Fyrst má sjá Kristófer Acox troða með tilþrifum á Sauðárkróki þar sem Valsmenn biðu lægri hlut gegn heimamönnum í Tindastól. Hann átti tvö af tilþrifum umferðarinnar en alls komu þrjú úr leiknum á Króknum.
Gunnar Ólafsson, leikmaður Stjörnunnar, kom þar á eftir en hann bauð einnig upp á rosalega troðslu. „Ef hann hefði tekið eitt skref í viðbót hefði hann rotað hann,“ sagði Teitur Örlygsson um tilþrifin.
Hinn 37 ára gamli Fotios Lampropoulos frá Grikklandi kom næst en hann bauð upp á þessa líka fínu troðslu í leik Njarðvíkur og Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar.