Facebook veðjar á nýjan sýndarheim Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2021 11:28 Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook. Hann sér fyrir sér sýndarheim þar sem fólk hefur samskipti í gegnum fjölda mismunandi tækja á grundvelli sýndar- og gerviveruleikatækni. Vísir/EPA Allt að tíu þúsund störf eiga að skapast innan ríkja Evrópusambandsins á næstu fimm árum í tengslum við þróun samfélagsmiðlarisans Facebook á nýjum sýndarheimi. Þar eiga notendur að geta leikið sér, unnið og haft samskipti í sýndarveruleika. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur talað um sýndarheiminn sem „fjölheim“ að það hugtak er fengið úr þrjátíu ára gamalli dystópískri skáldsögu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sýndarumhverfinu væri ætlað að herma eftir samskiptum í raunheimum. Notendur notuðu ýmis konar tæki til að lifa og hrærast í þeim heimi, þar á meðal sýndarveruleikagleraugu, tölvur, snjalltæki og leikjatölvur. Með sýndar- og gerviveruleikatækni vill Facebook að notendur upplifi meiri nærveru í fjarskiptum á tímum þar sem samskipti innan fyrirtækja og stofnana hafa að miklu leyti færst yfir á netið, sérstaklega eftir að kórónuveirufaraldurinn umturnaði daglegu lífi fólks. „Fjölheimurinn hefur möguleika á að leysa úr læðingi ný skapandi, félagsleg og efnahagsleg tækifæri. Evrópubúar móta hann alveg frá upphafi,“ segir Facebook í bloggfærslu um verkefnið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrirtækið segist ætla að vinna með öðrum fyrirtækum að þróun fjölheimsins og að enginn einn aðili muni stýra honum. Það lagði nýlega fimmtíu milljónir dollara, jafnvirði um 6,5 milljarða íslenskra króna, í frjáls félagasamtök sem eiga að taka þátt í að byggja fjölheiminn upp á „ábyrgan hátt“. Facebook hefur sætt harðri gagnrýni undanfarin ár. Það hefur verið sakað um að grafa undan lýðræði og fjölmiðlum með því að skapa vettvang þar sem upplýsingafals og hatursorðræða fær að grassera án mikilla takmarkana. Þá lak uppljóstrari sem starfaði fyrir Facebook niðurstöðum innri rannsóknar sem sýndi að stjórnendur vissu að samfélagsmiðillinn Instagram hefði neikvæð áhrif á geðheilsu ungmenna. Þeir aðhöfðust þó ekkert í því. Facebook Tækni Samfélagsmiðlar Meta Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur talað um sýndarheiminn sem „fjölheim“ að það hugtak er fengið úr þrjátíu ára gamalli dystópískri skáldsögu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sýndarumhverfinu væri ætlað að herma eftir samskiptum í raunheimum. Notendur notuðu ýmis konar tæki til að lifa og hrærast í þeim heimi, þar á meðal sýndarveruleikagleraugu, tölvur, snjalltæki og leikjatölvur. Með sýndar- og gerviveruleikatækni vill Facebook að notendur upplifi meiri nærveru í fjarskiptum á tímum þar sem samskipti innan fyrirtækja og stofnana hafa að miklu leyti færst yfir á netið, sérstaklega eftir að kórónuveirufaraldurinn umturnaði daglegu lífi fólks. „Fjölheimurinn hefur möguleika á að leysa úr læðingi ný skapandi, félagsleg og efnahagsleg tækifæri. Evrópubúar móta hann alveg frá upphafi,“ segir Facebook í bloggfærslu um verkefnið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrirtækið segist ætla að vinna með öðrum fyrirtækum að þróun fjölheimsins og að enginn einn aðili muni stýra honum. Það lagði nýlega fimmtíu milljónir dollara, jafnvirði um 6,5 milljarða íslenskra króna, í frjáls félagasamtök sem eiga að taka þátt í að byggja fjölheiminn upp á „ábyrgan hátt“. Facebook hefur sætt harðri gagnrýni undanfarin ár. Það hefur verið sakað um að grafa undan lýðræði og fjölmiðlum með því að skapa vettvang þar sem upplýsingafals og hatursorðræða fær að grassera án mikilla takmarkana. Þá lak uppljóstrari sem starfaði fyrir Facebook niðurstöðum innri rannsóknar sem sýndi að stjórnendur vissu að samfélagsmiðillinn Instagram hefði neikvæð áhrif á geðheilsu ungmenna. Þeir aðhöfðust þó ekkert í því.
Facebook Tækni Samfélagsmiðlar Meta Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira