Samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 24. september 2021 11:46 Stundum var mér öllum lokið þegar ég í störfum mínum sem bæjarstjóri, bæði fyrir austan og norðan, var að eiga við ríkisvaldið vegna samninga um mikilvæg málefni fyrir mínar heimabyggðir. Sveitarfélögin hafa gjarnan viljað taka að sér verkefni fyrir ríkið enda nærsamfélögin oft betur til þess fallin að sinna þjónustu við íbúa sína. Ríkið hefur að sama skapi séð sér ákveðinn hag í því að semja við sveitarfélögin. Hér má sem dæmi nefna grunnskólana sem voru, með samkomulagi árið 1996, fluttir undir stjórn sveitarfélaganna. Einnig falla hér undir samningar um rekstur hjúkrunarheimila, samningar um menningarmál, o.fl. Ég hef ekki tölu á hversu marga fundi ég hef setið þar sem tekist hefur verið á um kostnað við rekstur og mismunandi útreikninga. Ég hef heldur ekki tölu á hversu mörg símtöl ég hef átt og hversu marga tölvupósta ég hef sent endurtekið til þess að ýta á eftir að samningar, sem voru að renna út eða voru þegar útrunnir, yrðu endurnýjaðir. Þjarkið var of stór hluti vinnu minnar. Alltaf var tekist á um krónur og aura og sveitarfélögin á endanum nánast neydd að samningaborðinu. Íbúar landsbyggðanna eiga allt undir því að ríkið leggi til fjármagn í eflingu byggðanna, m.a. með því að semja við sveitarfélögin um ákveðna þjónustu og stuðli þar með að fjölbreyttum störfum um allt land og við allra hæfi. Það skiptir byggðirnar máli að reknir séu háskólar, hjúkrunarheimili, heilsugæslur, framhaldsskólar og menningarmiðstöðvar. Það skiptir líka máli að samgöngur séu greiðar og öruggar, göng séu grafin og atvinnusvæði stækkuð. Ríkið er sveitarfélögunum mikilvægt og sveitarfélögin eru ríkinu mikilvæg. Þar á að ríkja jafnræði enda um að ræða tvö jafngild stjórnsýslustig. Það er því aðkallandi að skapa samtalsgrundvöll byggðan á virðingu ríkisvaldsins fyrir reynslu og þekkingu sveitarfélaganna og íbúa þeirra og láta af því viðhorfi að sveitarfélögin séu eins og „suðandi barn í búð” þegar kemur að samningagerðinni. Ég fullyrði að sveitarfélögin hafi metnað til að vinna gott starf og veita góða þjónustu. Sveitarfélögin eru ekki að kalla eftir ölmusu frá ríkinu, þau eru að kalla eftir því að á þau sé hlustað. Þau eru að kalla eftir sanngirni. Hlotnist mér sá heiður að verða þingmaður Norðausturkjördæmis mun ég, með þessa reynslu mína í farteskinu, leggja mig fram um að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga svo þau byggi á sanngirni, trausti og jafnréttisgrunni. Höfundur skipar 1. sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Sveitarstjórnarmál Eiríkur Björn Björgvinsson Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stundum var mér öllum lokið þegar ég í störfum mínum sem bæjarstjóri, bæði fyrir austan og norðan, var að eiga við ríkisvaldið vegna samninga um mikilvæg málefni fyrir mínar heimabyggðir. Sveitarfélögin hafa gjarnan viljað taka að sér verkefni fyrir ríkið enda nærsamfélögin oft betur til þess fallin að sinna þjónustu við íbúa sína. Ríkið hefur að sama skapi séð sér ákveðinn hag í því að semja við sveitarfélögin. Hér má sem dæmi nefna grunnskólana sem voru, með samkomulagi árið 1996, fluttir undir stjórn sveitarfélaganna. Einnig falla hér undir samningar um rekstur hjúkrunarheimila, samningar um menningarmál, o.fl. Ég hef ekki tölu á hversu marga fundi ég hef setið þar sem tekist hefur verið á um kostnað við rekstur og mismunandi útreikninga. Ég hef heldur ekki tölu á hversu mörg símtöl ég hef átt og hversu marga tölvupósta ég hef sent endurtekið til þess að ýta á eftir að samningar, sem voru að renna út eða voru þegar útrunnir, yrðu endurnýjaðir. Þjarkið var of stór hluti vinnu minnar. Alltaf var tekist á um krónur og aura og sveitarfélögin á endanum nánast neydd að samningaborðinu. Íbúar landsbyggðanna eiga allt undir því að ríkið leggi til fjármagn í eflingu byggðanna, m.a. með því að semja við sveitarfélögin um ákveðna þjónustu og stuðli þar með að fjölbreyttum störfum um allt land og við allra hæfi. Það skiptir byggðirnar máli að reknir séu háskólar, hjúkrunarheimili, heilsugæslur, framhaldsskólar og menningarmiðstöðvar. Það skiptir líka máli að samgöngur séu greiðar og öruggar, göng séu grafin og atvinnusvæði stækkuð. Ríkið er sveitarfélögunum mikilvægt og sveitarfélögin eru ríkinu mikilvæg. Þar á að ríkja jafnræði enda um að ræða tvö jafngild stjórnsýslustig. Það er því aðkallandi að skapa samtalsgrundvöll byggðan á virðingu ríkisvaldsins fyrir reynslu og þekkingu sveitarfélaganna og íbúa þeirra og láta af því viðhorfi að sveitarfélögin séu eins og „suðandi barn í búð” þegar kemur að samningagerðinni. Ég fullyrði að sveitarfélögin hafi metnað til að vinna gott starf og veita góða þjónustu. Sveitarfélögin eru ekki að kalla eftir ölmusu frá ríkinu, þau eru að kalla eftir því að á þau sé hlustað. Þau eru að kalla eftir sanngirni. Hlotnist mér sá heiður að verða þingmaður Norðausturkjördæmis mun ég, með þessa reynslu mína í farteskinu, leggja mig fram um að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga svo þau byggi á sanngirni, trausti og jafnréttisgrunni. Höfundur skipar 1. sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar