Drögum úr kostnaði heilbrigðiskerfisins með forvörnum Jóhann Steinar Ingimundarson og Haukur Valtýsson skrifa 13. nóvember 2021 15:00 Nýtum kraft íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar til að bæta lífsgæði landsmanna með heilbrigðari lífsháttum. Íslenska heilbrigðiskerfið er talið með því betra á Vesturlöndum og þar með heiminum öllum. Iðulega kemur þó fram í fjölmiðlum að álag sé mikið og flæði milli eininga sé ekki með fullnægjandi hætti til að ná fram nauðsynlegri skilvirkni. Íslendingar vilja öflugt heilbrigðiskerfi enda endurspeglast það í því að kerfið tekur til sín stóran hluta af fjárlögum íslenska ríkisins og ákall er um aukin fjárframlög. Hægt er að halda því fram að heilsutengd verkefni og kostnaður vegna þeirra liggi á fleiri stöðum í ríkisrekstrinum en hjá heilbrigðisráðuneytinu einu, s.s. mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Íþrótta-, æskulýðs- og ungmennafélagsstarf, sem heyrir undir mennta- og menningamálaráðuneytið, hefur ætíð haft forvarnir að leiðarljósi í starfi sínu. Við veltum því fyrir okkur hvort það séu ekki tækifæri til þess að efla þessar forvarnir enn frekar til að minnka líkur á að fólk þurfi að leita eftir heilbrigðisþjónustu eða að minnsta kosti seinka því og þar með lækka kostnað heilbrigðiskerfisins. Framtíðin getur orðið betri Margar rannsóknir benda til þess að börn og unglingar hreyfi sig minna en áður. Íslensk börn og ungmenni eru þyngri en jafnaldrar þeirra á hinum Norðurlöndunum og úthald þeirra minna en jafnaldra í samanburðarhópum. Lýðheilsuvísar Landlæknisembættisins og niðurstöður rannsókna sem fyrirtækið Rannsóknir og greining hefur unnið í gegnum árin sýna jafnframt þróun í þessa átt á öllum æviskeiðum. Á sama tíma hefur lífsstílssjúkdómum fjölgað og afleiðingar þeirra geta verið skelfilegar fyrir hlutaðeigandi en auk þess er erfitt og kostnaðarsamt fyrir samfélagið að draga úr neikvæðum afleiðingum þeirra. Einnig eru ýmsar vísbendingar í þá átt að geðheilsu fólks hafi hrakað á síðustu árum. Þetta á ekki síst við um hópa yngra fólks. Sú þróun er ekki ásættanleg því depurð og versnandi geðheilsa draga umtalsvert úr lífsgæðum einstaklinganna. Langan tíma tekur að vinna úr slíkum málum og hefur það einnig áhrif á nærumhverfi þess aðila sem er að vinna úr sínum erfiðleikum. Í stuttu máli má því miður segja að lýðheilsa Íslendinga hafi almennt verið að versna. Því er nauðsynlegt að grípa strax í taumana og til lengri tíma þarf einnig að horfa til aukinna forvarna. Njótum þess að hreyfa okkur saman Lengi hefur verið vitað að hreyfing hefur jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan. Einnig hefur verið sýnt fram á að regluleg og skipulögð hreyfing hefur mikið forvarnargildi. Við hjá UMFÍ höfum m.a. horft til Danmerkur um ýmis mál er varða bætta lýðheilsu. Fyrir nokkrum árum tók íþrótta- og ungmennafélagshreyfingin þar höndum saman við ríkisvaldið til að fjölga þeim sem hreyfa sig reglulega og hvetja þá til að bæta heilsu sína með hreyfingu. Danir hafa verið okkur viss fyrirmynd í þessum efnum. Þar í landi hafa samtök sem eru hliðstæð UMFÍ og Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) gert samkomulag við átta ráðuneyti um skipulagt átak til að fjölga þeim Dönum sem hreyfa sig reglulega og bæta þar með lýðheilsu landsmanna. Ýmsir mælikvarðar eru settir upp, niðurstöður skráðar og unnið úr þeim til þess að meta hvort átakið samræmist markmiðum verkefnisins. Vinnum saman Um allt land eru gríðarlega sterk íþrótta- og ungmennafélög og í gegnum þau er farvegur til að auka þátttöku almennings í íþróttum, þar er þekking og félagsleg umgjörð. Æskilegt væri að fá sem flesta landsmenn til að ganga í félögin og gera þau enn öflugri til að geta þjónað fleirum og betur. Víða er góð aðstaða til íþróttaiðkunar en einnig er á mörgum stöðum aðstaða sem ekki er hefðbundin en gefur fjölbreytta möguleika til að bjóða upp á ýmis konar útfærslur í æfingum og margs konar óhefðbundnum íþróttum í bland við þær hefðbundnu. Þá hafa mörg sveitarfélög komið upp æfingatækjum og aðstöðu utandyra sem er afar jákvætt og þarf að nota og nýta. Saman erum við betri! Bættar forvarnir felast í fræðslu, aukinni hreyfingu á eigin forsendum, heilbrigðara mataræði og fleiri þáttum sem geta stuðlað að bættri líkamlegri og andlegri lýðheilsu. Til að það gangi eftir þarf annars vegar að liggja fyrir ákvörðun einstaklingsins um að bæta sitt eigið líf og hins vegar stuðningur samfélagsins við þá ákvörðun með því að bjóða uppá lausnir til þess að ná þeim markmiðum. Betra líf og heilbrigðara ætti að létta á hluta heilbrigðiskerfisins og þar með draga úr kostnaði þess. Við hvetjum því stjórnvöld til að vinna með íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni að því að bæta lífi í árin og árum í lífið. Það er samfélaginu til góða. Jóhann Steinar Ingimundarson er formaður Ungmennafélags Íslands Haukur Valtýsson er fyrrverandi formaður Ungmennafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtum kraft íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar til að bæta lífsgæði landsmanna með heilbrigðari lífsháttum. Íslenska heilbrigðiskerfið er talið með því betra á Vesturlöndum og þar með heiminum öllum. Iðulega kemur þó fram í fjölmiðlum að álag sé mikið og flæði milli eininga sé ekki með fullnægjandi hætti til að ná fram nauðsynlegri skilvirkni. Íslendingar vilja öflugt heilbrigðiskerfi enda endurspeglast það í því að kerfið tekur til sín stóran hluta af fjárlögum íslenska ríkisins og ákall er um aukin fjárframlög. Hægt er að halda því fram að heilsutengd verkefni og kostnaður vegna þeirra liggi á fleiri stöðum í ríkisrekstrinum en hjá heilbrigðisráðuneytinu einu, s.s. mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Íþrótta-, æskulýðs- og ungmennafélagsstarf, sem heyrir undir mennta- og menningamálaráðuneytið, hefur ætíð haft forvarnir að leiðarljósi í starfi sínu. Við veltum því fyrir okkur hvort það séu ekki tækifæri til þess að efla þessar forvarnir enn frekar til að minnka líkur á að fólk þurfi að leita eftir heilbrigðisþjónustu eða að minnsta kosti seinka því og þar með lækka kostnað heilbrigðiskerfisins. Framtíðin getur orðið betri Margar rannsóknir benda til þess að börn og unglingar hreyfi sig minna en áður. Íslensk börn og ungmenni eru þyngri en jafnaldrar þeirra á hinum Norðurlöndunum og úthald þeirra minna en jafnaldra í samanburðarhópum. Lýðheilsuvísar Landlæknisembættisins og niðurstöður rannsókna sem fyrirtækið Rannsóknir og greining hefur unnið í gegnum árin sýna jafnframt þróun í þessa átt á öllum æviskeiðum. Á sama tíma hefur lífsstílssjúkdómum fjölgað og afleiðingar þeirra geta verið skelfilegar fyrir hlutaðeigandi en auk þess er erfitt og kostnaðarsamt fyrir samfélagið að draga úr neikvæðum afleiðingum þeirra. Einnig eru ýmsar vísbendingar í þá átt að geðheilsu fólks hafi hrakað á síðustu árum. Þetta á ekki síst við um hópa yngra fólks. Sú þróun er ekki ásættanleg því depurð og versnandi geðheilsa draga umtalsvert úr lífsgæðum einstaklinganna. Langan tíma tekur að vinna úr slíkum málum og hefur það einnig áhrif á nærumhverfi þess aðila sem er að vinna úr sínum erfiðleikum. Í stuttu máli má því miður segja að lýðheilsa Íslendinga hafi almennt verið að versna. Því er nauðsynlegt að grípa strax í taumana og til lengri tíma þarf einnig að horfa til aukinna forvarna. Njótum þess að hreyfa okkur saman Lengi hefur verið vitað að hreyfing hefur jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan. Einnig hefur verið sýnt fram á að regluleg og skipulögð hreyfing hefur mikið forvarnargildi. Við hjá UMFÍ höfum m.a. horft til Danmerkur um ýmis mál er varða bætta lýðheilsu. Fyrir nokkrum árum tók íþrótta- og ungmennafélagshreyfingin þar höndum saman við ríkisvaldið til að fjölga þeim sem hreyfa sig reglulega og hvetja þá til að bæta heilsu sína með hreyfingu. Danir hafa verið okkur viss fyrirmynd í þessum efnum. Þar í landi hafa samtök sem eru hliðstæð UMFÍ og Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) gert samkomulag við átta ráðuneyti um skipulagt átak til að fjölga þeim Dönum sem hreyfa sig reglulega og bæta þar með lýðheilsu landsmanna. Ýmsir mælikvarðar eru settir upp, niðurstöður skráðar og unnið úr þeim til þess að meta hvort átakið samræmist markmiðum verkefnisins. Vinnum saman Um allt land eru gríðarlega sterk íþrótta- og ungmennafélög og í gegnum þau er farvegur til að auka þátttöku almennings í íþróttum, þar er þekking og félagsleg umgjörð. Æskilegt væri að fá sem flesta landsmenn til að ganga í félögin og gera þau enn öflugri til að geta þjónað fleirum og betur. Víða er góð aðstaða til íþróttaiðkunar en einnig er á mörgum stöðum aðstaða sem ekki er hefðbundin en gefur fjölbreytta möguleika til að bjóða upp á ýmis konar útfærslur í æfingum og margs konar óhefðbundnum íþróttum í bland við þær hefðbundnu. Þá hafa mörg sveitarfélög komið upp æfingatækjum og aðstöðu utandyra sem er afar jákvætt og þarf að nota og nýta. Saman erum við betri! Bættar forvarnir felast í fræðslu, aukinni hreyfingu á eigin forsendum, heilbrigðara mataræði og fleiri þáttum sem geta stuðlað að bættri líkamlegri og andlegri lýðheilsu. Til að það gangi eftir þarf annars vegar að liggja fyrir ákvörðun einstaklingsins um að bæta sitt eigið líf og hins vegar stuðningur samfélagsins við þá ákvörðun með því að bjóða uppá lausnir til þess að ná þeim markmiðum. Betra líf og heilbrigðara ætti að létta á hluta heilbrigðiskerfisins og þar með draga úr kostnaði þess. Við hvetjum því stjórnvöld til að vinna með íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni að því að bæta lífi í árin og árum í lífið. Það er samfélaginu til góða. Jóhann Steinar Ingimundarson er formaður Ungmennafélags Íslands Haukur Valtýsson er fyrrverandi formaður Ungmennafélags Íslands
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar