Ekkert íþróttahús í Laugardal Björn Kristjánsson skrifar 29. október 2021 08:30 Þétting byggðar er einn af lyklunum að farsælli þróun borga. Með henni fæst lifandi borgarumhverfi, fjölbreyttari og öflugri þjónusta í nærumhverfi, minni bílaumferð, bætt loftgæði og þannig einfaldara og heilbrigðara hversdagslíf borgaranna. Þann 27. október birtist í Fréttablaðinu grein eftir Pawel Bartoszek borgarfulltrúa undir fyrirsögninni „Þétting styrkir innviði“. Í greininni reifar fulltrúinn kosti þéttingar byggðar og þróun íbúafjölda og þjónustu í ýmsum hverfum borgarinnar. Þar lætur borgarfulltrúinn að því liggja að innviðir þróist með, því sem næst, sjálfbærum hætti, eins og vöðvi sem vex og rýrnar eftir því hvort hann fái þjálfun eða ekki; „ef engin börn eru eftir til að æfa handbolta, þá hættir handboltadeildin.“ Sama dag var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í viðtali í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann sagði að uppbygging á ákveðnum svæðum innan borgarmarkanna gæti ekki hafist fyrr en innviðir væru tiltækir til að anna þörfum íbúanna. Hvort sem innviðir fylgja eins og spenntur vöðvi í kjölfar uppbyggingarinnar eða eru forsenda hennar er ljóst að þeir hafa víða látið bíða eftir sér. Í hverfinu umhverfis Laugardalinn blasir nú við hryggðarmynd þar sem þéttingarstefnu borgarinnar hafa ekki fylgt nauðsynlegir innviðir. Íbúar hverfisins hafa endurnýjast hratt á síðustu árum með tilheyrandi barnafjölda og er hverfið nú orðið eitt hið fjölmennasta í borginni. Auk þess hefur mikill fjöldi íbúða risið á þéttingarreitum svo fyrirséð er að vandinn muni einungis aukast á næstu árum ef ekki verður brugðist hratt við. Fjöldi nemenda í grunnskólum hverfisins hefur aukist um allt að 40% á síðustu 10 árum og mun aukast enn frekar þegar hundruð íbúða sem eru í byggingu innan hverfisins fyllast af lífi. Skólar hverfisins eru löngu sprungnir og engar áætlanir eru fyrirliggjandi um viðbótarhúsnæði við þá. Börnin í Laugardalnum skortir þó ekki bara skólahúsnæði heldur eru aðstæður til íþróttaiðkunar verulega bágbornar. Aðstaðan er hvergi nærri nóg til að anna kennslu í skólaíþróttum og þaðan af síður metnaðarfullu starfi íþróttafélaga hverfisins. Í dag er Körfuknattleiksdeild Ármanns sú fjölmennasta í Reykjavík. Um 400 iðkendum félagsins er gert að stunda sína íþrótt í 60-80 ára gömlum leikfimisölum sem eru á stærð við badmintonvöll. Eldri iðkendur þurfa að fara út fyrir hverfið til að sækja sínar æfingar með tilheyrandi skutli, rútuferðum, mengun og tímasóun. Knattspyrnufélagið Þróttur reynir með herkjum að halda úti blakdeild og handknattleiksdeild en fær takmarkaða aðstöðu til þess innan hverfis. Blakdeild félagsins þarf að beina iðkendum sínum alla leið upp í Kópavog á meðan handknattleiksdeild félagsins getur einungis boðið upp á æfingar upp að 5. flokki vegna aðstöðuleysis. Það æfir enginn handbolta ef það er ekkert íþróttahús til að æfa handbolta í. Vandi íþróttafélaganna í Laugardal og aðstöðuleysi barna til íþróttaiðkunar í hverfinu er endurtekið efni þar sem ný kynslóð Laugdælinga elst nú upp við að þurfa að sækja æfingar út fyrir sitt heimahverfi. Þessi mál verða hvorki leyst með þjóðarhöll né nýju gólfi í hina 60 ára gömlu Laugardalshöll. Börn í Laugardalnum eiga rétt á því að sitja við sama borð og önnur börn í Reykjavík þegar kemur að íþróttaiðkun og eiga ekki að þurfa að gjalda þess að búa í námunda við þjóðarhöll sem verður mögulega einhvern tímann byggð. Það þarf að reisa íþróttahús í Laugardalnum fyrir íþróttaiðkendur í Laugardal. Þéttingu byggðar í Laugardal hafa ekki fylgt þeir nauðsynlegu innviðir sem þarf til að anna og sinna ört fjölgandi íbúum hverfisins. Innviðir verða ekki til í tómarúmi og í Laugardalnum voru þeir svo sannarlega ekki komnir áður en uppbygging hófst. Uppbygging innviða er pólitísk ákvörðun og ábyrgð sem borgarfulltrúar meirihlutans í Reykjavík verða að taka og axla. Höfundur er foreldri í Laugardal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þétting byggðar er einn af lyklunum að farsælli þróun borga. Með henni fæst lifandi borgarumhverfi, fjölbreyttari og öflugri þjónusta í nærumhverfi, minni bílaumferð, bætt loftgæði og þannig einfaldara og heilbrigðara hversdagslíf borgaranna. Þann 27. október birtist í Fréttablaðinu grein eftir Pawel Bartoszek borgarfulltrúa undir fyrirsögninni „Þétting styrkir innviði“. Í greininni reifar fulltrúinn kosti þéttingar byggðar og þróun íbúafjölda og þjónustu í ýmsum hverfum borgarinnar. Þar lætur borgarfulltrúinn að því liggja að innviðir þróist með, því sem næst, sjálfbærum hætti, eins og vöðvi sem vex og rýrnar eftir því hvort hann fái þjálfun eða ekki; „ef engin börn eru eftir til að æfa handbolta, þá hættir handboltadeildin.“ Sama dag var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í viðtali í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann sagði að uppbygging á ákveðnum svæðum innan borgarmarkanna gæti ekki hafist fyrr en innviðir væru tiltækir til að anna þörfum íbúanna. Hvort sem innviðir fylgja eins og spenntur vöðvi í kjölfar uppbyggingarinnar eða eru forsenda hennar er ljóst að þeir hafa víða látið bíða eftir sér. Í hverfinu umhverfis Laugardalinn blasir nú við hryggðarmynd þar sem þéttingarstefnu borgarinnar hafa ekki fylgt nauðsynlegir innviðir. Íbúar hverfisins hafa endurnýjast hratt á síðustu árum með tilheyrandi barnafjölda og er hverfið nú orðið eitt hið fjölmennasta í borginni. Auk þess hefur mikill fjöldi íbúða risið á þéttingarreitum svo fyrirséð er að vandinn muni einungis aukast á næstu árum ef ekki verður brugðist hratt við. Fjöldi nemenda í grunnskólum hverfisins hefur aukist um allt að 40% á síðustu 10 árum og mun aukast enn frekar þegar hundruð íbúða sem eru í byggingu innan hverfisins fyllast af lífi. Skólar hverfisins eru löngu sprungnir og engar áætlanir eru fyrirliggjandi um viðbótarhúsnæði við þá. Börnin í Laugardalnum skortir þó ekki bara skólahúsnæði heldur eru aðstæður til íþróttaiðkunar verulega bágbornar. Aðstaðan er hvergi nærri nóg til að anna kennslu í skólaíþróttum og þaðan af síður metnaðarfullu starfi íþróttafélaga hverfisins. Í dag er Körfuknattleiksdeild Ármanns sú fjölmennasta í Reykjavík. Um 400 iðkendum félagsins er gert að stunda sína íþrótt í 60-80 ára gömlum leikfimisölum sem eru á stærð við badmintonvöll. Eldri iðkendur þurfa að fara út fyrir hverfið til að sækja sínar æfingar með tilheyrandi skutli, rútuferðum, mengun og tímasóun. Knattspyrnufélagið Þróttur reynir með herkjum að halda úti blakdeild og handknattleiksdeild en fær takmarkaða aðstöðu til þess innan hverfis. Blakdeild félagsins þarf að beina iðkendum sínum alla leið upp í Kópavog á meðan handknattleiksdeild félagsins getur einungis boðið upp á æfingar upp að 5. flokki vegna aðstöðuleysis. Það æfir enginn handbolta ef það er ekkert íþróttahús til að æfa handbolta í. Vandi íþróttafélaganna í Laugardal og aðstöðuleysi barna til íþróttaiðkunar í hverfinu er endurtekið efni þar sem ný kynslóð Laugdælinga elst nú upp við að þurfa að sækja æfingar út fyrir sitt heimahverfi. Þessi mál verða hvorki leyst með þjóðarhöll né nýju gólfi í hina 60 ára gömlu Laugardalshöll. Börn í Laugardalnum eiga rétt á því að sitja við sama borð og önnur börn í Reykjavík þegar kemur að íþróttaiðkun og eiga ekki að þurfa að gjalda þess að búa í námunda við þjóðarhöll sem verður mögulega einhvern tímann byggð. Það þarf að reisa íþróttahús í Laugardalnum fyrir íþróttaiðkendur í Laugardal. Þéttingu byggðar í Laugardal hafa ekki fylgt þeir nauðsynlegu innviðir sem þarf til að anna og sinna ört fjölgandi íbúum hverfisins. Innviðir verða ekki til í tómarúmi og í Laugardalnum voru þeir svo sannarlega ekki komnir áður en uppbygging hófst. Uppbygging innviða er pólitísk ákvörðun og ábyrgð sem borgarfulltrúar meirihlutans í Reykjavík verða að taka og axla. Höfundur er foreldri í Laugardal
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar