Ný Airpods og uppfærð MacBook Pro á kynningu Apple Árni Sæberg skrifar 18. október 2021 20:52 Apple segir nýja MacBook Pro vera þá bestu frá upphafi. Apple Tæknirisinn Apple kynnti nýjustu vörur sínar með mikilli viðhöfn í dag. Mest fór fyrir nýjum Airpods 3 heyrnartólum og nýrri kynslóð MacBook Pro fartölvunnar. Nýjustu heyrnartólum Apple er ætlað að brúa bilið milli venjulegra Airpods og hinna dýrari Airpods Pro. Útlit þeirra er líkar Airpods Pro en eldri heyrnartólin hafa ekki verið talin mikið augnakonfekt. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-5y2YqrlOr4">watch on YouTube</a> Í tilkynningunni segir að heyrnartólin séu mótuð með það í huga að þau passi betur í eyru flestra. Þá séu þau gædd tækni sem gerir þeim kleift að bregðast við umhverfishljóðum til að bæta hljómgæði. Rafhlaða Airpods 3 á að duga til sex klukkutíma afspilunar og hulstur þeirra dugar til fjögurra endurhleðsna og styður þráðlausa hleðslu. Heyrnartólin munu koma til með að kosta 179 Bandaríkjadali. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9tobL8U7dQo">watch on YouTube</a> Ný MacBook Pro muni „breyta leiknum“ Apple fullyrðir að nýjasta flaggskip þeirra á fartölvumarkaði sé það besta á markaðnum. „Við einsettum okkur að búa til heimsins bestu fartölvu. Við erum spennt að kynna til leiks glænýja MacBook Pro með M1 Pro og M1 Max örgjörvum. Tölvan er leikbreytandi (e. game-changing) samsetning af öflugri vinnslu, óviðjafnanlegri rafhlöðuendingu og byltingarkenndum eiginleikum,“ sagði Greg Joswiak, yfirmaður í markaðsdeild Apple, á kynningunni í dag. Tölvan inniheldur meðal annars glænýjan XDR skjá, 1080 pixla myndavél, Magsafe 3 hleðslutæki og sex hátalara hljóðkerfi. „Nýja MacBook Pro á sér einfaldlega engan jafningja og er langbesta fartölvan sem við höfum nokkurn tímann framleitt,“ sagði Joswiak. MacBook Pro með fjórtán tommu skjá mun kosta 1.999 Bandaríkjadali en með sextán tommu skjá mun hún kosta 2.499 dali. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=861Dt8Fy0IA">watch on YouTube</a> Litríkari HomePod Mini og ódýrari Apple Music Apple tilkynnti einnig að snjallhátalarinn HomePod Mini muni fást í fleiri litum en áður. Litirnir eigi að vera „djarfir og skemmtilegir.“ Þá var einnig kynnt til sögunnar ódýrari útgáfa af tónlistarstreymisveitunni Apple Music. Sú ber heitið Apple Music Voice og mun einungis vera aðgengileg í gegnum Siri, stafrænan aðstoðarmann Apple. Áskrift að veitunni mun kosta fimm Bandaríkjadali á mánuði. Apple Tækni Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira
Nýjustu heyrnartólum Apple er ætlað að brúa bilið milli venjulegra Airpods og hinna dýrari Airpods Pro. Útlit þeirra er líkar Airpods Pro en eldri heyrnartólin hafa ekki verið talin mikið augnakonfekt. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-5y2YqrlOr4">watch on YouTube</a> Í tilkynningunni segir að heyrnartólin séu mótuð með það í huga að þau passi betur í eyru flestra. Þá séu þau gædd tækni sem gerir þeim kleift að bregðast við umhverfishljóðum til að bæta hljómgæði. Rafhlaða Airpods 3 á að duga til sex klukkutíma afspilunar og hulstur þeirra dugar til fjögurra endurhleðsna og styður þráðlausa hleðslu. Heyrnartólin munu koma til með að kosta 179 Bandaríkjadali. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9tobL8U7dQo">watch on YouTube</a> Ný MacBook Pro muni „breyta leiknum“ Apple fullyrðir að nýjasta flaggskip þeirra á fartölvumarkaði sé það besta á markaðnum. „Við einsettum okkur að búa til heimsins bestu fartölvu. Við erum spennt að kynna til leiks glænýja MacBook Pro með M1 Pro og M1 Max örgjörvum. Tölvan er leikbreytandi (e. game-changing) samsetning af öflugri vinnslu, óviðjafnanlegri rafhlöðuendingu og byltingarkenndum eiginleikum,“ sagði Greg Joswiak, yfirmaður í markaðsdeild Apple, á kynningunni í dag. Tölvan inniheldur meðal annars glænýjan XDR skjá, 1080 pixla myndavél, Magsafe 3 hleðslutæki og sex hátalara hljóðkerfi. „Nýja MacBook Pro á sér einfaldlega engan jafningja og er langbesta fartölvan sem við höfum nokkurn tímann framleitt,“ sagði Joswiak. MacBook Pro með fjórtán tommu skjá mun kosta 1.999 Bandaríkjadali en með sextán tommu skjá mun hún kosta 2.499 dali. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=861Dt8Fy0IA">watch on YouTube</a> Litríkari HomePod Mini og ódýrari Apple Music Apple tilkynnti einnig að snjallhátalarinn HomePod Mini muni fást í fleiri litum en áður. Litirnir eigi að vera „djarfir og skemmtilegir.“ Þá var einnig kynnt til sögunnar ódýrari útgáfa af tónlistarstreymisveitunni Apple Music. Sú ber heitið Apple Music Voice og mun einungis vera aðgengileg í gegnum Siri, stafrænan aðstoðarmann Apple. Áskrift að veitunni mun kosta fimm Bandaríkjadali á mánuði.
Apple Tækni Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira