Hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og krefst skýringa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. október 2021 11:36 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/einar Þingmaður Vinstri grænna hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og fer fram á að stjórnendur þeirra verði spurðir út málið. Hún segist sammála þingmanni Sjálfstæðisflokksins um nauðsyn þess að ný fjarskiptalög verði samþykkt. Síminn gekk frá sölu á fjarskiptanetfyrirtækinu Mílu aðfaranótt laugardags til franskra sjóðstýringarfyrirtækisins Ardian. Virði viðskiptanna er um 78 milljarðar króna en sjóðstýringarfyrirtækið tekur yfir fjárhagsskuldbindingar Mílu. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greitt um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða í formi skuldabréfs. Segir eignarhaldið ekki skipta höfuðmáli Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að eignarhaldið skipti ekki höfuðmáli. „Heldur að hagsmunirnir sem eru í húfi séu tryggðir. Og þeir eru best tryggðir með öryggisventlum, að við séum með trygga lagasetningu og tryggt eftirlit. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Hún segir að heppilegt hefði verið ef ný fjarskiptalög hefðu gengið í gegn á síðasta kjörtímabili. „Og það hlýtur að vera algjört forgangsmál á nýju kjörtímabili.“ „Auðvitað er það svo að alveg sama hver heldur á eignarhaldinu, að íslensk lög gilda um búnað og rekstur fjarskipta en hins vegar stóð til og stendur til í nýjum fjarskiptalögum að skerpa á þessum heimildum meðal annars varðandi búnað og staðsetningu, upplýsingagjöf og annað sem skiptir gríðarlegu máli í þessu umhverfi,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir í Sprengisandi í morgun. Vill skýringar Sjóðstýringarfyrirtækið hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum en eignarhlutur þeirra getur orðið allt að tuttugu prósent. Bjarkey Olsen, þingmaður Vinsti grænna beinir spurningum til stjórnenda lífeyrissjóða. „Ég ætla nú líka að leyfa mér að segja það og taka undir með Ragnari Þór sem að sagði í gær að hann hefði viljað að lífeyrissjóðirnir stigu fastar inn, sem eru meirihlutaeigendur í Símanum. Maður veltir því fyrir sér eru þeir að [gæta] hagsmuna okkar sjóðsfélaga sinna eða hvað? Auðvitað ber þeim að hámarka arð og allt það en mér finnst þetta dálítið einkennilegt að ætla svo að kaupa á dýrara verði jafnvel einhvern smá hlut. Ég hefði viljað að stjórnir lífeyrissjóða væru spurðar um það hvers vegna þessi leið var valin.“ Skiptir máli að vita hverjir séu eigendur „Mikilvægt er að þetta verður áfram íslensku lögaðili og um það gilda þá íslensk lög þegar allur búnaður og annað er á íslandi. Við erum komin með góða löggjöf um raunverulega eigendur og mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli að það sé alltaf vitað hverjir eru eigendur,“ sagði Bjarkey Olsen í Sprengisandi í morgun. Bylgjan Sprengisandur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu, stjórnarmyndunarviðræður og framkvæmd kosninga á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 24. október 2021 09:46 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Síminn gekk frá sölu á fjarskiptanetfyrirtækinu Mílu aðfaranótt laugardags til franskra sjóðstýringarfyrirtækisins Ardian. Virði viðskiptanna er um 78 milljarðar króna en sjóðstýringarfyrirtækið tekur yfir fjárhagsskuldbindingar Mílu. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greitt um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða í formi skuldabréfs. Segir eignarhaldið ekki skipta höfuðmáli Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að eignarhaldið skipti ekki höfuðmáli. „Heldur að hagsmunirnir sem eru í húfi séu tryggðir. Og þeir eru best tryggðir með öryggisventlum, að við séum með trygga lagasetningu og tryggt eftirlit. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Hún segir að heppilegt hefði verið ef ný fjarskiptalög hefðu gengið í gegn á síðasta kjörtímabili. „Og það hlýtur að vera algjört forgangsmál á nýju kjörtímabili.“ „Auðvitað er það svo að alveg sama hver heldur á eignarhaldinu, að íslensk lög gilda um búnað og rekstur fjarskipta en hins vegar stóð til og stendur til í nýjum fjarskiptalögum að skerpa á þessum heimildum meðal annars varðandi búnað og staðsetningu, upplýsingagjöf og annað sem skiptir gríðarlegu máli í þessu umhverfi,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir í Sprengisandi í morgun. Vill skýringar Sjóðstýringarfyrirtækið hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum en eignarhlutur þeirra getur orðið allt að tuttugu prósent. Bjarkey Olsen, þingmaður Vinsti grænna beinir spurningum til stjórnenda lífeyrissjóða. „Ég ætla nú líka að leyfa mér að segja það og taka undir með Ragnari Þór sem að sagði í gær að hann hefði viljað að lífeyrissjóðirnir stigu fastar inn, sem eru meirihlutaeigendur í Símanum. Maður veltir því fyrir sér eru þeir að [gæta] hagsmuna okkar sjóðsfélaga sinna eða hvað? Auðvitað ber þeim að hámarka arð og allt það en mér finnst þetta dálítið einkennilegt að ætla svo að kaupa á dýrara verði jafnvel einhvern smá hlut. Ég hefði viljað að stjórnir lífeyrissjóða væru spurðar um það hvers vegna þessi leið var valin.“ Skiptir máli að vita hverjir séu eigendur „Mikilvægt er að þetta verður áfram íslensku lögaðili og um það gilda þá íslensk lög þegar allur búnaður og annað er á íslandi. Við erum komin með góða löggjöf um raunverulega eigendur og mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli að það sé alltaf vitað hverjir eru eigendur,“ sagði Bjarkey Olsen í Sprengisandi í morgun.
Bylgjan Sprengisandur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu, stjórnarmyndunarviðræður og framkvæmd kosninga á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 24. október 2021 09:46 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Salan á Mílu, stjórnarmyndunarviðræður og framkvæmd kosninga á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 24. október 2021 09:46