Facebook breytir um nafn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 28. október 2021 19:07 Facebook er stærsti samfélagsmiðill í heiminum en tæplega þrír milljarðar manna eru virkir á forritinu. AP/Risberg Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, segir að með nýja nafninu sé ætlað að endurspegla áherslur félagsins á að smíða sýndarheim á netinu (e. metaverse). Zuckerberg gerir ráð fyrir því að allt að milljarður manna muni taka þátt í sýndarheiminum nýja á næstu árum. Þetta kemur fram í frétt AP News. Forrit samfélagsmiðlarisans eins og smáforritið Facebook - sem flestir kannast við, Instagram og Messenger munu enn halda nafni sínu en undir einum hatti; hins nýja Meta. Að sögn Zuckerberg á sýndarheimurinn að vera staður þar sem fólk getur átt í samskiptum, unnið, skapað og stofnandinn bindur vonir við að sýndarheimurinn komi til með að búa til milljónir nýrra stafa á næstu árum. Zuckerberg sér fyrir sér að fólk verði þannig virkir þátttakendur í stað þess að horfa á skjá eins og tíðkast, hver í sínu lagi. Stofnandinn segir að gamla nafn fyrirtækisins endurspegli áherslur fyrirtækisins ekki lengur: „Nú er litið á okkur sem samfélagsmiðlafyrirtæki, en kjarni okkar er fyrirtæki sem smíðar tækni sem tengir fólk saman,“ segir Zuckerberg. Tilkynningin kemur á viðkvæmum tíma fyrir fyrirtækið en fyrrum starfsmaður fyrirtækisins steig fram nýlega, og sagði stjórnendur samfélagsmiðlarisans hafa virt að vettugi ábendingar um að forrit Facebook væru skaðleg börnum og ælu á sundrung. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Meta Tengdar fréttir Facebook veðjar á nýjan sýndarheim Allt að tíu þúsund störf eiga að skapast innan ríkja Evrópusambandsins á næstu fimm árum í tengslum við þróun samfélagsmiðlarisans Facebook á nýjum sýndarheimi. Þar eiga notendur að geta leikið sér, unnið og haft samskipti í sýndarveruleika. 18. október 2021 11:28 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, segir að með nýja nafninu sé ætlað að endurspegla áherslur félagsins á að smíða sýndarheim á netinu (e. metaverse). Zuckerberg gerir ráð fyrir því að allt að milljarður manna muni taka þátt í sýndarheiminum nýja á næstu árum. Þetta kemur fram í frétt AP News. Forrit samfélagsmiðlarisans eins og smáforritið Facebook - sem flestir kannast við, Instagram og Messenger munu enn halda nafni sínu en undir einum hatti; hins nýja Meta. Að sögn Zuckerberg á sýndarheimurinn að vera staður þar sem fólk getur átt í samskiptum, unnið, skapað og stofnandinn bindur vonir við að sýndarheimurinn komi til með að búa til milljónir nýrra stafa á næstu árum. Zuckerberg sér fyrir sér að fólk verði þannig virkir þátttakendur í stað þess að horfa á skjá eins og tíðkast, hver í sínu lagi. Stofnandinn segir að gamla nafn fyrirtækisins endurspegli áherslur fyrirtækisins ekki lengur: „Nú er litið á okkur sem samfélagsmiðlafyrirtæki, en kjarni okkar er fyrirtæki sem smíðar tækni sem tengir fólk saman,“ segir Zuckerberg. Tilkynningin kemur á viðkvæmum tíma fyrir fyrirtækið en fyrrum starfsmaður fyrirtækisins steig fram nýlega, og sagði stjórnendur samfélagsmiðlarisans hafa virt að vettugi ábendingar um að forrit Facebook væru skaðleg börnum og ælu á sundrung.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Meta Tengdar fréttir Facebook veðjar á nýjan sýndarheim Allt að tíu þúsund störf eiga að skapast innan ríkja Evrópusambandsins á næstu fimm árum í tengslum við þróun samfélagsmiðlarisans Facebook á nýjum sýndarheimi. Þar eiga notendur að geta leikið sér, unnið og haft samskipti í sýndarveruleika. 18. október 2021 11:28 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Facebook veðjar á nýjan sýndarheim Allt að tíu þúsund störf eiga að skapast innan ríkja Evrópusambandsins á næstu fimm árum í tengslum við þróun samfélagsmiðlarisans Facebook á nýjum sýndarheimi. Þar eiga notendur að geta leikið sér, unnið og haft samskipti í sýndarveruleika. 18. október 2021 11:28
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent