Körfubolti

Simmons settur í bann af eigin félagi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ben Simmons verður ekki með Philadelphia 76ers í opnunarleik liðsins í NBA-deildinni gegn New Orleans Pelivans í kvöld.
Ben Simmons verður ekki með Philadelphia 76ers í opnunarleik liðsins í NBA-deildinni gegn New Orleans Pelivans í kvöld. Tim Nwachukwu/Getty Images

Ben Simmons, leikmaður Philadelphia 76ers, hefur verið settur í eins leiks keppnisbann af sínu eigin félagi eftir að hafa verið rekinn heim af æfingu í gær. Hann mun því ekki taka þátt í opnunarleik liðsins í NBA-deildinni í kvöld.

Doc Rivers, þjálfari 76ers, rak Simmons heim af æfingu í gær fyrir að taka ekki nægilega mikinn þátt í henni. Samkvæmt ESPN hefur leikmaðurinn hagað sér illa á æfingum frá því að undirbúningstímabilið hófst.

Simmons á að hafa neitað því að taka þátt í einum hluta æfingarinnar í gær, og hafi því verið rekinn heim.

Philadelphia 76ers mætir New Orlean Pelicans í opnunarleik liðsins í NBA-deildinni í kvöld, en í yfirlýsingu frá félaginu kemur fram aðSimmons hafi verið settur í bann fyrir hegðun sem félagið telji skaðlegt liðinu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×