Kröftug kvennastund í Hörpu í tilefni af Bleikum október Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. október 2021 17:01 Í tilefni af Bleikum október fer fram kröftug kvennastund í Hörpu. Kraftur Í tilefni af Bleikum október verður Kraftur með kröftuga kvennastund í Hörpu fimmtudaginn 21. október milli klukkan 17:00 og 19:30. „Við fáum kraftmiklar konur til að deila reynslu sinni, hvert þær sækja sinn styrk og hvernig þær hafa tekist á við áskoranir hvort sem er í starfi eða persónulega lífinu. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari Krabbameinsfélagsins, setur Kvennastundina,“ segir í tilkynningu frá Krafti. Fram koma Lára Guðrún Jóhönnudóttir, G. Sigríður Ágústsdóttir, Anna Dröfn Sigurjónsdóttir og Eliza Reed. Með fundarstjórn fara Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir. Lára Guðrún Jóhönnudóttir er hvunndagshetja Bleiku slaufunnar 2021. Lára missti móður sína ung úr krabbameini og greindist svo síðar sjálf með brjóstakrabbamein. Hún hefur verið síðust ár öflugur talsmaður kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og vakið athygli á þeim málefnum sem betur mega fara í þeim efnum. Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, hefur talað opinskátt um sína baráttu við brjóstakrabbamein undir #látumdælunaganga og á Facebook síðunni Föruneyti hringsins. Á síðasta ári greindist hún með meinvörp út frá brjóstakrabbameininu sem hún hefur verið að takast á við og hefur vakið athygli fyrir viðhorf sitt til lífsins og opinskáa umræðu um krabbamein og því sem því fylgir. Eliza Reid, forsetafrú og frumkvöðull, hefur tekið að sér ýmis verkefni bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum bæði í starfi og persónulega lífinu. Eliza hefur sjálf sagt að hún sé ekki skraut forsætisembættisins heldur kona með sína eigin rödd og eigin skoðanir sem vill gera samfélaginu gagn. G. Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý snjódrífa, fékk þær fregnir fyrir sex árum síðan að hún væri með ólæknandi krabbamein. Til að takast á við veikindin fór hún að stunda útivist og göngur sér til sjálfseflingar. Hún setti á laggirnar verkefnið Lífskraft sem m.a. stóð að þverun Vatnajökuls og göngu 100 kvenna upp á Hvannadalshnjúk til styrktar Líf styrktarfélagi, Krafti og krabbameinsdeild Landspítalans. Í lokinn verður boðið upp á umræður þar sem konur geta borið fram fyrirspurnir fyrir þessar kröftugu konur sem halda erindi á kvennastundinni. Með fundarstjórn fara Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir, baráttukonur í réttindabaráttu hinsegin fólks og hafa m.a. halda úti fræðslu á samfélagsmiðlum Hinsegin leikanna. Léttar bleikar veitingar verða í boði. „Þetta verður söguleg og mögnuð kvennastund. Ókeypis er á viðburðinn en takmarkað sætapláss er í boði og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér sæti.“ Skráning fer fram hér. Kvenheilsa Heilsa Harpa Tengdar fréttir Missti móður sína úr brjóstakrabbameini og greindist sjálf á sama aldri Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá íslenskum konum og á hverju ári greinast að meðaltali 235 konur með brjóstakrabbamein. 14. október 2021 10:41 Litlir hnökrar verða að stórum snjóbolta Guðrún Sigríður Ágústsdóttir hefur safnað milljónum fyrir samtökin Kraft og Líf eftir að hún sigraðist sjálf tvisvar á krabbameini. Heilbrigðismálin eru henni hjartans mál og stefnir hún nú á þing. 19. júní 2021 07:01 Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
„Við fáum kraftmiklar konur til að deila reynslu sinni, hvert þær sækja sinn styrk og hvernig þær hafa tekist á við áskoranir hvort sem er í starfi eða persónulega lífinu. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari Krabbameinsfélagsins, setur Kvennastundina,“ segir í tilkynningu frá Krafti. Fram koma Lára Guðrún Jóhönnudóttir, G. Sigríður Ágústsdóttir, Anna Dröfn Sigurjónsdóttir og Eliza Reed. Með fundarstjórn fara Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir. Lára Guðrún Jóhönnudóttir er hvunndagshetja Bleiku slaufunnar 2021. Lára missti móður sína ung úr krabbameini og greindist svo síðar sjálf með brjóstakrabbamein. Hún hefur verið síðust ár öflugur talsmaður kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og vakið athygli á þeim málefnum sem betur mega fara í þeim efnum. Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, hefur talað opinskátt um sína baráttu við brjóstakrabbamein undir #látumdælunaganga og á Facebook síðunni Föruneyti hringsins. Á síðasta ári greindist hún með meinvörp út frá brjóstakrabbameininu sem hún hefur verið að takast á við og hefur vakið athygli fyrir viðhorf sitt til lífsins og opinskáa umræðu um krabbamein og því sem því fylgir. Eliza Reid, forsetafrú og frumkvöðull, hefur tekið að sér ýmis verkefni bæði hérlendis og erlendis. Hún hefur staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum bæði í starfi og persónulega lífinu. Eliza hefur sjálf sagt að hún sé ekki skraut forsætisembættisins heldur kona með sína eigin rödd og eigin skoðanir sem vill gera samfélaginu gagn. G. Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý snjódrífa, fékk þær fregnir fyrir sex árum síðan að hún væri með ólæknandi krabbamein. Til að takast á við veikindin fór hún að stunda útivist og göngur sér til sjálfseflingar. Hún setti á laggirnar verkefnið Lífskraft sem m.a. stóð að þverun Vatnajökuls og göngu 100 kvenna upp á Hvannadalshnjúk til styrktar Líf styrktarfélagi, Krafti og krabbameinsdeild Landspítalans. Í lokinn verður boðið upp á umræður þar sem konur geta borið fram fyrirspurnir fyrir þessar kröftugu konur sem halda erindi á kvennastundinni. Með fundarstjórn fara Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir, baráttukonur í réttindabaráttu hinsegin fólks og hafa m.a. halda úti fræðslu á samfélagsmiðlum Hinsegin leikanna. Léttar bleikar veitingar verða í boði. „Þetta verður söguleg og mögnuð kvennastund. Ókeypis er á viðburðinn en takmarkað sætapláss er í boði og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér sæti.“ Skráning fer fram hér.
Kvenheilsa Heilsa Harpa Tengdar fréttir Missti móður sína úr brjóstakrabbameini og greindist sjálf á sama aldri Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá íslenskum konum og á hverju ári greinast að meðaltali 235 konur með brjóstakrabbamein. 14. október 2021 10:41 Litlir hnökrar verða að stórum snjóbolta Guðrún Sigríður Ágústsdóttir hefur safnað milljónum fyrir samtökin Kraft og Líf eftir að hún sigraðist sjálf tvisvar á krabbameini. Heilbrigðismálin eru henni hjartans mál og stefnir hún nú á þing. 19. júní 2021 07:01 Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Missti móður sína úr brjóstakrabbameini og greindist sjálf á sama aldri Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá íslenskum konum og á hverju ári greinast að meðaltali 235 konur með brjóstakrabbamein. 14. október 2021 10:41
Litlir hnökrar verða að stórum snjóbolta Guðrún Sigríður Ágústsdóttir hefur safnað milljónum fyrir samtökin Kraft og Líf eftir að hún sigraðist sjálf tvisvar á krabbameini. Heilbrigðismálin eru henni hjartans mál og stefnir hún nú á þing. 19. júní 2021 07:01