Ákærður fyrir að svíkja meðeigendur um söluverð eignar í Lúxemborg Eiður Þór Árnason skrifar 11. október 2021 13:31 Yfirvöld í Lúxemborg kyrrsettu innistæðu á bankareikning ákærða. Getty/Jorg Greuel Héraðssaksóknari hefur ákært einstakling fyrir fjárdrátt og tilraun til fjárdráttar á árunum 2014 og 2015 í tengslum við sölu fasteignar í Lúxemborg. Er ákærða gert að sök að hafa í október og desember árið 2014 dregið sér rúmlega 251 þúsund evrur af söluandvirði fasteignar í Lúxemborg. Var um að ræða hluta af óútgreiddum hlutum fimm sameigenda ákærða að fasteigninni. Fram kemur í ákærunni að ákærði hafi haft umrædda upphæð í vörslu á bankareikningi sínum eftir að sameigendurnir veittu honum skriflegt umboð til að fara með ráðstöfun fjármunanna og útdeilingu söluandvirðis. Fékk allt söluandvirðið Í samræmi við undirritað söluuppgjör millifærði lögbókandaskrifstofa söluandvirði fasteignarinnar að frádregnum kostnaði til lögmannsstofu. Hún millifærði svo samkvæmt fyrirmælum ákærða eftirstöðvarnar, samtals 447.036 evrur, inn á bankareikning ákærða í Lúxemborg. Samkvæmt söluuppgjörinu nam hlutur hans 41.910 evrum af þeirri fjárhæð sem rann inn á bankareikning hans. „Ákærði greiddi ekkert af þessum fjármunum til brotaþola heldur dró sér af samanlögðum hlutum þeirra í eftirstöðvum söluandvirðis fasteignarinnar [251.568 evrur] með heimildarlausri ráðstöfun hennar í eigin þágu, nánar tiltekið með samtals fimm millifærslum sem ákærði lét starfsfólk bankans framkvæma,“ segir í ákæru héraðssaksóknara. Innistæða kyrrsett í Lúxemborg Að sögn héraðssaksóknara kyrrsettu yfirvöld í Lúxemborg innistæðu á bankareikningi ákærða í desember 2014 og var kyrrsetningin staðfest með dómi héraðsdómstóls í Lúxemborg í janúar 2016. Var ákærða þá gert að greiða brotaþolum 429.854 evrur. Á grundvelli dómsins leystu brotaþolar í júlí 2016 til sín allar eftirstöðvar innstæðu á bankareikningi ákærða, 152.998 evrur, sem var að öllu leyti tilkomin vegna söluandvirðis fasteignarinnar. Í kjölfarið hafi brotaþolar hafið innheimtutilraunir á Íslandi til að fá eftirstöðvar kröfu sinnar. Líka ákærður fyrir seinni tilraun til fjárdrátts Hinum ákærða er sömuleiðis gert að sök að hafa gert tilraun til fjárdráttar í janúar 2015 þegar hann reyndi að láta starfsfólk Banque de Luxembourg millifæra 65 þúsund evrur út af reikningi sínum inn á bankareikning skráðan undir öðru nafni. Starfsmaður bankans hafnaði að framkvæma færsluna með vísan til kyrrsetninga yfirvalda í Lúxemborg. Til vara er hinn ákærði ákærður fyrir umboðssvik. Lúxemborg Dómsmál Efnahagsbrot Íslendingar erlendis Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Er ákærða gert að sök að hafa í október og desember árið 2014 dregið sér rúmlega 251 þúsund evrur af söluandvirði fasteignar í Lúxemborg. Var um að ræða hluta af óútgreiddum hlutum fimm sameigenda ákærða að fasteigninni. Fram kemur í ákærunni að ákærði hafi haft umrædda upphæð í vörslu á bankareikningi sínum eftir að sameigendurnir veittu honum skriflegt umboð til að fara með ráðstöfun fjármunanna og útdeilingu söluandvirðis. Fékk allt söluandvirðið Í samræmi við undirritað söluuppgjör millifærði lögbókandaskrifstofa söluandvirði fasteignarinnar að frádregnum kostnaði til lögmannsstofu. Hún millifærði svo samkvæmt fyrirmælum ákærða eftirstöðvarnar, samtals 447.036 evrur, inn á bankareikning ákærða í Lúxemborg. Samkvæmt söluuppgjörinu nam hlutur hans 41.910 evrum af þeirri fjárhæð sem rann inn á bankareikning hans. „Ákærði greiddi ekkert af þessum fjármunum til brotaþola heldur dró sér af samanlögðum hlutum þeirra í eftirstöðvum söluandvirðis fasteignarinnar [251.568 evrur] með heimildarlausri ráðstöfun hennar í eigin þágu, nánar tiltekið með samtals fimm millifærslum sem ákærði lét starfsfólk bankans framkvæma,“ segir í ákæru héraðssaksóknara. Innistæða kyrrsett í Lúxemborg Að sögn héraðssaksóknara kyrrsettu yfirvöld í Lúxemborg innistæðu á bankareikningi ákærða í desember 2014 og var kyrrsetningin staðfest með dómi héraðsdómstóls í Lúxemborg í janúar 2016. Var ákærða þá gert að greiða brotaþolum 429.854 evrur. Á grundvelli dómsins leystu brotaþolar í júlí 2016 til sín allar eftirstöðvar innstæðu á bankareikningi ákærða, 152.998 evrur, sem var að öllu leyti tilkomin vegna söluandvirðis fasteignarinnar. Í kjölfarið hafi brotaþolar hafið innheimtutilraunir á Íslandi til að fá eftirstöðvar kröfu sinnar. Líka ákærður fyrir seinni tilraun til fjárdrátts Hinum ákærða er sömuleiðis gert að sök að hafa gert tilraun til fjárdráttar í janúar 2015 þegar hann reyndi að láta starfsfólk Banque de Luxembourg millifæra 65 þúsund evrur út af reikningi sínum inn á bankareikning skráðan undir öðru nafni. Starfsmaður bankans hafnaði að framkvæma færsluna með vísan til kyrrsetninga yfirvalda í Lúxemborg. Til vara er hinn ákærði ákærður fyrir umboðssvik.
Lúxemborg Dómsmál Efnahagsbrot Íslendingar erlendis Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira