Hörður hlaut sekt vegna mannsins sem rekinn var af Hlíðarenda Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2021 11:30 Hörður fagnaði sigri gegn ungmennaliði Vals eftir að mikið hafði gengið á á Hlíðarenda. Getty Aganefnd HSÍ hefur sektað handknattleiksdeild Harðar vegna „vítaverðrar framkomu“ manns sem vísað var út úr Origo-höllinni að Hlíðarenda 15. október. Maðurinn var á meðal áhorfenda á leik Harðar og ungmennaliðs Vals, í Grill 66-deildinni, þar sem Hörður vann þriggja marka sigur, 29-26. Sýndi hann af sér ósæmilega framkomu í garð dómara og sjálfboðaliða með hrópum og köllum. Orðaval á upptöku sýni að maðurinn hafi verið á vegum Harðar Samkvæmt úrskurði aganefndar fær Hörður 25.000 króna sekt. Nefndin safnaði upplýsingum og nýtti meðal annars myndbandsupptöku af leiknum við sína ákvörðun. Í úrskurðinum segir: „Af fyrirliggjandi gögnum málsins er ljóst að hlutaðeigandi aðili var á vegum handknattleiksdeildar Harðar, en orðaval hans á fyrrgreindri myndabandsupptöku rennir enn frekari stoðum undir það. Þó aðilum beri ekki saman um málsatvik, þá er hafið yfir vafa að mati aganefndar, að það orðfæri sem var viðhaft og lýst í skýrslu dómara, og heyrist að hluta til á fyrirliggjandi myndbandsupptöku, teljist vítaverð framkoma gagnvart starfsmönnum leiksins.“ Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Harðar, sagði við Vísi eftir að aganefnd ákvað að taka málið fyrir að sér þætti „furðulegt“ ef að málið leiddi til refsingar fyrir félagið. Ekki hafi verið um forsvarsmann Harðar að ræða heldur stuðningsmann. Mat aganefndar er annað. Ragnar sagði manninum hafa orðið heitt í hamsi í seinni hálfleik, meðal annars vegna þess að tónlist hefði verið spiluð á Hlíðarenda þegar leikurinn var í gangi, þegar leikmenn Harðar hófu sóknir sínar. „Það var pínu hiti í mönnum þegar það var kvartað undan starfsmönnum hússins. Kannski hefðu menn mátt gera það öðruvísi en það var hiti og mikil spenna í leiknum,“ sagði Ragnar. Handbolti Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Sjá meira
Maðurinn var á meðal áhorfenda á leik Harðar og ungmennaliðs Vals, í Grill 66-deildinni, þar sem Hörður vann þriggja marka sigur, 29-26. Sýndi hann af sér ósæmilega framkomu í garð dómara og sjálfboðaliða með hrópum og köllum. Orðaval á upptöku sýni að maðurinn hafi verið á vegum Harðar Samkvæmt úrskurði aganefndar fær Hörður 25.000 króna sekt. Nefndin safnaði upplýsingum og nýtti meðal annars myndbandsupptöku af leiknum við sína ákvörðun. Í úrskurðinum segir: „Af fyrirliggjandi gögnum málsins er ljóst að hlutaðeigandi aðili var á vegum handknattleiksdeildar Harðar, en orðaval hans á fyrrgreindri myndabandsupptöku rennir enn frekari stoðum undir það. Þó aðilum beri ekki saman um málsatvik, þá er hafið yfir vafa að mati aganefndar, að það orðfæri sem var viðhaft og lýst í skýrslu dómara, og heyrist að hluta til á fyrirliggjandi myndbandsupptöku, teljist vítaverð framkoma gagnvart starfsmönnum leiksins.“ Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Harðar, sagði við Vísi eftir að aganefnd ákvað að taka málið fyrir að sér þætti „furðulegt“ ef að málið leiddi til refsingar fyrir félagið. Ekki hafi verið um forsvarsmann Harðar að ræða heldur stuðningsmann. Mat aganefndar er annað. Ragnar sagði manninum hafa orðið heitt í hamsi í seinni hálfleik, meðal annars vegna þess að tónlist hefði verið spiluð á Hlíðarenda þegar leikurinn var í gangi, þegar leikmenn Harðar hófu sóknir sínar. „Það var pínu hiti í mönnum þegar það var kvartað undan starfsmönnum hússins. Kannski hefðu menn mátt gera það öðruvísi en það var hiti og mikil spenna í leiknum,“ sagði Ragnar.
Handbolti Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti