Velferð dýra skal alltaf ráða för Sæunn Þóra Þórarinsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 10:31 Á lögbýlinu Lágafelli hefur verið stundaður blóðbúskapur frá árinu 1985, samhliða ræktun hrossa. Óhætt er að segja að sú mynd sem dregin var upp af rekstrinum í umfjöllun fjölmiðla í vikunni, er ekki í neinu samræmi við það sem almennt gengur og gerist í þessum geira. Myndböndin vöktu óhug hjá mér og öðrum þeim bændum sem ég hef rætt við undanfarna daga. Tekið skal sérstaklega fram að Lágafell er hvorki bær nr. 6 eða 38, sem mest af umræddu myndefni kemur frá. Í umræðunni virðist mikils misskilnings gæta um hvernig framkvæmd blóðtöku er á meirihluta þeirra bæja sem stunda blóðbúskap. Ljóst er að langflestir bændur gæta þess í hvívetna að komið sé fram við hrossin þeirra af umhyggju og virðingu. Á Lágafelli fer blóðtaka þannig fram að blóð er tekið úr hryssum á um 10 vikna tímabili á ári, sem hefst alla jafna í ágúst. Utan þess tímabils ganga hrossin laus á svæði sem telur um 350 hektara. Umsjón er þó vitanlega höfð með hrossunum allt árið um kring svo tryggt sé að ekkert ami að þeim og að þau skorti ekkert. Meðal hryssa á búinu gefur af sér um fimm lítra vikulega og í fimm vikur. Áður en blóðtaka er svo framkvæmd eru merarnar blóðmældar af Ísteka/dýralæknum. Séu blóðgildi og -búskapur í lagi, er blóð dregið úr þeim hryssum sem sýna svörun. Þær sem ekki sýna svörun, eru sendar aftur í sýnatöku sem fer fram viku seinna. Þær sem sýna að hormónið sé til staðar gefa blóð. Merarnar eru staðdeyfðar á stungustað af dýralækni áður en blóðtaka hefst. Tryggt er að framkvæmdin sé eins streitulítil og kostur er á og hafa ábúendur á Lágafelli búið svo um hnútana að dýrin séu tamin/vanin við blóðtökuna. Folöld fylgja merum í gegnum þar til gerðar rennur og í blóðtöku, til þess að draga úr álagi á bæði merar og folöld. Í réttinni er búið svo um hnútana að tryggt sé að hrossin geti hvorki valdið sér né öðrum tjóni. Þegar dýrunum er smalað inn í rétt og rennur er beitt áhöldum á borð við 150 cm. plaströrum, til þess að beina hrossunum rétta leið. Vissulega er dýrunum stjakað með áhöldunum en dýrin eru aldrei slegin eða vísvitandi meidd með nokkrum öðrum hætti. Rennur og básar, eru hafðir þröngir, til að minnka álag og streitu og svo þær nái ekki að snúa sér og slasa. Básinn er lokaður að framan, og merin kemur í básinn og tveimur rörum komið fyrir fyrir aftan þær svo þær bakki ekki út úr básnum og lendi við það undir eða yfir rör og beislur og slasi sig. Böndin yfir þær eru eins konar axlabönd, þeim til varnar. Ef hryssa prjónar upp, getur hún rifið úr sér nálina. Böndin og annar búnaður er því hugsaður til þess að verja þær fyrir óþarfa slysum og veita öryggi. Á Lágafelli er regla að við hvern bás stendur alltaf aðili sem fylgist með og róar merarnar á meðan á blóðtöku stendur. Dýralæknir er alltaf á staðnum og hann er tryggir meðferð og öryggi og segir fólki til í réttinni. Árlega fáum við eftirlitsaðila sem fylgjast með holdafari, heilsu og hófum, og högum. Folöldin eru alin upp við það að fylgja mæðrunum í básinn og gegnum rennurnar, spekjast og þekkja umhverfið og mennina og eru yfirleitt tamin í lok tímabils. Dýralæknir er alltaf á staðnum og tryggir, meðferð, öryggi og segir fólki til í réttinni. Árlega koma eftirlitsaðilar frá Ísteka og MAST sem fylgjast með holdafari, heilsu, hófum, og högum. Folöldin eru alin upp við það að fylgja mæðrunum í básinn og gegnum rennurnar. Við það spekjast þau og læra að þekkja umhverfið og mennina í lok tímabils. Ábúendur á Lágafelli treysta sér ekki til að meta aðstæður annarra bænda við blóðtökur, en sannarlega er myndbandið er afar ógeðfellt. Rétt er þó að vekja athygli á því, að einfalt er að búa sögu sem á engan vegin við rök að styðjast, með því að klippa saman efni og setja það í búning til að hrella og hræða fólk. Á Lágafelli, eins og öllum öðrum bóndabæjum á Íslandi, hafa komið upp atvik, þar sem erfitt hefur verið að ráða fram úr, er varða meðferð dýra. Slík atvik þarf hins vegar alltaf að leysa með nærgætni og virðingu fyrir dýrunum. Barsmíðar á dýrum eru algjörlega ólíðandi og það væri óskandi að mál allra bænda sem brjóta lög um velferð dýra nr. 55/2013 yrðu rannsökuð af MAST. Bæði mál blóðbænda og annarra eftirlitsskyldra aðila. Óásættanlegt er með öllu að komið sé fram við dýr með þeim hætti, sem sjá mátti í myndbandinu. Dýravelferð skal ávallt höfð í hávegum þegar unnið er með dýr. Höfundur er bóndi á Lágafelli Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Dýr Landbúnaður Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Á lögbýlinu Lágafelli hefur verið stundaður blóðbúskapur frá árinu 1985, samhliða ræktun hrossa. Óhætt er að segja að sú mynd sem dregin var upp af rekstrinum í umfjöllun fjölmiðla í vikunni, er ekki í neinu samræmi við það sem almennt gengur og gerist í þessum geira. Myndböndin vöktu óhug hjá mér og öðrum þeim bændum sem ég hef rætt við undanfarna daga. Tekið skal sérstaklega fram að Lágafell er hvorki bær nr. 6 eða 38, sem mest af umræddu myndefni kemur frá. Í umræðunni virðist mikils misskilnings gæta um hvernig framkvæmd blóðtöku er á meirihluta þeirra bæja sem stunda blóðbúskap. Ljóst er að langflestir bændur gæta þess í hvívetna að komið sé fram við hrossin þeirra af umhyggju og virðingu. Á Lágafelli fer blóðtaka þannig fram að blóð er tekið úr hryssum á um 10 vikna tímabili á ári, sem hefst alla jafna í ágúst. Utan þess tímabils ganga hrossin laus á svæði sem telur um 350 hektara. Umsjón er þó vitanlega höfð með hrossunum allt árið um kring svo tryggt sé að ekkert ami að þeim og að þau skorti ekkert. Meðal hryssa á búinu gefur af sér um fimm lítra vikulega og í fimm vikur. Áður en blóðtaka er svo framkvæmd eru merarnar blóðmældar af Ísteka/dýralæknum. Séu blóðgildi og -búskapur í lagi, er blóð dregið úr þeim hryssum sem sýna svörun. Þær sem ekki sýna svörun, eru sendar aftur í sýnatöku sem fer fram viku seinna. Þær sem sýna að hormónið sé til staðar gefa blóð. Merarnar eru staðdeyfðar á stungustað af dýralækni áður en blóðtaka hefst. Tryggt er að framkvæmdin sé eins streitulítil og kostur er á og hafa ábúendur á Lágafelli búið svo um hnútana að dýrin séu tamin/vanin við blóðtökuna. Folöld fylgja merum í gegnum þar til gerðar rennur og í blóðtöku, til þess að draga úr álagi á bæði merar og folöld. Í réttinni er búið svo um hnútana að tryggt sé að hrossin geti hvorki valdið sér né öðrum tjóni. Þegar dýrunum er smalað inn í rétt og rennur er beitt áhöldum á borð við 150 cm. plaströrum, til þess að beina hrossunum rétta leið. Vissulega er dýrunum stjakað með áhöldunum en dýrin eru aldrei slegin eða vísvitandi meidd með nokkrum öðrum hætti. Rennur og básar, eru hafðir þröngir, til að minnka álag og streitu og svo þær nái ekki að snúa sér og slasa. Básinn er lokaður að framan, og merin kemur í básinn og tveimur rörum komið fyrir fyrir aftan þær svo þær bakki ekki út úr básnum og lendi við það undir eða yfir rör og beislur og slasi sig. Böndin yfir þær eru eins konar axlabönd, þeim til varnar. Ef hryssa prjónar upp, getur hún rifið úr sér nálina. Böndin og annar búnaður er því hugsaður til þess að verja þær fyrir óþarfa slysum og veita öryggi. Á Lágafelli er regla að við hvern bás stendur alltaf aðili sem fylgist með og róar merarnar á meðan á blóðtöku stendur. Dýralæknir er alltaf á staðnum og hann er tryggir meðferð og öryggi og segir fólki til í réttinni. Árlega fáum við eftirlitsaðila sem fylgjast með holdafari, heilsu og hófum, og högum. Folöldin eru alin upp við það að fylgja mæðrunum í básinn og gegnum rennurnar, spekjast og þekkja umhverfið og mennina og eru yfirleitt tamin í lok tímabils. Dýralæknir er alltaf á staðnum og tryggir, meðferð, öryggi og segir fólki til í réttinni. Árlega koma eftirlitsaðilar frá Ísteka og MAST sem fylgjast með holdafari, heilsu, hófum, og högum. Folöldin eru alin upp við það að fylgja mæðrunum í básinn og gegnum rennurnar. Við það spekjast þau og læra að þekkja umhverfið og mennina í lok tímabils. Ábúendur á Lágafelli treysta sér ekki til að meta aðstæður annarra bænda við blóðtökur, en sannarlega er myndbandið er afar ógeðfellt. Rétt er þó að vekja athygli á því, að einfalt er að búa sögu sem á engan vegin við rök að styðjast, með því að klippa saman efni og setja það í búning til að hrella og hræða fólk. Á Lágafelli, eins og öllum öðrum bóndabæjum á Íslandi, hafa komið upp atvik, þar sem erfitt hefur verið að ráða fram úr, er varða meðferð dýra. Slík atvik þarf hins vegar alltaf að leysa með nærgætni og virðingu fyrir dýrunum. Barsmíðar á dýrum eru algjörlega ólíðandi og það væri óskandi að mál allra bænda sem brjóta lög um velferð dýra nr. 55/2013 yrðu rannsökuð af MAST. Bæði mál blóðbænda og annarra eftirlitsskyldra aðila. Óásættanlegt er með öllu að komið sé fram við dýr með þeim hætti, sem sjá mátti í myndbandinu. Dýravelferð skal ávallt höfð í hávegum þegar unnið er með dýr. Höfundur er bóndi á Lágafelli
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar