hugað að aðstæðum foreldra sem ekki fá pláss fyrir barnið sitt á leikskóla. Annað sem verður líka að hafa í huga þegar við hugsum um aukinn rétt foreldra til að ráða sínum málum. Það er eins og hugsunin nái aðeins til þess að foreldrar eignist aðeins eitt barn, að verið sé að ræða um einskiptisaðgerð og alls ekki að annað barn fæðist eða það þriðja. Það getur nefnilega vel verið að það henti foreldrum á einhverjum tímapunkti að skipta með sér orlofinu en svo þegar næsta barn fæðist þá henti það best að annað foreldrið taki allt orlofið og með því þriðja verði skiptingin jafnvel enn önnur, allt eftir þörfum hverju sinni. Þetta finnst mér gleymast í umræðunni. Foreldrar barna eru líka réttu aðilarnir til að meta hvað sé barni þeirra fyrir bestu. Samfélagið kallar eftir sveigjanleika, það gerir atvinnulífið líka. Þarfir fólks kalla eftir auknum sveigjanleika, því þarf að treysta foreldrum, þeir vita best hvað hentar barni þeirra með hag þess og fjölskyldunnar að leiðarljósi. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun