Fann aukin lífsgæði í áfengislausum lífsstíl Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. nóvember 2021 07:00 Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Emil Þór Þór Jóhannsson. Aðsent „Ég hef alltaf fundið hvað áfengi fer ekkert sérstaklega vel í mig,“ segir Sylvía Briem Friðjónsdóttir þjálfari og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Normið. „Ég fer alveg vel með það en ég finn að það fer í taugakerfið á mér, “ útskýrir Sylvía um ástæðu þess að hún velur að drekka ekki áfengi. „Ég finn líka að ég næ ekki að vera upp á tíu í því sem ég er að gera og ég er metnaðargjörn. Mig langar að vera upp á tíu í vinnu, skóla, börnunum mínum, vinum, fjölskyldu og öðru. Ég vil ekki að áfengi taki svona mikinn toll af mér.“ Sylvía er markþjálfi og Dale Carnegie þjálfari en er einnig að flytja inn heilsutengdar vörur, meðal annars áfengislausa drykki. „Ég hef alltaf drukkið ótrúlega lítið frá því ég byrjaði að drekka áfengi, jú ég tók alveg unglingaskeið þar sem maður fékk sér aðeins meira og fór á djammið,“ segir Sylvía og hlær. Þarf alltaf að vera vín? Sylvía flytur meðal annars inn drykki sem kallast Töst ásamt eiginmanni sínum Emil Þór Jóhannsson. „Við Emmi drekkum lítið bæði og svo fundum við þetta merki sem er hundrað prósent náttúrulegt freyðandi hvítt te.“ Sylvía segir að Emmi hafi fyrst fundið merkið þegar hann leitaði á netinu að flottu brandi með áfengislausa drykki. „Þetta er ört vaxandi brand sem er ótrúlega skemmtilegt.“ Töst flöskurnar eru seldar í verslunum eins og Krónunni þar sem má nú finna heilu hillurnar undirlagðar áfengislausum bjórum og víni. Sífellt fleiri kjósa áfengislausan lífsstíl. Segir Sylvía að það sé frábært að taka þátt í því að auka úrvalið hér á landi fyrir þá sem drekka ekki áfengi eða drekka lítið af því. „Ég hef aldrei farið í meðferð og hef aldrei átt við vandamál tengt áfengi. Það er svo fyndið að þá finnst fólki oft skrítið að ég kýs að fá mér óáfengt. Mig langar svo að opna hausinn á fólki fyrir því að það þarf ekki alltaf að vera áfengi.“ Sylvía og Emil drekka sjaldan og vildu því prófa að flytja inn áfengislaust vín. Viðbrögðin fóru fram úr þeirra björtustu vonum. Skilur ekki spurningaflóðið Hún segir að oft sé þetta vani hjá fólki, en það ætti samt að vera sjálfsagt að drekka stundum óáfengt vín eða óáfengan bjór inn á milli eða jafnvel drekka bara einstaka sinnum áfengi, án þess að það sé eitthvað tiltökumál. „Af hverju má fólk ekki drekka rauðvín með góðri pítsu og drekka svo ekki áfengi í heilt ár, án þess að þurfa að útskýra það fyrir fólki? Af hverju er verið að spyrja yfir höfuð? Ég vil að við hættum að spyrja svona mikið út í þetta.“ Ertu ekki að drekka? Af hverju ertu ekki að drekka? „Ég vildi óska að þessar spurningar myndu fara út, því fólk er bara að gera það sem þeim langar að gera.“ Góður drykkur í fallegu glasi Algengur misskilningur sé að fólk skemmti sér ekki jafn vel á viðburðum eða við ákveðin tilefni ef það drekkur ekki áfengi á meðan. „Ég er sjálf ótrúlega hress en er örugglega hressust þegar ég er ekki að drekka. Þessi óáfengi lífsstíll er frábær.“ Sylvía segir að sjálf vilji hún oft skála fyrir einhverju eða einfaldlega drekka freyðivín í heitu baði, þá velji hún nánast alltaf óáfengan drykk líkt og Töst. Það var líka ástæðan fyrir því að hún fór fyrst út í það að flytja inn óáfengt freyðivín. „Fólk er oft að gera vel við sig með drykk og það er bara frábært. Mér finnst líka svo gaman að geta verið með góðan drykk og jafnvel í fallegu glasi, vera ekki bara með Kristalinn þegar ég fer út.“ Aukin lífsgæði Það kom þeim skemmtilega á óvart að fólk virðist mikið kaupa drykkina þeirra fyrir brunch mímósur. Hún segir að þetta sé líka reglulega keypt fyrir viðburði eins og barnasturtur (e.babyshowers). „Svo eru margir duglegir við að prófa sig áfram með að gera góða kokteila með þessu. Það er hægt að gera Mojito og alls konar kokteila. Veitingastaðurinn Monkeys er til dæmis kominn með kokteila á matseðilinn sinn sem innihalda Töst.“ Sylvía segir að hún kunni að meta allt við áfengislausan lífsstíl „Maður græðir ekki bara auka daga í vikuna heldur græðir maður ákveðin lífsgæði yfir hvern einasta dag. Þú ert ekki slenaður, þú ert ekki með stress yfir verkefnum sem þú værir vanalega ekki stressaður yfir. Maður er laus við alls konar svona hluti og nær að vera meira á staðnum með fólkinu sínu, í vinnunni og í öllu sem maður er að gera.“ Áfengi og tóbak Heilsa Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
„Ég fer alveg vel með það en ég finn að það fer í taugakerfið á mér, “ útskýrir Sylvía um ástæðu þess að hún velur að drekka ekki áfengi. „Ég finn líka að ég næ ekki að vera upp á tíu í því sem ég er að gera og ég er metnaðargjörn. Mig langar að vera upp á tíu í vinnu, skóla, börnunum mínum, vinum, fjölskyldu og öðru. Ég vil ekki að áfengi taki svona mikinn toll af mér.“ Sylvía er markþjálfi og Dale Carnegie þjálfari en er einnig að flytja inn heilsutengdar vörur, meðal annars áfengislausa drykki. „Ég hef alltaf drukkið ótrúlega lítið frá því ég byrjaði að drekka áfengi, jú ég tók alveg unglingaskeið þar sem maður fékk sér aðeins meira og fór á djammið,“ segir Sylvía og hlær. Þarf alltaf að vera vín? Sylvía flytur meðal annars inn drykki sem kallast Töst ásamt eiginmanni sínum Emil Þór Jóhannsson. „Við Emmi drekkum lítið bæði og svo fundum við þetta merki sem er hundrað prósent náttúrulegt freyðandi hvítt te.“ Sylvía segir að Emmi hafi fyrst fundið merkið þegar hann leitaði á netinu að flottu brandi með áfengislausa drykki. „Þetta er ört vaxandi brand sem er ótrúlega skemmtilegt.“ Töst flöskurnar eru seldar í verslunum eins og Krónunni þar sem má nú finna heilu hillurnar undirlagðar áfengislausum bjórum og víni. Sífellt fleiri kjósa áfengislausan lífsstíl. Segir Sylvía að það sé frábært að taka þátt í því að auka úrvalið hér á landi fyrir þá sem drekka ekki áfengi eða drekka lítið af því. „Ég hef aldrei farið í meðferð og hef aldrei átt við vandamál tengt áfengi. Það er svo fyndið að þá finnst fólki oft skrítið að ég kýs að fá mér óáfengt. Mig langar svo að opna hausinn á fólki fyrir því að það þarf ekki alltaf að vera áfengi.“ Sylvía og Emil drekka sjaldan og vildu því prófa að flytja inn áfengislaust vín. Viðbrögðin fóru fram úr þeirra björtustu vonum. Skilur ekki spurningaflóðið Hún segir að oft sé þetta vani hjá fólki, en það ætti samt að vera sjálfsagt að drekka stundum óáfengt vín eða óáfengan bjór inn á milli eða jafnvel drekka bara einstaka sinnum áfengi, án þess að það sé eitthvað tiltökumál. „Af hverju má fólk ekki drekka rauðvín með góðri pítsu og drekka svo ekki áfengi í heilt ár, án þess að þurfa að útskýra það fyrir fólki? Af hverju er verið að spyrja yfir höfuð? Ég vil að við hættum að spyrja svona mikið út í þetta.“ Ertu ekki að drekka? Af hverju ertu ekki að drekka? „Ég vildi óska að þessar spurningar myndu fara út, því fólk er bara að gera það sem þeim langar að gera.“ Góður drykkur í fallegu glasi Algengur misskilningur sé að fólk skemmti sér ekki jafn vel á viðburðum eða við ákveðin tilefni ef það drekkur ekki áfengi á meðan. „Ég er sjálf ótrúlega hress en er örugglega hressust þegar ég er ekki að drekka. Þessi óáfengi lífsstíll er frábær.“ Sylvía segir að sjálf vilji hún oft skála fyrir einhverju eða einfaldlega drekka freyðivín í heitu baði, þá velji hún nánast alltaf óáfengan drykk líkt og Töst. Það var líka ástæðan fyrir því að hún fór fyrst út í það að flytja inn óáfengt freyðivín. „Fólk er oft að gera vel við sig með drykk og það er bara frábært. Mér finnst líka svo gaman að geta verið með góðan drykk og jafnvel í fallegu glasi, vera ekki bara með Kristalinn þegar ég fer út.“ Aukin lífsgæði Það kom þeim skemmtilega á óvart að fólk virðist mikið kaupa drykkina þeirra fyrir brunch mímósur. Hún segir að þetta sé líka reglulega keypt fyrir viðburði eins og barnasturtur (e.babyshowers). „Svo eru margir duglegir við að prófa sig áfram með að gera góða kokteila með þessu. Það er hægt að gera Mojito og alls konar kokteila. Veitingastaðurinn Monkeys er til dæmis kominn með kokteila á matseðilinn sinn sem innihalda Töst.“ Sylvía segir að hún kunni að meta allt við áfengislausan lífsstíl „Maður græðir ekki bara auka daga í vikuna heldur græðir maður ákveðin lífsgæði yfir hvern einasta dag. Þú ert ekki slenaður, þú ert ekki með stress yfir verkefnum sem þú værir vanalega ekki stressaður yfir. Maður er laus við alls konar svona hluti og nær að vera meira á staðnum með fólkinu sínu, í vinnunni og í öllu sem maður er að gera.“
Áfengi og tóbak Heilsa Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira