Þjóðaröryggi Íslands Eldur Ólafsson skrifar 27. október 2021 11:31 Eitt það fyrsta sem við lærum í jarðfræðinni er hugmyndin um innræn og útræn öfl. Innræn öfl eru þau sem við Íslendingar þekkjum vel, hreyfing jarðskorpunnar, heitir reitir sem við sjáum helst í daglegu lífi sem jarðskjálfta og eldgos. Útræn öfl eru hins vegar veður, vatn, frost, snjór, flóð, þurrkar og annað í þeim dúr. Heiminum er mjög umhugað um útrænu öflin þessi dægrin og hvernig þau geta haft áhrif á lífsskilyrði okkar hér á jörð. Ekki snýst þetta bara um hlýnun, þetta snýst einnig um fótspor okkar mannanna og hvaða áhrif við höfum með okkar lifnaðarháttum á lífríkið og náttúruna eins og við þekkjum hana í dag. Hvað höfum við jarðarbúar gert er spurt, nú út af velsældinni sem við höfum lifað, með því að nýta auðlindir. Staðreyndin er sú að þannig höfum við náð að búa fleirum í heiminum betra líf. Með hugviti okkar höfum við nýtt auðlindir jarðar okkur til hagsbóta og því hefur fylgt gríðarleg fólksfjölgun. Velsældin hefur jafnvel gert það að verkum að við Íslendingar, líkt og hluti jarðarbúa berjumst við offitu en ekki hungur. Heimurinn er einnig tengdur með ferðalögum, fleira fólk rís til menntunar en nokkru sinni áður, barnadauði á heimsvísu hefur minnkað o.s.frv. Hvað getum við jarðarbúar gert? Það er lagt er til að við minnkum neyslu, m.a. mat, föt, tölvur, bíla, ferðalög o.s.frv. Við þurfum þá að færa okkur til lífshátta sem tíðkuðust fyrir um 50 árum síðan. Við þurfum að eignast færri börn, við þurfum að ferðast til vinnu á umhverfisvænan hátt, við þurfum að búa til okkar eigin matvæli, hreint eldsneyti og vera okkur sjálfum aflögufær. Hvað getum við Íslendingar gert? Orkuþörfin við að hita upp Reykjarvíkursvæðið með heitu vatni frá Nesjavöllum, Hellisheiði og úr jarðhitasvæðum í og nærri borginni er um það bil 1.000 MW. Með því að framleiða hreina orku höfum við sparað um og yfir 100 milljarða íslenskra króna á hverju ári miðað við að flytja inn olíu til að hita upp hús á Íslandi. Í dag flytjum við inn eldsneyti fyrir um það 100 milljarða íslenskra króna sem við notum á skip, bíla, tæki og flugvélar. Við getum framleitt hreint eldsneyti og notað þessa milljarða í önnur þjóðþrifaverkefni. Til að framleiða hreint eldsneyti í stað innfluttrar olíu til samgangna þurfum við um 1.000 MW af rafmagni, við þurfum vatn og mögulega koltvísýring og köfnunarefni til að framleiða annað hvort metanól eða ammóníak fyrir þá notkun sem þurfum. Samhliðs þessu getum við framleitt áburð, líkt og hér var gert áður fyrr. Við flytjum inn mat og landbúnaðarafurðir fyrir um það bil 50 milljarða á ári. Við höfum leiðir til að framleiða fisk, þörunga til að fæða fiskinn, grænmeti og annað í þeim dúr til að mæta prótein- og orkuþörf okkar. Við þurfum rafmagn, heitt og kalt vatn og nægjanlegt landrými til að gera þetta. Við höfum allar forsendur til að gera það sem hér að ofan er lýst. Jú, við þurfum að einbeita okkur að því að framleiða meira úr þeim jarðhitavirkjunum sem við eigum og auka framleiðslu þeirra til muna. Þær eru beintengdar innrænum öflum og því hefur hnattræn hlýnun ekki sömu áhrif á þær eins og bráðnum jökla og annað í þeim dúr. Jarðhitinn hefur fært okkur það að fara frá því að vera fátækasta þjóð í Evrópu yfir í að vera sú ríkasta. Jarðhitinn gefur okkur sjálfstæði, hann gefur okkur vaxtartækifæri. Jarðhitinn er fjölnýtanlegur, atvinnuskapandi, hann er endurnýjanlegur. Jarðhitinn notar minnst allra endurnýjanlega orkugjafa af landi undir sína starfsemi, hann hefur litla sjónmengun þegar tekið er tillit til annarra endurnýjanlegra orkugjafa, vatns, vinds eða sólar. Og við þurfum samhliða þessu að nýta aðrar hreinar orkulindir landsins með skynsömum hætti. Jarðhitauppbyggingin er stór þáttur í þjóðaröryggi Íslands. Áform fráfarandi ríkisstjórnar og það sem lítur út fyrir að vera næsta ríkisstjórn er að leggja loftslagsmálum til 50-60ma. Ég tel mikilvægt að við nýtum það fé í jarðhitauppbyggingu og auðlindagarða byggða í kringum þá uppbyggingu til að stuðla að betri lífskjörum okkar Íslendinga, betra þjóðaröryggi og fleiri og betri tækifærum fyrir komandi kynslóðir. Það er okkar mikilvægasta hlutverk og stærsta tækifæri. Höfundur er jarðfræðingur, stofnandi Orku Energy nú Arctic Energy og stofnandi og forstjóri AEX Gold ltd sem skráð er í Kanada og London. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Orkumál Eldur Ólafsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt það fyrsta sem við lærum í jarðfræðinni er hugmyndin um innræn og útræn öfl. Innræn öfl eru þau sem við Íslendingar þekkjum vel, hreyfing jarðskorpunnar, heitir reitir sem við sjáum helst í daglegu lífi sem jarðskjálfta og eldgos. Útræn öfl eru hins vegar veður, vatn, frost, snjór, flóð, þurrkar og annað í þeim dúr. Heiminum er mjög umhugað um útrænu öflin þessi dægrin og hvernig þau geta haft áhrif á lífsskilyrði okkar hér á jörð. Ekki snýst þetta bara um hlýnun, þetta snýst einnig um fótspor okkar mannanna og hvaða áhrif við höfum með okkar lifnaðarháttum á lífríkið og náttúruna eins og við þekkjum hana í dag. Hvað höfum við jarðarbúar gert er spurt, nú út af velsældinni sem við höfum lifað, með því að nýta auðlindir. Staðreyndin er sú að þannig höfum við náð að búa fleirum í heiminum betra líf. Með hugviti okkar höfum við nýtt auðlindir jarðar okkur til hagsbóta og því hefur fylgt gríðarleg fólksfjölgun. Velsældin hefur jafnvel gert það að verkum að við Íslendingar, líkt og hluti jarðarbúa berjumst við offitu en ekki hungur. Heimurinn er einnig tengdur með ferðalögum, fleira fólk rís til menntunar en nokkru sinni áður, barnadauði á heimsvísu hefur minnkað o.s.frv. Hvað getum við jarðarbúar gert? Það er lagt er til að við minnkum neyslu, m.a. mat, föt, tölvur, bíla, ferðalög o.s.frv. Við þurfum þá að færa okkur til lífshátta sem tíðkuðust fyrir um 50 árum síðan. Við þurfum að eignast færri börn, við þurfum að ferðast til vinnu á umhverfisvænan hátt, við þurfum að búa til okkar eigin matvæli, hreint eldsneyti og vera okkur sjálfum aflögufær. Hvað getum við Íslendingar gert? Orkuþörfin við að hita upp Reykjarvíkursvæðið með heitu vatni frá Nesjavöllum, Hellisheiði og úr jarðhitasvæðum í og nærri borginni er um það bil 1.000 MW. Með því að framleiða hreina orku höfum við sparað um og yfir 100 milljarða íslenskra króna á hverju ári miðað við að flytja inn olíu til að hita upp hús á Íslandi. Í dag flytjum við inn eldsneyti fyrir um það 100 milljarða íslenskra króna sem við notum á skip, bíla, tæki og flugvélar. Við getum framleitt hreint eldsneyti og notað þessa milljarða í önnur þjóðþrifaverkefni. Til að framleiða hreint eldsneyti í stað innfluttrar olíu til samgangna þurfum við um 1.000 MW af rafmagni, við þurfum vatn og mögulega koltvísýring og köfnunarefni til að framleiða annað hvort metanól eða ammóníak fyrir þá notkun sem þurfum. Samhliðs þessu getum við framleitt áburð, líkt og hér var gert áður fyrr. Við flytjum inn mat og landbúnaðarafurðir fyrir um það bil 50 milljarða á ári. Við höfum leiðir til að framleiða fisk, þörunga til að fæða fiskinn, grænmeti og annað í þeim dúr til að mæta prótein- og orkuþörf okkar. Við þurfum rafmagn, heitt og kalt vatn og nægjanlegt landrými til að gera þetta. Við höfum allar forsendur til að gera það sem hér að ofan er lýst. Jú, við þurfum að einbeita okkur að því að framleiða meira úr þeim jarðhitavirkjunum sem við eigum og auka framleiðslu þeirra til muna. Þær eru beintengdar innrænum öflum og því hefur hnattræn hlýnun ekki sömu áhrif á þær eins og bráðnum jökla og annað í þeim dúr. Jarðhitinn hefur fært okkur það að fara frá því að vera fátækasta þjóð í Evrópu yfir í að vera sú ríkasta. Jarðhitinn gefur okkur sjálfstæði, hann gefur okkur vaxtartækifæri. Jarðhitinn er fjölnýtanlegur, atvinnuskapandi, hann er endurnýjanlegur. Jarðhitinn notar minnst allra endurnýjanlega orkugjafa af landi undir sína starfsemi, hann hefur litla sjónmengun þegar tekið er tillit til annarra endurnýjanlegra orkugjafa, vatns, vinds eða sólar. Og við þurfum samhliða þessu að nýta aðrar hreinar orkulindir landsins með skynsömum hætti. Jarðhitauppbyggingin er stór þáttur í þjóðaröryggi Íslands. Áform fráfarandi ríkisstjórnar og það sem lítur út fyrir að vera næsta ríkisstjórn er að leggja loftslagsmálum til 50-60ma. Ég tel mikilvægt að við nýtum það fé í jarðhitauppbyggingu og auðlindagarða byggða í kringum þá uppbyggingu til að stuðla að betri lífskjörum okkar Íslendinga, betra þjóðaröryggi og fleiri og betri tækifærum fyrir komandi kynslóðir. Það er okkar mikilvægasta hlutverk og stærsta tækifæri. Höfundur er jarðfræðingur, stofnandi Orku Energy nú Arctic Energy og stofnandi og forstjóri AEX Gold ltd sem skráð er í Kanada og London.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun