Við lýsum yfir stuðningi við djarfar aðgerðir Árni Oddur Þórðarson, Birna Einarsdóttir, Margrét Kristmannsdóttir, Margrét Pétursdóttir, Sæmundur Sæmundsson og Ægir Már Þórisson skrifa 1. nóvember 2021 08:31 Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun samtímans og krefjast þess að við drögum fram það besta í samskiptum og hugviti. Ef við ætlum að eiga möguleika á að snúa ógnvænlegri þróun við og byggja sjálfbært hagkerfi til framtíðar, þurfa einkageirinn og opinberi geirinn að leggjast á eitt og við þurfum að bregðast hratt við. Við undirrituð lýsum yfir stuðningi við að stjórnvöld setji sér hið fyrsta djörf markmið til lengri tíma til að ná loftslagsmarkmiðum Parísarssamkomulagsins. Þessum markmiðum þarf að fylgja skýr aðgerðaráætlun, með skýrum millimarkmiðum fyrir árið 2030. Hlýnun hraðari en áætlað var Parísarsamkomulagið miðar við að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 2°C, helst undir 1,5°C miðað við hitastig fyrir iðnvæðingu. Nýleg skýrsla IPCC, sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna, sýnir hins vegar að hlýnunin, með öllum sínum afleiðingum á veðurkerfi og vistkerfi jarðar, sé að eiga sér stað hraðar en áætlað var. Útlit er fyrir að hlýnunin verði 1,5°C til 1,6°C á innan við næstu tuttugu árum. Kerfislægar breytingar kalla á kerfislæg viðbrögð Við hvetjum stjórnvöld til virkrar samvinnu og samtals um þær flóknu, kerfislægu, alþjóðlegu og kostnaðarsömu aðgerðir sem loftslagsváin krefur okkur um. Loftslagsváin þekkir ekki landamæri og því er mikilvægt að Ísland marki sér skýra stefnu í þessum málum. Ekki aðeins hafa loftslagsbreytingar áhrif á veðurkerfi okkar, jörð, loft og hafið í kringum Ísland. Heldur kallar loftslagsógnin á stórfelldar breytingar á kerfum, neysluhegðun og lifnaðarháttum jarðarbúa. Það þýðir að þær vörur, hugvit og þekking sem hér skapast þurfa að þróast í takt við það sem kallað er eftir á evrópskum og alþjóðlegum mörkuðum. Lokamarkmiðið er alltaf að skapa komandi kynslóðum sjálfbæra framtíð. Hlutverk einkageirans að finna út úr því Þjóðir heims hafa undirritað Parísarsamkomulagið og það lýsir samfélagssáttmála sem íbúar jarðar hafa gert með sér. Við áttum okkur á því að yfirvöld eru smeyk við að setja sér djörf markmið til langs tíma. Að þau séu hrædd um að það grafi undan samkeppnishæfni, dragi úr hagvexti og fækki störfum. Okkar skilaboð til yfirvalda eru þau að það er ekki síst hlutverk einkageirans að finna út úr því og koma málum þannig fyrir að áskoranir verði að tækifærum. Hagkerfi framtíðarinnar Við erum forstjórar og framkvæmdastjórar í íslensku og alþjóðlegu viðskiptalífi og við áttum okkur á því að stærstur hluti fjárfestinga í umbreytingunni yfir í lágkolefnamarkað og hringrásarhagkerfi kemur frá einkageiranum. Við áttum okkur líka á því að í þessari þróun felast gríðarleg tækifæri. Að einu viðskiptatækifærin framundan eru að finna í grænu, lágkolefna og sjálfbæru hagkerfi. Annað er léleg áhættustjórnun og lélegt viðskiptavit. Gerum rétta valið auðvelt Markmiðið okkar allra ætti að vera að gera réttar ákvarðanir auðveldar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir og vondar ákvarðanir erfiðar og dýrar. Breytingarnar framundan eru óhjákvæmilegar. Þær er að finna í náttúrunni, í breyttri upplýsingagjöf um rekstur fyrirtækja og í laga og regluverki sem innleiðing er hafin á. Með því að taka virkan þátt í þessum hröðu breytingum framundan, sköpum við okkur forskot á samkeppnismarkaði. Við höfum alla burði til hreyfa okkur hratt, sýna fordæmi fyrir önnur lönd á sviðum sem við erum sterk á og halda áfram nýsköpun í átt að grænna hagkerfi. Höfum hraðann á Ákvarðanir um aðgerðir í loftslagsmálum þarf að taka af festu, dirfsku og áræðni. Öllum breytingum fylgir sársauki og álag en í þeim felast líka gríðarleg tækifæri til betri framtíðar, ef rétt er á spöðunum haldið. Við hvetjum til öflugs samstarfs milli yfirvalda og atvinnulífsins um þessa mikilvægu þætti. Það samstarf þarf að hefjast strax. Höfundar eru Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Margrét Pétursdóttir, forstjóri EY, Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Eflu og Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorun samtímans og krefjast þess að við drögum fram það besta í samskiptum og hugviti. Ef við ætlum að eiga möguleika á að snúa ógnvænlegri þróun við og byggja sjálfbært hagkerfi til framtíðar, þurfa einkageirinn og opinberi geirinn að leggjast á eitt og við þurfum að bregðast hratt við. Við undirrituð lýsum yfir stuðningi við að stjórnvöld setji sér hið fyrsta djörf markmið til lengri tíma til að ná loftslagsmarkmiðum Parísarssamkomulagsins. Þessum markmiðum þarf að fylgja skýr aðgerðaráætlun, með skýrum millimarkmiðum fyrir árið 2030. Hlýnun hraðari en áætlað var Parísarsamkomulagið miðar við að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 2°C, helst undir 1,5°C miðað við hitastig fyrir iðnvæðingu. Nýleg skýrsla IPCC, sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna, sýnir hins vegar að hlýnunin, með öllum sínum afleiðingum á veðurkerfi og vistkerfi jarðar, sé að eiga sér stað hraðar en áætlað var. Útlit er fyrir að hlýnunin verði 1,5°C til 1,6°C á innan við næstu tuttugu árum. Kerfislægar breytingar kalla á kerfislæg viðbrögð Við hvetjum stjórnvöld til virkrar samvinnu og samtals um þær flóknu, kerfislægu, alþjóðlegu og kostnaðarsömu aðgerðir sem loftslagsváin krefur okkur um. Loftslagsváin þekkir ekki landamæri og því er mikilvægt að Ísland marki sér skýra stefnu í þessum málum. Ekki aðeins hafa loftslagsbreytingar áhrif á veðurkerfi okkar, jörð, loft og hafið í kringum Ísland. Heldur kallar loftslagsógnin á stórfelldar breytingar á kerfum, neysluhegðun og lifnaðarháttum jarðarbúa. Það þýðir að þær vörur, hugvit og þekking sem hér skapast þurfa að þróast í takt við það sem kallað er eftir á evrópskum og alþjóðlegum mörkuðum. Lokamarkmiðið er alltaf að skapa komandi kynslóðum sjálfbæra framtíð. Hlutverk einkageirans að finna út úr því Þjóðir heims hafa undirritað Parísarsamkomulagið og það lýsir samfélagssáttmála sem íbúar jarðar hafa gert með sér. Við áttum okkur á því að yfirvöld eru smeyk við að setja sér djörf markmið til langs tíma. Að þau séu hrædd um að það grafi undan samkeppnishæfni, dragi úr hagvexti og fækki störfum. Okkar skilaboð til yfirvalda eru þau að það er ekki síst hlutverk einkageirans að finna út úr því og koma málum þannig fyrir að áskoranir verði að tækifærum. Hagkerfi framtíðarinnar Við erum forstjórar og framkvæmdastjórar í íslensku og alþjóðlegu viðskiptalífi og við áttum okkur á því að stærstur hluti fjárfestinga í umbreytingunni yfir í lágkolefnamarkað og hringrásarhagkerfi kemur frá einkageiranum. Við áttum okkur líka á því að í þessari þróun felast gríðarleg tækifæri. Að einu viðskiptatækifærin framundan eru að finna í grænu, lágkolefna og sjálfbæru hagkerfi. Annað er léleg áhættustjórnun og lélegt viðskiptavit. Gerum rétta valið auðvelt Markmiðið okkar allra ætti að vera að gera réttar ákvarðanir auðveldar fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir og vondar ákvarðanir erfiðar og dýrar. Breytingarnar framundan eru óhjákvæmilegar. Þær er að finna í náttúrunni, í breyttri upplýsingagjöf um rekstur fyrirtækja og í laga og regluverki sem innleiðing er hafin á. Með því að taka virkan þátt í þessum hröðu breytingum framundan, sköpum við okkur forskot á samkeppnismarkaði. Við höfum alla burði til hreyfa okkur hratt, sýna fordæmi fyrir önnur lönd á sviðum sem við erum sterk á og halda áfram nýsköpun í átt að grænna hagkerfi. Höfum hraðann á Ákvarðanir um aðgerðir í loftslagsmálum þarf að taka af festu, dirfsku og áræðni. Öllum breytingum fylgir sársauki og álag en í þeim felast líka gríðarleg tækifæri til betri framtíðar, ef rétt er á spöðunum haldið. Við hvetjum til öflugs samstarfs milli yfirvalda og atvinnulífsins um þessa mikilvægu þætti. Það samstarf þarf að hefjast strax. Höfundar eru Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Margrét Pétursdóttir, forstjóri EY, Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Eflu og Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar