Skilorðsbundinn dómur fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og dóttur Árni Sæberg skrifar 1. október 2021 21:39 Landsréttur dæmdi karlmann í skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi gegn eiginkonu og dóttur. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa veist að eiginkonu sinni með ofbeldi, kýlt hana í andlit, togað í hár hennar og hrækt á hana. Þá hafi hann tekið í fætur dóttur sinnar er hún reyndi að koma móður sinni til aðstoðar, svo hún féll niður úr rúmi. Landsréttur kvað upp dóm yfir manninum upp í dag. Rétturinn dæmdi á grundvelli vitnisburðar mæðgnanna þrátt fyrir að konan hafi ekki komið fyrir dóm til að veita vitnisburð sinn vegna tengsla hennar við manninn. Landsréttur tekur fram í niðurstöðum sínum að framburður vitnis sem gefur einungis skýrslu fyrir lögreglu en ekki dómi hafi sjaldnast jafnríkt sönnunargildi og ella væri. Hafi komið heim ölvaður eftir tveggja daga fjarveru Í skýrslu konunnar fyrir lögreglu kemur fram að maðurinn hefði komið heim eftir tveggja daga fjarveru. Hann hefði verið með læti og kastað til pottum og öðrum hlutum í eldhúsi, kallað konuna illum nöfnum og óskað þess að hún væri dauð. Hann hefði sagt henni að drulla sér út eða hann myndi drepa hana. Hann hefði sakað hana um framhjáhald og haft í hótunum við hana Í skýrslu dótturinnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem tekin var í Barnahúsi sökum ungs aldur hennar, segir að maðurinn hafi komið heim ölvaður og ráðist að konunni. Ákærður fyrir brot í nánu sambandi Maðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi en refsirammi við slíku broti er öllu rýmri en refsirammi líkamsárásarbrots. Skilyrði hegningarlagaákvæðis um brot í nánu sambandi er meðal annars að gerandi hafi endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu eða velferð meðal annars maka og barna. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að móðga eða smána maka sinn og barn. Slíkt brot getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllst á að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hér að ofan er lýst. Hins vegar taldi Landsréttur, ólíkt héraðsdómi, að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás gagnvart eiginkonu sinni og brot gegn ákvæðum barnaverndalaga um vanvirðandi háttsemi gagnvart börnum. Einnig dæmdur fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot Maðurinn var í héraði dæmdur fyrir brot á umferðarlögum með því að hafa þrívegis ekið bifreið ófær um að stjórna henni sökum áhrifa ávana- og fíkniefna. Þá hlaut hann einnig dóm fyrir vörslu fíkniefna en lögregla fann alsælu og kókaín á honum við leit og gerði upptækt. Fyrir þau brot var manninum dæmd 700 þúsund króna sekt og tveggja ára sviptingu ökuréttinda. Maðurinn fór ekki fram á það að Landsréttur hnekkti dómi héraðsdóms og því var hann staðfestur. Sem áður segir bætist þriggja mánaða skilorðsbundin refsing við sekt og sviptingu ökuréttinda. Þá var manninum gert að greiða allan málskostnað, ríflega 1,6 milljón króna. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm yfir manninum upp í dag. Rétturinn dæmdi á grundvelli vitnisburðar mæðgnanna þrátt fyrir að konan hafi ekki komið fyrir dóm til að veita vitnisburð sinn vegna tengsla hennar við manninn. Landsréttur tekur fram í niðurstöðum sínum að framburður vitnis sem gefur einungis skýrslu fyrir lögreglu en ekki dómi hafi sjaldnast jafnríkt sönnunargildi og ella væri. Hafi komið heim ölvaður eftir tveggja daga fjarveru Í skýrslu konunnar fyrir lögreglu kemur fram að maðurinn hefði komið heim eftir tveggja daga fjarveru. Hann hefði verið með læti og kastað til pottum og öðrum hlutum í eldhúsi, kallað konuna illum nöfnum og óskað þess að hún væri dauð. Hann hefði sagt henni að drulla sér út eða hann myndi drepa hana. Hann hefði sakað hana um framhjáhald og haft í hótunum við hana Í skýrslu dótturinnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem tekin var í Barnahúsi sökum ungs aldur hennar, segir að maðurinn hafi komið heim ölvaður og ráðist að konunni. Ákærður fyrir brot í nánu sambandi Maðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi en refsirammi við slíku broti er öllu rýmri en refsirammi líkamsárásarbrots. Skilyrði hegningarlagaákvæðis um brot í nánu sambandi er meðal annars að gerandi hafi endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu eða velferð meðal annars maka og barna. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að móðga eða smána maka sinn og barn. Slíkt brot getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllst á að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hér að ofan er lýst. Hins vegar taldi Landsréttur, ólíkt héraðsdómi, að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás gagnvart eiginkonu sinni og brot gegn ákvæðum barnaverndalaga um vanvirðandi háttsemi gagnvart börnum. Einnig dæmdur fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot Maðurinn var í héraði dæmdur fyrir brot á umferðarlögum með því að hafa þrívegis ekið bifreið ófær um að stjórna henni sökum áhrifa ávana- og fíkniefna. Þá hlaut hann einnig dóm fyrir vörslu fíkniefna en lögregla fann alsælu og kókaín á honum við leit og gerði upptækt. Fyrir þau brot var manninum dæmd 700 þúsund króna sekt og tveggja ára sviptingu ökuréttinda. Maðurinn fór ekki fram á það að Landsréttur hnekkti dómi héraðsdóms og því var hann staðfestur. Sem áður segir bætist þriggja mánaða skilorðsbundin refsing við sekt og sviptingu ökuréttinda. Þá var manninum gert að greiða allan málskostnað, ríflega 1,6 milljón króna.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira