Alvarlegt að gallar hjá Skipulagsstofnun hafi litað málið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. október 2021 20:31 Guðmundur Ingi Ásmundsson, formaður Landsnets. vísir/egill Talsverðir gallar eru á áliti Skipulagsstofnunar á framkvæmd Suðurnesjalínu 2 að mati úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landsnet telur mjög slæmt að gallað álit hafi haft áhrif á allan feril málsins. Nefndin birti úrskurði sína í fjórum kærumálum vegna framkvæmdarinnar í morgun. Leyfisveitingar Grindavíkur og Reykjanesbæjar voru ekki felldar úr gildi en því var beint til Hafnarfjarðar að bæta rökstuðning sinn fyrir leyfinu. Loks ógilti nefndin ákvörðun Voga um að hafna framkvæmdaleyfi og þarf sveitarfélagið nú að taka málið aftur fyrir. Það hefur eitt viljað leggja jarðstreng en verður nú að endurskoða þá afstöðu sína. Nokkrir gallar á álitinu Í úrskurðum nefndarinnar kemur þá fram að álit Skipulagsstofnunar, sem sveitarfélögin tóku mið af í ákvörðunartöku sinni, sé gallað. „Auðvitað er það mjög slæmt þegar ágallar eru á opinberu áliti eins og í þessu tilviki. Og sérstaklega ef þetta álit hefur áhrif á áframhaldið í verkefninu eins og ég held að það hafi gert í þessu tilviki,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Nefndin telur upp nokkra galla við mat Skipulagsstofnunar og telur hana meðal annars hafa farið út fyrir sitt verksmið með því að taka kostnað mismunandi leiða með í reikninginn. Þá horfi stofnunin um of til umhverfisáhrifa framkvæmdarinnar. „Þau benda líka á það að Landsnet hefur miklar skyldur og flutningskerfið gegnir mikilvægu öryggishlutverki, til dæmis í samfélaginu og stofnunin þurfi að horfa svona á heildarhagsmunina líka,“ segir Guðmundur Ingi. Landsnet hefur að sögn Guðmundar mjög ríkar skyldur til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjunum.vísir/egill Sagan endalausa Framkvæmdir á annarri tengingu til Suðurnesja hafa verið í bígerð síðan snemma á áratugnum og farið fram og aftur í kerfinu síðan. Eru menn ekki orðnir þreyttir á þessari hringavitleysu? „Ég get nú ekki sagt að ég sé orðinn þreyttur á þessu máli, þetta er vinnan mín,“ segir Guðmundur og glottir við. „En það er rétt sem þú segir að þetta mál á sér langan og flókinn aðdraganda og ýmis sjónarmið komið fram í gegn um tíðina. Ég vona bara að við förum að sjá fyrir endann á þessu og klára þetta svo að allir gangi svona sæmilega sáttir frá borði.“ Aðalvalkostur Landsnets er að leggja loftlínu eftir þessari leið.Vísir/Helgi Hreinn Suðurnesjalína 2 Orkumál Vogar Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11 Grindvíkingar voru án rafmagns í fimm tíma Ástæða bilunarinnar var bilaður eldingavari á Fitjalínu 1 sem liggur á milli Fitja og Rauðamels. 20. febrúar 2018 11:04 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Nefndin birti úrskurði sína í fjórum kærumálum vegna framkvæmdarinnar í morgun. Leyfisveitingar Grindavíkur og Reykjanesbæjar voru ekki felldar úr gildi en því var beint til Hafnarfjarðar að bæta rökstuðning sinn fyrir leyfinu. Loks ógilti nefndin ákvörðun Voga um að hafna framkvæmdaleyfi og þarf sveitarfélagið nú að taka málið aftur fyrir. Það hefur eitt viljað leggja jarðstreng en verður nú að endurskoða þá afstöðu sína. Nokkrir gallar á álitinu Í úrskurðum nefndarinnar kemur þá fram að álit Skipulagsstofnunar, sem sveitarfélögin tóku mið af í ákvörðunartöku sinni, sé gallað. „Auðvitað er það mjög slæmt þegar ágallar eru á opinberu áliti eins og í þessu tilviki. Og sérstaklega ef þetta álit hefur áhrif á áframhaldið í verkefninu eins og ég held að það hafi gert í þessu tilviki,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Nefndin telur upp nokkra galla við mat Skipulagsstofnunar og telur hana meðal annars hafa farið út fyrir sitt verksmið með því að taka kostnað mismunandi leiða með í reikninginn. Þá horfi stofnunin um of til umhverfisáhrifa framkvæmdarinnar. „Þau benda líka á það að Landsnet hefur miklar skyldur og flutningskerfið gegnir mikilvægu öryggishlutverki, til dæmis í samfélaginu og stofnunin þurfi að horfa svona á heildarhagsmunina líka,“ segir Guðmundur Ingi. Landsnet hefur að sögn Guðmundar mjög ríkar skyldur til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjunum.vísir/egill Sagan endalausa Framkvæmdir á annarri tengingu til Suðurnesja hafa verið í bígerð síðan snemma á áratugnum og farið fram og aftur í kerfinu síðan. Eru menn ekki orðnir þreyttir á þessari hringavitleysu? „Ég get nú ekki sagt að ég sé orðinn þreyttur á þessu máli, þetta er vinnan mín,“ segir Guðmundur og glottir við. „En það er rétt sem þú segir að þetta mál á sér langan og flókinn aðdraganda og ýmis sjónarmið komið fram í gegn um tíðina. Ég vona bara að við förum að sjá fyrir endann á þessu og klára þetta svo að allir gangi svona sæmilega sáttir frá borði.“ Aðalvalkostur Landsnets er að leggja loftlínu eftir þessari leið.Vísir/Helgi Hreinn
Suðurnesjalína 2 Orkumál Vogar Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11 Grindvíkingar voru án rafmagns í fimm tíma Ástæða bilunarinnar var bilaður eldingavari á Fitjalínu 1 sem liggur á milli Fitja og Rauðamels. 20. febrúar 2018 11:04 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11
Grindvíkingar voru án rafmagns í fimm tíma Ástæða bilunarinnar var bilaður eldingavari á Fitjalínu 1 sem liggur á milli Fitja og Rauðamels. 20. febrúar 2018 11:04
Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16