Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fjölnir 74-84 | Fjölnir lagði Íslandsmeistarana í framlengdum leik Dagur Lárusson skrifar 3. nóvember 2021 20:20 Sanja Orozovic var stigahæst í liði Fjölnis í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Skeinuhætt lið Fjölnis lagði Íslandsmeistara Vals í framlengdum leik á Hlíðarenda í kvöld er liðin mættust í Subway-deild kvenna í körfubolta, lokatölur 74-84. Fyrir leikinn var Valur með átta stig í þriðja sæti deildarinnar á meðan Fjölnir var í fimmta sætinu með sex stig. Þessi var leikur var jafn frá upphafi til enda en til að byrja með var Fjölnir yfirleitt með tveggja til þriggja stiga forystu. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 13-15 fyrir Fjölni. Annar leikhluti spilaðist mjög svipað og sá fyrstu en Valur náði þó að jafna metin nokkrum sinnum eins og í stöðunni 28-28 og 31-31. En það var svo Fjölnir sem fór með forystuna í hálfleikinn, 35-38. Fjölnir byrjaði seinni hálfleikinn á sama máta og var með forystuna þar til um tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhluta en þá hrökk Valur í gang og tók forystuna í fyrsta sinn í leiknum en staðan var þá 48-46. Síðasti leikhlutinn var svo æsispennandi þar sem Valur var meira og minna með forystuna alveg þar til í blálokin. Í blálokin, eða þegar um níu sekúndur voru eftir, fékk Iva boltann rétt fyrir utan teig, lék á leikmann Vals og setti niður þriggja stiga skot sem tryggði Fjölni framlengingu. Í framlengingunni léku liðsmenn Fjölnis á alls oddi og þá sérstaklega þær Sanja Orozovic og Aliyah Daija. Sanja byrjaði framlengingu með því að taka leikinn í sínar eigin hendur og gerði sér lítið fyrir og setti niður þrjá tvista í röð án þess að Valur náði að svara og gaf það tóninn fyrir restina af framlengingunni. Skyndilega var Fjölnir komið með tíu stiga forystu og voru liðsmenn Vals búnir að gefast upp. Lokatölur voru 74-84 og því fjórði sigur Fjölnis í deildinni staðreynd. Af hverju vann Fjölnir? Fjölnir virtist hafa meiri orku og meiri stemningu í framlengingunni. Sanja og Aliyah fóru á kostum og má segja að þær hafi verið munurinn á liðunum undir lokin og það sem skar úr um leikinn. Hverjar stóðu upp úr? Sanja Orozovic var frábær allan leikinn sem og Aliyah undir lokin. Aliyah spilaði fárveik allan leikinn en fyrir leikinn var hún, að sögn þjálfara síns, búin að æla stanslaust og því þurfti hún að bíta á jaxlinn í leiknum og hún gerði það svo sannarlega. Ameryst Alston var einnig frábær í liði Vals en hún var stigahæst í leiknum með 31 stig. Hvað fór illa? Það var ekki mikið sem fór illa hjá liðunum ef maður lítur yfir allan leikinn en Ólafur, þjálfari Vals, sagði í viðtali eftir leik að hann hafi ekki verið sáttur með spilamennsku síns liðs í framlengingunni.. Hvað gerist næst? Næsti leikur Fjölnis er gegn Breiðablik þann 21.nóvember en næsti leikur Vals verður gegn Grindavík sama dag. Halldór Karl: Góður sigur fyrir okkur Halldór Karl Þórsson talar við sína leikmenn.Vísir/Hulda Margrét ,,Ég er auðvitað sáttur með að hafa unnið þennan leik og geta farið inn í þetta hlé með smá meðbyr, hafa unnið fjóra af sex er bara flott. Efstu liðin hafa verið að vinna alla sína leiki þannig þetta var hrikalega góður sigur fyrir okkur,” byrjaði Halldór Karl, þjálfari Fjölnis, á að segja eftir leik. Halldór fór yfir spilamennsku síns liðs í viðtalinu ásamt því að segja frá því að leikmaður hans, Aliyah Daija, hafi í raun verið fárveik. ,,Mér fannst við vera svolítið lengi að finna taktinn í byrjun leiks. Ég man fyrir leik að ég sagði í viðtali við þig að þær væru allar hraustar og flottar en síðan frétti ég af því að Alyiah væri í raun fárveik og væri búin að vera að æla á fullu. En það sást algjörlega að hún var engan vegin hún sjálf megnið af leiknum. En burtséð frá þessu vandamáli þá fannst mér við spila flottan varnaleik á köflum en stundum vorum við að leyfa þeim að hlaða inn á miðjuna of mikið,” hélt Halldór áfram. Í framlengingunni var Fjölnir með yfirhöndina og tryggði sér sigurinn að lokum með frábærri frammistöðu frá leikmönnum eins og Sönju og Aliyah. ,,Virkilega ánægður með framlenginguna, stemningin var hjá okkur og við nýttum okkur það,” endaði Halldór á að segja. Ólafur Jónas: Við urðum hikandi í framlengingunni Ólafur Jónas á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn ,,Þetta er rosalega súrt fyrst og fremst. Við vorum einhverjum níu eða tíu stigum yfir þegar skammt var eftir af leiknum en við missum það niður sem er mjög svekkjandi,” byrjaði Ólafur á að segja. ,,Í framlengingunni fara þær í einhvers konar svæðisvörn og rugla aðeins í okkur og í raun kláruðu okkur og ég er því ósáttur með það hvað við urðum hikandi þegar það gerðist.” Ólafur var ekki alveg klár á því hvað það var sem varð til þess að framlengingin spilaðist eins og hún spilaðist en hann vildi meina að þær hafi verið með stemninguna með sér eftir að hafa jafnað undir blálokin. ,,Það er oft þannig að liðið sem tryggir sér framlenginguna og skorar síðan fyrsta stigið í framlengingunni er með stemninguna með sér og það virtist vera raunin hér í kvöld. Þær eiga hrós skilið, þær kláruðu okkur og tóku sigurinn að lokum,”endaði Ólafur á að segja. Subway-deild kvenna Valur Fjölnir
Skeinuhætt lið Fjölnis lagði Íslandsmeistara Vals í framlengdum leik á Hlíðarenda í kvöld er liðin mættust í Subway-deild kvenna í körfubolta, lokatölur 74-84. Fyrir leikinn var Valur með átta stig í þriðja sæti deildarinnar á meðan Fjölnir var í fimmta sætinu með sex stig. Þessi var leikur var jafn frá upphafi til enda en til að byrja með var Fjölnir yfirleitt með tveggja til þriggja stiga forystu. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 13-15 fyrir Fjölni. Annar leikhluti spilaðist mjög svipað og sá fyrstu en Valur náði þó að jafna metin nokkrum sinnum eins og í stöðunni 28-28 og 31-31. En það var svo Fjölnir sem fór með forystuna í hálfleikinn, 35-38. Fjölnir byrjaði seinni hálfleikinn á sama máta og var með forystuna þar til um tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhluta en þá hrökk Valur í gang og tók forystuna í fyrsta sinn í leiknum en staðan var þá 48-46. Síðasti leikhlutinn var svo æsispennandi þar sem Valur var meira og minna með forystuna alveg þar til í blálokin. Í blálokin, eða þegar um níu sekúndur voru eftir, fékk Iva boltann rétt fyrir utan teig, lék á leikmann Vals og setti niður þriggja stiga skot sem tryggði Fjölni framlengingu. Í framlengingunni léku liðsmenn Fjölnis á alls oddi og þá sérstaklega þær Sanja Orozovic og Aliyah Daija. Sanja byrjaði framlengingu með því að taka leikinn í sínar eigin hendur og gerði sér lítið fyrir og setti niður þrjá tvista í röð án þess að Valur náði að svara og gaf það tóninn fyrir restina af framlengingunni. Skyndilega var Fjölnir komið með tíu stiga forystu og voru liðsmenn Vals búnir að gefast upp. Lokatölur voru 74-84 og því fjórði sigur Fjölnis í deildinni staðreynd. Af hverju vann Fjölnir? Fjölnir virtist hafa meiri orku og meiri stemningu í framlengingunni. Sanja og Aliyah fóru á kostum og má segja að þær hafi verið munurinn á liðunum undir lokin og það sem skar úr um leikinn. Hverjar stóðu upp úr? Sanja Orozovic var frábær allan leikinn sem og Aliyah undir lokin. Aliyah spilaði fárveik allan leikinn en fyrir leikinn var hún, að sögn þjálfara síns, búin að æla stanslaust og því þurfti hún að bíta á jaxlinn í leiknum og hún gerði það svo sannarlega. Ameryst Alston var einnig frábær í liði Vals en hún var stigahæst í leiknum með 31 stig. Hvað fór illa? Það var ekki mikið sem fór illa hjá liðunum ef maður lítur yfir allan leikinn en Ólafur, þjálfari Vals, sagði í viðtali eftir leik að hann hafi ekki verið sáttur með spilamennsku síns liðs í framlengingunni.. Hvað gerist næst? Næsti leikur Fjölnis er gegn Breiðablik þann 21.nóvember en næsti leikur Vals verður gegn Grindavík sama dag. Halldór Karl: Góður sigur fyrir okkur Halldór Karl Þórsson talar við sína leikmenn.Vísir/Hulda Margrét ,,Ég er auðvitað sáttur með að hafa unnið þennan leik og geta farið inn í þetta hlé með smá meðbyr, hafa unnið fjóra af sex er bara flott. Efstu liðin hafa verið að vinna alla sína leiki þannig þetta var hrikalega góður sigur fyrir okkur,” byrjaði Halldór Karl, þjálfari Fjölnis, á að segja eftir leik. Halldór fór yfir spilamennsku síns liðs í viðtalinu ásamt því að segja frá því að leikmaður hans, Aliyah Daija, hafi í raun verið fárveik. ,,Mér fannst við vera svolítið lengi að finna taktinn í byrjun leiks. Ég man fyrir leik að ég sagði í viðtali við þig að þær væru allar hraustar og flottar en síðan frétti ég af því að Alyiah væri í raun fárveik og væri búin að vera að æla á fullu. En það sást algjörlega að hún var engan vegin hún sjálf megnið af leiknum. En burtséð frá þessu vandamáli þá fannst mér við spila flottan varnaleik á köflum en stundum vorum við að leyfa þeim að hlaða inn á miðjuna of mikið,” hélt Halldór áfram. Í framlengingunni var Fjölnir með yfirhöndina og tryggði sér sigurinn að lokum með frábærri frammistöðu frá leikmönnum eins og Sönju og Aliyah. ,,Virkilega ánægður með framlenginguna, stemningin var hjá okkur og við nýttum okkur það,” endaði Halldór á að segja. Ólafur Jónas: Við urðum hikandi í framlengingunni Ólafur Jónas á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn ,,Þetta er rosalega súrt fyrst og fremst. Við vorum einhverjum níu eða tíu stigum yfir þegar skammt var eftir af leiknum en við missum það niður sem er mjög svekkjandi,” byrjaði Ólafur á að segja. ,,Í framlengingunni fara þær í einhvers konar svæðisvörn og rugla aðeins í okkur og í raun kláruðu okkur og ég er því ósáttur með það hvað við urðum hikandi þegar það gerðist.” Ólafur var ekki alveg klár á því hvað það var sem varð til þess að framlengingin spilaðist eins og hún spilaðist en hann vildi meina að þær hafi verið með stemninguna með sér eftir að hafa jafnað undir blálokin. ,,Það er oft þannig að liðið sem tryggir sér framlenginguna og skorar síðan fyrsta stigið í framlengingunni er með stemninguna með sér og það virtist vera raunin hér í kvöld. Þær eiga hrós skilið, þær kláruðu okkur og tóku sigurinn að lokum,”endaði Ólafur á að segja.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum