Facebook veðjar á nýjan sýndarheim Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2021 11:28 Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook. Hann sér fyrir sér sýndarheim þar sem fólk hefur samskipti í gegnum fjölda mismunandi tækja á grundvelli sýndar- og gerviveruleikatækni. Vísir/EPA Allt að tíu þúsund störf eiga að skapast innan ríkja Evrópusambandsins á næstu fimm árum í tengslum við þróun samfélagsmiðlarisans Facebook á nýjum sýndarheimi. Þar eiga notendur að geta leikið sér, unnið og haft samskipti í sýndarveruleika. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur talað um sýndarheiminn sem „fjölheim“ að það hugtak er fengið úr þrjátíu ára gamalli dystópískri skáldsögu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sýndarumhverfinu væri ætlað að herma eftir samskiptum í raunheimum. Notendur notuðu ýmis konar tæki til að lifa og hrærast í þeim heimi, þar á meðal sýndarveruleikagleraugu, tölvur, snjalltæki og leikjatölvur. Með sýndar- og gerviveruleikatækni vill Facebook að notendur upplifi meiri nærveru í fjarskiptum á tímum þar sem samskipti innan fyrirtækja og stofnana hafa að miklu leyti færst yfir á netið, sérstaklega eftir að kórónuveirufaraldurinn umturnaði daglegu lífi fólks. „Fjölheimurinn hefur möguleika á að leysa úr læðingi ný skapandi, félagsleg og efnahagsleg tækifæri. Evrópubúar móta hann alveg frá upphafi,“ segir Facebook í bloggfærslu um verkefnið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrirtækið segist ætla að vinna með öðrum fyrirtækum að þróun fjölheimsins og að enginn einn aðili muni stýra honum. Það lagði nýlega fimmtíu milljónir dollara, jafnvirði um 6,5 milljarða íslenskra króna, í frjáls félagasamtök sem eiga að taka þátt í að byggja fjölheiminn upp á „ábyrgan hátt“. Facebook hefur sætt harðri gagnrýni undanfarin ár. Það hefur verið sakað um að grafa undan lýðræði og fjölmiðlum með því að skapa vettvang þar sem upplýsingafals og hatursorðræða fær að grassera án mikilla takmarkana. Þá lak uppljóstrari sem starfaði fyrir Facebook niðurstöðum innri rannsóknar sem sýndi að stjórnendur vissu að samfélagsmiðillinn Instagram hefði neikvæð áhrif á geðheilsu ungmenna. Þeir aðhöfðust þó ekkert í því. Facebook Tækni Samfélagsmiðlar Meta Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur talað um sýndarheiminn sem „fjölheim“ að það hugtak er fengið úr þrjátíu ára gamalli dystópískri skáldsögu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sýndarumhverfinu væri ætlað að herma eftir samskiptum í raunheimum. Notendur notuðu ýmis konar tæki til að lifa og hrærast í þeim heimi, þar á meðal sýndarveruleikagleraugu, tölvur, snjalltæki og leikjatölvur. Með sýndar- og gerviveruleikatækni vill Facebook að notendur upplifi meiri nærveru í fjarskiptum á tímum þar sem samskipti innan fyrirtækja og stofnana hafa að miklu leyti færst yfir á netið, sérstaklega eftir að kórónuveirufaraldurinn umturnaði daglegu lífi fólks. „Fjölheimurinn hefur möguleika á að leysa úr læðingi ný skapandi, félagsleg og efnahagsleg tækifæri. Evrópubúar móta hann alveg frá upphafi,“ segir Facebook í bloggfærslu um verkefnið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrirtækið segist ætla að vinna með öðrum fyrirtækum að þróun fjölheimsins og að enginn einn aðili muni stýra honum. Það lagði nýlega fimmtíu milljónir dollara, jafnvirði um 6,5 milljarða íslenskra króna, í frjáls félagasamtök sem eiga að taka þátt í að byggja fjölheiminn upp á „ábyrgan hátt“. Facebook hefur sætt harðri gagnrýni undanfarin ár. Það hefur verið sakað um að grafa undan lýðræði og fjölmiðlum með því að skapa vettvang þar sem upplýsingafals og hatursorðræða fær að grassera án mikilla takmarkana. Þá lak uppljóstrari sem starfaði fyrir Facebook niðurstöðum innri rannsóknar sem sýndi að stjórnendur vissu að samfélagsmiðillinn Instagram hefði neikvæð áhrif á geðheilsu ungmenna. Þeir aðhöfðust þó ekkert í því.
Facebook Tækni Samfélagsmiðlar Meta Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent