Verðhækkanir gætu „því miður“ orðið þrálátari en vonast var til Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2021 11:50 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að fáir hafi búist við því að vöruskortur og tilheyrandi verðhækkanir vegna kórónuveirufaraldursins yrðu jafnþrálatar og langvarandi og raun ber vitni. Tekið gæti ár að vinda ofan af vandanum. Fyrir vöruskortinum eru aðallega tvær ástæður; annars vegar hefur eftirspurn glæðst býsna hratt nú þegar faraldurinn er víða á undanhaldi og hins vegar hefur faraldurinn valdið víðtækum truflunum á alþjóðlegum framleiðsluleiðum. Þetta hefur meðal annars valdið hækkunum á vöruverði til neytenda hér á landi, að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þær eru hóflegar á hefðbundinni dagvöru í búðum en orkuverð hefur hins vegar rokið upp. „Það kemur fram í verði á til dæmis flugfargjöldum, það er nokkuð sterkt tengt eldsneytisverðinu og eftir því sem þessi skortur verður útbreiddari og langvinnari og heimsmarkaðsverðið á aðföngum og endanlegum vörum hækkar meira þá eigum við eftir að sjá frekari áhrif koma fram í vörukörfunni okkar úti í búð,“ segir Jón Bjarki. Fáir bjuggust við svo sterkum sveiflum Ástandið hafi verið fyrirséð að vissu leyti. „En fáir bjuggust kannski við að sveiflurnar yrðu alveg svona sterkar og að það myndi taka jafnlangan tíma að vinda ofan af þeim eins og núna er útlit fyrir.“ Í einhverjum vöruflokkum gæti rofað til á næstu mánuðum en annars staðar gæti liðið alllangur tími þar til jafnvægi kemst á. „Og við verðum því miður á meðan að búa okkur undir að verðsveiflurnar og kannski þetta háa verð verði þrálátara en við vorum að vonast til,“ segir Jón Bjarki. „Á einstökum vöruflokkum sem þó eru ótrúlega mikilvægir, eins og þessar örflögur sem eru notaðar í svo margvíslegan tækjabúnað, þar gæti þetta tekið langt fram eftir næsta ári og sumir eru að spá að þar verði ekki komið fullkomið jafnvægi fyrr en einhvern tímann á árinu 2023.“ Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verðlag Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Fyrir vöruskortinum eru aðallega tvær ástæður; annars vegar hefur eftirspurn glæðst býsna hratt nú þegar faraldurinn er víða á undanhaldi og hins vegar hefur faraldurinn valdið víðtækum truflunum á alþjóðlegum framleiðsluleiðum. Þetta hefur meðal annars valdið hækkunum á vöruverði til neytenda hér á landi, að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þær eru hóflegar á hefðbundinni dagvöru í búðum en orkuverð hefur hins vegar rokið upp. „Það kemur fram í verði á til dæmis flugfargjöldum, það er nokkuð sterkt tengt eldsneytisverðinu og eftir því sem þessi skortur verður útbreiddari og langvinnari og heimsmarkaðsverðið á aðföngum og endanlegum vörum hækkar meira þá eigum við eftir að sjá frekari áhrif koma fram í vörukörfunni okkar úti í búð,“ segir Jón Bjarki. Fáir bjuggust við svo sterkum sveiflum Ástandið hafi verið fyrirséð að vissu leyti. „En fáir bjuggust kannski við að sveiflurnar yrðu alveg svona sterkar og að það myndi taka jafnlangan tíma að vinda ofan af þeim eins og núna er útlit fyrir.“ Í einhverjum vöruflokkum gæti rofað til á næstu mánuðum en annars staðar gæti liðið alllangur tími þar til jafnvægi kemst á. „Og við verðum því miður á meðan að búa okkur undir að verðsveiflurnar og kannski þetta háa verð verði þrálátara en við vorum að vonast til,“ segir Jón Bjarki. „Á einstökum vöruflokkum sem þó eru ótrúlega mikilvægir, eins og þessar örflögur sem eru notaðar í svo margvíslegan tækjabúnað, þar gæti þetta tekið langt fram eftir næsta ári og sumir eru að spá að þar verði ekki komið fullkomið jafnvægi fyrr en einhvern tímann á árinu 2023.“
Neytendur Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verðlag Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira