Þjóðaröryggi Íslands Eldur Ólafsson skrifar 27. október 2021 11:31 Eitt það fyrsta sem við lærum í jarðfræðinni er hugmyndin um innræn og útræn öfl. Innræn öfl eru þau sem við Íslendingar þekkjum vel, hreyfing jarðskorpunnar, heitir reitir sem við sjáum helst í daglegu lífi sem jarðskjálfta og eldgos. Útræn öfl eru hins vegar veður, vatn, frost, snjór, flóð, þurrkar og annað í þeim dúr. Heiminum er mjög umhugað um útrænu öflin þessi dægrin og hvernig þau geta haft áhrif á lífsskilyrði okkar hér á jörð. Ekki snýst þetta bara um hlýnun, þetta snýst einnig um fótspor okkar mannanna og hvaða áhrif við höfum með okkar lifnaðarháttum á lífríkið og náttúruna eins og við þekkjum hana í dag. Hvað höfum við jarðarbúar gert er spurt, nú út af velsældinni sem við höfum lifað, með því að nýta auðlindir. Staðreyndin er sú að þannig höfum við náð að búa fleirum í heiminum betra líf. Með hugviti okkar höfum við nýtt auðlindir jarðar okkur til hagsbóta og því hefur fylgt gríðarleg fólksfjölgun. Velsældin hefur jafnvel gert það að verkum að við Íslendingar, líkt og hluti jarðarbúa berjumst við offitu en ekki hungur. Heimurinn er einnig tengdur með ferðalögum, fleira fólk rís til menntunar en nokkru sinni áður, barnadauði á heimsvísu hefur minnkað o.s.frv. Hvað getum við jarðarbúar gert? Það er lagt er til að við minnkum neyslu, m.a. mat, föt, tölvur, bíla, ferðalög o.s.frv. Við þurfum þá að færa okkur til lífshátta sem tíðkuðust fyrir um 50 árum síðan. Við þurfum að eignast færri börn, við þurfum að ferðast til vinnu á umhverfisvænan hátt, við þurfum að búa til okkar eigin matvæli, hreint eldsneyti og vera okkur sjálfum aflögufær. Hvað getum við Íslendingar gert? Orkuþörfin við að hita upp Reykjarvíkursvæðið með heitu vatni frá Nesjavöllum, Hellisheiði og úr jarðhitasvæðum í og nærri borginni er um það bil 1.000 MW. Með því að framleiða hreina orku höfum við sparað um og yfir 100 milljarða íslenskra króna á hverju ári miðað við að flytja inn olíu til að hita upp hús á Íslandi. Í dag flytjum við inn eldsneyti fyrir um það 100 milljarða íslenskra króna sem við notum á skip, bíla, tæki og flugvélar. Við getum framleitt hreint eldsneyti og notað þessa milljarða í önnur þjóðþrifaverkefni. Til að framleiða hreint eldsneyti í stað innfluttrar olíu til samgangna þurfum við um 1.000 MW af rafmagni, við þurfum vatn og mögulega koltvísýring og köfnunarefni til að framleiða annað hvort metanól eða ammóníak fyrir þá notkun sem þurfum. Samhliðs þessu getum við framleitt áburð, líkt og hér var gert áður fyrr. Við flytjum inn mat og landbúnaðarafurðir fyrir um það bil 50 milljarða á ári. Við höfum leiðir til að framleiða fisk, þörunga til að fæða fiskinn, grænmeti og annað í þeim dúr til að mæta prótein- og orkuþörf okkar. Við þurfum rafmagn, heitt og kalt vatn og nægjanlegt landrými til að gera þetta. Við höfum allar forsendur til að gera það sem hér að ofan er lýst. Jú, við þurfum að einbeita okkur að því að framleiða meira úr þeim jarðhitavirkjunum sem við eigum og auka framleiðslu þeirra til muna. Þær eru beintengdar innrænum öflum og því hefur hnattræn hlýnun ekki sömu áhrif á þær eins og bráðnum jökla og annað í þeim dúr. Jarðhitinn hefur fært okkur það að fara frá því að vera fátækasta þjóð í Evrópu yfir í að vera sú ríkasta. Jarðhitinn gefur okkur sjálfstæði, hann gefur okkur vaxtartækifæri. Jarðhitinn er fjölnýtanlegur, atvinnuskapandi, hann er endurnýjanlegur. Jarðhitinn notar minnst allra endurnýjanlega orkugjafa af landi undir sína starfsemi, hann hefur litla sjónmengun þegar tekið er tillit til annarra endurnýjanlegra orkugjafa, vatns, vinds eða sólar. Og við þurfum samhliða þessu að nýta aðrar hreinar orkulindir landsins með skynsömum hætti. Jarðhitauppbyggingin er stór þáttur í þjóðaröryggi Íslands. Áform fráfarandi ríkisstjórnar og það sem lítur út fyrir að vera næsta ríkisstjórn er að leggja loftslagsmálum til 50-60ma. Ég tel mikilvægt að við nýtum það fé í jarðhitauppbyggingu og auðlindagarða byggða í kringum þá uppbyggingu til að stuðla að betri lífskjörum okkar Íslendinga, betra þjóðaröryggi og fleiri og betri tækifærum fyrir komandi kynslóðir. Það er okkar mikilvægasta hlutverk og stærsta tækifæri. Höfundur er jarðfræðingur, stofnandi Orku Energy nú Arctic Energy og stofnandi og forstjóri AEX Gold ltd sem skráð er í Kanada og London. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Orkumál Eldur Ólafsson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Eitt það fyrsta sem við lærum í jarðfræðinni er hugmyndin um innræn og útræn öfl. Innræn öfl eru þau sem við Íslendingar þekkjum vel, hreyfing jarðskorpunnar, heitir reitir sem við sjáum helst í daglegu lífi sem jarðskjálfta og eldgos. Útræn öfl eru hins vegar veður, vatn, frost, snjór, flóð, þurrkar og annað í þeim dúr. Heiminum er mjög umhugað um útrænu öflin þessi dægrin og hvernig þau geta haft áhrif á lífsskilyrði okkar hér á jörð. Ekki snýst þetta bara um hlýnun, þetta snýst einnig um fótspor okkar mannanna og hvaða áhrif við höfum með okkar lifnaðarháttum á lífríkið og náttúruna eins og við þekkjum hana í dag. Hvað höfum við jarðarbúar gert er spurt, nú út af velsældinni sem við höfum lifað, með því að nýta auðlindir. Staðreyndin er sú að þannig höfum við náð að búa fleirum í heiminum betra líf. Með hugviti okkar höfum við nýtt auðlindir jarðar okkur til hagsbóta og því hefur fylgt gríðarleg fólksfjölgun. Velsældin hefur jafnvel gert það að verkum að við Íslendingar, líkt og hluti jarðarbúa berjumst við offitu en ekki hungur. Heimurinn er einnig tengdur með ferðalögum, fleira fólk rís til menntunar en nokkru sinni áður, barnadauði á heimsvísu hefur minnkað o.s.frv. Hvað getum við jarðarbúar gert? Það er lagt er til að við minnkum neyslu, m.a. mat, föt, tölvur, bíla, ferðalög o.s.frv. Við þurfum þá að færa okkur til lífshátta sem tíðkuðust fyrir um 50 árum síðan. Við þurfum að eignast færri börn, við þurfum að ferðast til vinnu á umhverfisvænan hátt, við þurfum að búa til okkar eigin matvæli, hreint eldsneyti og vera okkur sjálfum aflögufær. Hvað getum við Íslendingar gert? Orkuþörfin við að hita upp Reykjarvíkursvæðið með heitu vatni frá Nesjavöllum, Hellisheiði og úr jarðhitasvæðum í og nærri borginni er um það bil 1.000 MW. Með því að framleiða hreina orku höfum við sparað um og yfir 100 milljarða íslenskra króna á hverju ári miðað við að flytja inn olíu til að hita upp hús á Íslandi. Í dag flytjum við inn eldsneyti fyrir um það 100 milljarða íslenskra króna sem við notum á skip, bíla, tæki og flugvélar. Við getum framleitt hreint eldsneyti og notað þessa milljarða í önnur þjóðþrifaverkefni. Til að framleiða hreint eldsneyti í stað innfluttrar olíu til samgangna þurfum við um 1.000 MW af rafmagni, við þurfum vatn og mögulega koltvísýring og köfnunarefni til að framleiða annað hvort metanól eða ammóníak fyrir þá notkun sem þurfum. Samhliðs þessu getum við framleitt áburð, líkt og hér var gert áður fyrr. Við flytjum inn mat og landbúnaðarafurðir fyrir um það bil 50 milljarða á ári. Við höfum leiðir til að framleiða fisk, þörunga til að fæða fiskinn, grænmeti og annað í þeim dúr til að mæta prótein- og orkuþörf okkar. Við þurfum rafmagn, heitt og kalt vatn og nægjanlegt landrými til að gera þetta. Við höfum allar forsendur til að gera það sem hér að ofan er lýst. Jú, við þurfum að einbeita okkur að því að framleiða meira úr þeim jarðhitavirkjunum sem við eigum og auka framleiðslu þeirra til muna. Þær eru beintengdar innrænum öflum og því hefur hnattræn hlýnun ekki sömu áhrif á þær eins og bráðnum jökla og annað í þeim dúr. Jarðhitinn hefur fært okkur það að fara frá því að vera fátækasta þjóð í Evrópu yfir í að vera sú ríkasta. Jarðhitinn gefur okkur sjálfstæði, hann gefur okkur vaxtartækifæri. Jarðhitinn er fjölnýtanlegur, atvinnuskapandi, hann er endurnýjanlegur. Jarðhitinn notar minnst allra endurnýjanlega orkugjafa af landi undir sína starfsemi, hann hefur litla sjónmengun þegar tekið er tillit til annarra endurnýjanlegra orkugjafa, vatns, vinds eða sólar. Og við þurfum samhliða þessu að nýta aðrar hreinar orkulindir landsins með skynsömum hætti. Jarðhitauppbyggingin er stór þáttur í þjóðaröryggi Íslands. Áform fráfarandi ríkisstjórnar og það sem lítur út fyrir að vera næsta ríkisstjórn er að leggja loftslagsmálum til 50-60ma. Ég tel mikilvægt að við nýtum það fé í jarðhitauppbyggingu og auðlindagarða byggða í kringum þá uppbyggingu til að stuðla að betri lífskjörum okkar Íslendinga, betra þjóðaröryggi og fleiri og betri tækifærum fyrir komandi kynslóðir. Það er okkar mikilvægasta hlutverk og stærsta tækifæri. Höfundur er jarðfræðingur, stofnandi Orku Energy nú Arctic Energy og stofnandi og forstjóri AEX Gold ltd sem skráð er í Kanada og London.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun