Segir galið að banna fólki að borða banana Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. október 2021 13:01 Guðmundur Emil segir að nikótín hafi verið að skemma hans líf. Ísland í dag Guðmundur Emil Jóhannsson er einn vinsælasti einkaþjálfari landsins þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára. Hann hafnaði á dögunum í þriðja sæti í einni stærstu vaxtarræktakeppni heims Arnold Classic. Guðmundur Emil keppti þar í ungmennaflokki í en mótið fór fram í Birmingham í Bretlandi. Þetta var aðeins annað vaxtarræktarmót sem Guðmundur tekur þátt í. Stefán Árni Pálsson hitti hann á dögunum fyrir Ísland í dag, þar sem honum líður best, í ræktinni. „Algeng mistök sem fólk gerir er það keyrir sig út á morgnanna og er bara þreytt eftir æfingu,“ segir Guðmundur, sem sjálfur velur að ganga á hlaupabrettinu og halda brennslunni á bilinu 120 til 140. Hann tekur tvær æfingar á dag sex daga vikunnar. Hann er með bakgrunn í fótbolta þar sem hann var markmaður en segir að hann hafi ekki einfaldlega verið nógu hávaxinn. „Ég væri í landsliðinu ef ég hefði náð hæðinni, vil ég meina,“ segir Guðmundur. Eftir fótboltann byrjaði hann að lyfta og fann sig strax í því. Stressið hættulegt Árið 2017 veiktist Guðmundur illa og má segja að eftir þau veikindi hafi hann ákveðið að lifa mun heilsusamlegra lífi. „Kerfið veiktist og ég fékk blóðsýkingu og ekkert vitað af hverju.“ Hann fékk einnig lungnabólgu og var í þrjár vikur á sjúkrahúsi, sem hann segir að hafi verið gífurlegt áfall. „Eftir það hef ég pælt svo miklu meira í heilsunni,“ segir Guðmundur, sem var á fullu í prófum og vinnu þegar hann veiktist og borðaði ruslmat og drakk koffíndrykki á nóttunni til þess að komast í gegnum dagana á litlum svefni. Nú heldur hann sér í góðu jafnvægi. „Stressið er að fita fólk upp, stress er að láta fólk verða veikt.“ Trúir ekki á boð og bönn Hann segir að flestir ættu að lyfta þungu tvisvar til fjórum sinnum í viku. Guðmundur segir að töluvert sem vilja reyna að létta sig borði einfaldlega of lítið. „Brauð er ekkert óhollt, það er það sem er að fara ofan á brauðið.“ Hann trúir ekki á boð og bönn þegar kemur að mataræði. „Sumir þjálfarar segja, ekki borða banana. Það er bara mesta bullshit sem ég hef heyrt.“ Guðmundur hefur hreinlega slegið í gegn á miðlinum TikTok og þar hafa sum myndbönd hans fengið tæplega tvö hundruð þúsund áhorf. Þar gefur hann mikið af ráðum og hvetur fólk áfram. Þar er hann meðal annars að tala gegn nikótíni. „Það var alveg að skemma líf mitt. Það þrengir æðarnar, minnkar matarlyst“ Ísland í dag Heilsa Áfengi og tóbak Matur Tengdar fréttir Gummi Emil trúir ekki á boð og bönn „Alltof algeng mistök hjá fólki, sérstaklega núna, er að byrja of hratt. Það er kannski búið að fá sér bjór þrjá til fjóra daga í viku og fer svo beint í átak,“ segir einkaþjálfarinn Guðmundur Emil í samtali við Brennsluna á FM957. 7. ágúst 2021 10:01 Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Guðmundur Emil keppti þar í ungmennaflokki í en mótið fór fram í Birmingham í Bretlandi. Þetta var aðeins annað vaxtarræktarmót sem Guðmundur tekur þátt í. Stefán Árni Pálsson hitti hann á dögunum fyrir Ísland í dag, þar sem honum líður best, í ræktinni. „Algeng mistök sem fólk gerir er það keyrir sig út á morgnanna og er bara þreytt eftir æfingu,“ segir Guðmundur, sem sjálfur velur að ganga á hlaupabrettinu og halda brennslunni á bilinu 120 til 140. Hann tekur tvær æfingar á dag sex daga vikunnar. Hann er með bakgrunn í fótbolta þar sem hann var markmaður en segir að hann hafi ekki einfaldlega verið nógu hávaxinn. „Ég væri í landsliðinu ef ég hefði náð hæðinni, vil ég meina,“ segir Guðmundur. Eftir fótboltann byrjaði hann að lyfta og fann sig strax í því. Stressið hættulegt Árið 2017 veiktist Guðmundur illa og má segja að eftir þau veikindi hafi hann ákveðið að lifa mun heilsusamlegra lífi. „Kerfið veiktist og ég fékk blóðsýkingu og ekkert vitað af hverju.“ Hann fékk einnig lungnabólgu og var í þrjár vikur á sjúkrahúsi, sem hann segir að hafi verið gífurlegt áfall. „Eftir það hef ég pælt svo miklu meira í heilsunni,“ segir Guðmundur, sem var á fullu í prófum og vinnu þegar hann veiktist og borðaði ruslmat og drakk koffíndrykki á nóttunni til þess að komast í gegnum dagana á litlum svefni. Nú heldur hann sér í góðu jafnvægi. „Stressið er að fita fólk upp, stress er að láta fólk verða veikt.“ Trúir ekki á boð og bönn Hann segir að flestir ættu að lyfta þungu tvisvar til fjórum sinnum í viku. Guðmundur segir að töluvert sem vilja reyna að létta sig borði einfaldlega of lítið. „Brauð er ekkert óhollt, það er það sem er að fara ofan á brauðið.“ Hann trúir ekki á boð og bönn þegar kemur að mataræði. „Sumir þjálfarar segja, ekki borða banana. Það er bara mesta bullshit sem ég hef heyrt.“ Guðmundur hefur hreinlega slegið í gegn á miðlinum TikTok og þar hafa sum myndbönd hans fengið tæplega tvö hundruð þúsund áhorf. Þar gefur hann mikið af ráðum og hvetur fólk áfram. Þar er hann meðal annars að tala gegn nikótíni. „Það var alveg að skemma líf mitt. Það þrengir æðarnar, minnkar matarlyst“
Ísland í dag Heilsa Áfengi og tóbak Matur Tengdar fréttir Gummi Emil trúir ekki á boð og bönn „Alltof algeng mistök hjá fólki, sérstaklega núna, er að byrja of hratt. Það er kannski búið að fá sér bjór þrjá til fjóra daga í viku og fer svo beint í átak,“ segir einkaþjálfarinn Guðmundur Emil í samtali við Brennsluna á FM957. 7. ágúst 2021 10:01 Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Gummi Emil trúir ekki á boð og bönn „Alltof algeng mistök hjá fólki, sérstaklega núna, er að byrja of hratt. Það er kannski búið að fá sér bjór þrjá til fjóra daga í viku og fer svo beint í átak,“ segir einkaþjálfarinn Guðmundur Emil í samtali við Brennsluna á FM957. 7. ágúst 2021 10:01