Tvö norðurlönd bætast í bandalag Danmerkur gegn olíu- og gasvinnslu en ekki Ísland Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 15:52 Gamlir og ónotaðir olíuborpallar í Cromarty-firði í Skotlandi. Skoska heimastjórnin á í viðræðum við BOGA. Bresk stjórnvöld gefa þó út leitar- og vinnsluleyfi undan ströndum Skotlands þar sem mest af vinnslu Breta fer fram. Vísir/EPA Fimm þjóðir og eitt kanadískt fylki gekk í bandalag Danmerkur og Kosta Ríka um að stöðva frekari olíu- og gasvinnslu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í dag. Ekkert af stóru olíuframleiðsluríkjunum tekur þátt í bandalaginu. Ríkisstjórnir Danmerkur og Kosta Ríka kynntu Handan við olíu og gas bandalagið (BOGA) í sumar. Markmið þess er að takmarka olíu- og gasframleiðslu í samræmi við það sem þarf til að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Láta þarf nær allar þekktar olíu- og gaslindir ósnertar ef hnattræn hlýnun á ekki að fara umfram 1,5-2°C. Grænland, Frakkland, Írland, Svíþjóð, Wales og kanadíska fylkið Quebec gekk í bandalagið í dag. Ekkert þeirra er þó sérlega umfangsmikið í framleiðslu á jarðefnaeldsneyti. Ríkin stefna að því að hætta útgáfu nýrra leyfa til leitar og vinnslu á olíu og gasi og banna hana alfarið á endanum. „Metnaður okkar er að þetta verði upphafið að lokum olíu og gass. Við vonum að þetta verði öðrum innblástur,“ segir Dan Jörgensen, danski loftslagsráðherrann. Grænlendingar og Danir eru á meðal þjóða sem hafa þegar samþykkt að hætta að gefa út ný leyfi. Danir ætla auk þess að hætta þeirri vinnslu sem er fyrir á hafsvæði þeirra fyrir árið 2050. Nýja-Sjáland og Kalifornía í Bandaríkjunum fengu hálfa aðild að BOGA í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrrnefnda landið hefur þegar bannað ný leyfi fyrir olíuleit undan ströndum þess en Kalifornía ætlar að hætta olíu- og gasvinnslu fyrir árið 2045. Ríki geta fengið hálfa aðild að BOGA með því að grípa til aðgerða til að takmarka framleiðslu á olíu- og gasi, til dæmis með því að hætta fjármögnun á henni erlendis eða með því að draga úr niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bensín og olía Danmörk Grænland Svíþjóð Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Ríkisstjórnir Danmerkur og Kosta Ríka kynntu Handan við olíu og gas bandalagið (BOGA) í sumar. Markmið þess er að takmarka olíu- og gasframleiðslu í samræmi við það sem þarf til að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Láta þarf nær allar þekktar olíu- og gaslindir ósnertar ef hnattræn hlýnun á ekki að fara umfram 1,5-2°C. Grænland, Frakkland, Írland, Svíþjóð, Wales og kanadíska fylkið Quebec gekk í bandalagið í dag. Ekkert þeirra er þó sérlega umfangsmikið í framleiðslu á jarðefnaeldsneyti. Ríkin stefna að því að hætta útgáfu nýrra leyfa til leitar og vinnslu á olíu og gasi og banna hana alfarið á endanum. „Metnaður okkar er að þetta verði upphafið að lokum olíu og gass. Við vonum að þetta verði öðrum innblástur,“ segir Dan Jörgensen, danski loftslagsráðherrann. Grænlendingar og Danir eru á meðal þjóða sem hafa þegar samþykkt að hætta að gefa út ný leyfi. Danir ætla auk þess að hætta þeirri vinnslu sem er fyrir á hafsvæði þeirra fyrir árið 2050. Nýja-Sjáland og Kalifornía í Bandaríkjunum fengu hálfa aðild að BOGA í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrrnefnda landið hefur þegar bannað ný leyfi fyrir olíuleit undan ströndum þess en Kalifornía ætlar að hætta olíu- og gasvinnslu fyrir árið 2045. Ríki geta fengið hálfa aðild að BOGA með því að grípa til aðgerða til að takmarka framleiðslu á olíu- og gasi, til dæmis með því að hætta fjármögnun á henni erlendis eða með því að draga úr niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Bensín og olía Danmörk Grænland Svíþjóð Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira