Batnandi jörð er best að lifa Guðbjörg Lára Másdóttir skrifar 30. nóvember 2021 14:00 Gullna reglan? Hana þekkjum við öll sama hverrar trúar við erum, vorum eða verðum: Komdu fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Í rauninni bara vertu næs. Öll reynum við nú eftir fremsta megni að vera það, leyfi ég mér að fullyrða. Það er gefandi fyrir þig og aðra að vera næs, að eiga góð samskipti þar sem aðilarnir í samtalinu leggja sig fram við hlustun og skilning, jafnvel rökræður. Það eru nærandi samskipti. Ímyndum okkur nú að við myndum ekki leggja okkur fram við það að vera næs, ekki hlusta eða rökræða heldur vera bara hlutlaus. Við myndum fljóta um í innihaldslausum samtölum, enginn yrði reiður en heldur ekki glaður. Ástandið væri alltaf bara „eins“ , alveg kósý - en það yrði engin framför, engin þróun eða uppfinningar. Við myndum verða bara hlutlaus, í einu og öllu. Við myndum ekki stefna að neinu slæmu en við myndum samt ekki heldur stefna á neitt betra. Ákveðin uppgjöf er það ekki? Hlutleysi er ekki endastöð Hlutleysi er fyrsta skref í átt að skoðanamyndun og upplýstri ákvarðanatöku. Eftir ákveðinn tíma af hlutleysi og upplýsingaöflun kemur að ákvarðanatöku. Ákvarðanatakan er byggð á þeim tíma er maður var hlutlaus og kemur auga á tækifæri til þess að geta þróast og tekið framförum. Stefnur um kolefnishlutleysi eru fyrsta skrefið en þær eru ekki endastöð. Stefnur um kolefnishlutleysi eru til vegna þess að við erum ekki búin að vera næs, við erum eiginlega búin að sökka, oftast vissum við bara ekki betur, en nú erum við byrjuð að læra og skilja að þessari hegðun verðum við að breyta. Það tekur að sjálfsögðu tíma að vinna sig úr mínusnum upp á núllið, en viljum við ekki vinna okkur alla leið upp í plús? Vinna okkur úr því að sökka, upp í að vera hlutlaus og svo næs? Nærandi Í lok október kom út bók eftir Paul Polman fyrrverandi forstjóra Unilever, sem hefur sérstaka framúrskarandi sjálfbærniþróunartefnu í starfsemi sinni og Andrew Winston, höfund Green to Gold og the Big Pivot. Bókin heitir „Net-positive: How Courageous Companies Thrive by Giving More Than They Take.“ Okkur vantar íslenskt orð fyrir net-positive, það kemur. Meiningin á bakvið hugtakið er sú að skilja alltaf við betur en við komum að, að við gefum meira en við tökum - hvort sem við séum einstaklingar, lítið eða stórt fyrirtæki, stofnun, kóngur, prestur eða forstjóri. Hérna munum við grípa í fyrirtækin sem samlíkingu þar sem það er megin-inntak fyrrnefndrar bókar. Að vera net-positive þýðir það að fyrirtækið þitt, hegðun þess og hlutverk sé nærandi. Að tilvera fyrirtækisins geri gott, sé næs - sé net-positive. Fyrsta skrefið Í dag er það orðin ákveðin krafa á ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir að þau séu með skýrt markmið um það hvenær þau verði kolefnishlutlaus. Þ.e.a.s markmið sem breytir áhrifum þeirra á samfélagið úr því að vera sökkuð yfir í það að vera hlutlaus. Flott og nauðsynlegt fyrsta skref, stefnurnar eru margar hverjar glæsilegar, en nú fer að koma að næsta skrefi. Stefnurnar sýna það að við erum að læra og skilja að ákveðin hegðun sé eyðileggjandi. Mikil upplýsingaöflun hefur farið fram og við skiljum að hegðuninni þarf að breyta. Að tileinka sér nærandi hegðun og hugsunarhátt getur ekki verið annað en gott fyrir okkur öll sem búum á þessari jörð sem og jörðina sjálfa. Stjórnarsáttmálinn Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er margt um stór orð og mjög merkileg tímamóta markmið. Til að mynda er gefið út að ríkisstjórnin muni ekki gefa út nein leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands og að árið 2040 verði Ísland orðið óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Í orkustefnu Íslands sem gefin var út í október 2020 var markmiðið sett fyrir árið 2050, það að markmiðinu hafi verið flýtt um 10 ár er mikil áskorun, frábært skref og krefst þess að nálgun samfélagsins sé hugrökk, framsýn og að markmiðið sé sett hærra en á kolefnishlutleysi. Það er einnig lagt upp með að Ísland verði lágkolefnishagkerfi, þ.e að kolefnisspor á hverja einingu heimsframleiðslu minnki. Það er algjörlega í takt við hugtakið net-positive sem og kleinuhringjahagfræði sem ég hvet ykkur til að kíkja á. Vera einu skrefi á undan. Við verðum að byggja upp nærandi samfélag. Með það að leiðarljósi verður framtíðarsýnin óhjákvæmilega björt og við höfum öll gott af því. Höfundur er starfsnemi hjá Festu – miðstöð um sjálfbærni og meistaranemi í umhverfisstjórnun hjá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Gullna reglan? Hana þekkjum við öll sama hverrar trúar við erum, vorum eða verðum: Komdu fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Í rauninni bara vertu næs. Öll reynum við nú eftir fremsta megni að vera það, leyfi ég mér að fullyrða. Það er gefandi fyrir þig og aðra að vera næs, að eiga góð samskipti þar sem aðilarnir í samtalinu leggja sig fram við hlustun og skilning, jafnvel rökræður. Það eru nærandi samskipti. Ímyndum okkur nú að við myndum ekki leggja okkur fram við það að vera næs, ekki hlusta eða rökræða heldur vera bara hlutlaus. Við myndum fljóta um í innihaldslausum samtölum, enginn yrði reiður en heldur ekki glaður. Ástandið væri alltaf bara „eins“ , alveg kósý - en það yrði engin framför, engin þróun eða uppfinningar. Við myndum verða bara hlutlaus, í einu og öllu. Við myndum ekki stefna að neinu slæmu en við myndum samt ekki heldur stefna á neitt betra. Ákveðin uppgjöf er það ekki? Hlutleysi er ekki endastöð Hlutleysi er fyrsta skref í átt að skoðanamyndun og upplýstri ákvarðanatöku. Eftir ákveðinn tíma af hlutleysi og upplýsingaöflun kemur að ákvarðanatöku. Ákvarðanatakan er byggð á þeim tíma er maður var hlutlaus og kemur auga á tækifæri til þess að geta þróast og tekið framförum. Stefnur um kolefnishlutleysi eru fyrsta skrefið en þær eru ekki endastöð. Stefnur um kolefnishlutleysi eru til vegna þess að við erum ekki búin að vera næs, við erum eiginlega búin að sökka, oftast vissum við bara ekki betur, en nú erum við byrjuð að læra og skilja að þessari hegðun verðum við að breyta. Það tekur að sjálfsögðu tíma að vinna sig úr mínusnum upp á núllið, en viljum við ekki vinna okkur alla leið upp í plús? Vinna okkur úr því að sökka, upp í að vera hlutlaus og svo næs? Nærandi Í lok október kom út bók eftir Paul Polman fyrrverandi forstjóra Unilever, sem hefur sérstaka framúrskarandi sjálfbærniþróunartefnu í starfsemi sinni og Andrew Winston, höfund Green to Gold og the Big Pivot. Bókin heitir „Net-positive: How Courageous Companies Thrive by Giving More Than They Take.“ Okkur vantar íslenskt orð fyrir net-positive, það kemur. Meiningin á bakvið hugtakið er sú að skilja alltaf við betur en við komum að, að við gefum meira en við tökum - hvort sem við séum einstaklingar, lítið eða stórt fyrirtæki, stofnun, kóngur, prestur eða forstjóri. Hérna munum við grípa í fyrirtækin sem samlíkingu þar sem það er megin-inntak fyrrnefndrar bókar. Að vera net-positive þýðir það að fyrirtækið þitt, hegðun þess og hlutverk sé nærandi. Að tilvera fyrirtækisins geri gott, sé næs - sé net-positive. Fyrsta skrefið Í dag er það orðin ákveðin krafa á ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir að þau séu með skýrt markmið um það hvenær þau verði kolefnishlutlaus. Þ.e.a.s markmið sem breytir áhrifum þeirra á samfélagið úr því að vera sökkuð yfir í það að vera hlutlaus. Flott og nauðsynlegt fyrsta skref, stefnurnar eru margar hverjar glæsilegar, en nú fer að koma að næsta skrefi. Stefnurnar sýna það að við erum að læra og skilja að ákveðin hegðun sé eyðileggjandi. Mikil upplýsingaöflun hefur farið fram og við skiljum að hegðuninni þarf að breyta. Að tileinka sér nærandi hegðun og hugsunarhátt getur ekki verið annað en gott fyrir okkur öll sem búum á þessari jörð sem og jörðina sjálfa. Stjórnarsáttmálinn Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er margt um stór orð og mjög merkileg tímamóta markmið. Til að mynda er gefið út að ríkisstjórnin muni ekki gefa út nein leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands og að árið 2040 verði Ísland orðið óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Í orkustefnu Íslands sem gefin var út í október 2020 var markmiðið sett fyrir árið 2050, það að markmiðinu hafi verið flýtt um 10 ár er mikil áskorun, frábært skref og krefst þess að nálgun samfélagsins sé hugrökk, framsýn og að markmiðið sé sett hærra en á kolefnishlutleysi. Það er einnig lagt upp með að Ísland verði lágkolefnishagkerfi, þ.e að kolefnisspor á hverja einingu heimsframleiðslu minnki. Það er algjörlega í takt við hugtakið net-positive sem og kleinuhringjahagfræði sem ég hvet ykkur til að kíkja á. Vera einu skrefi á undan. Við verðum að byggja upp nærandi samfélag. Með það að leiðarljósi verður framtíðarsýnin óhjákvæmilega björt og við höfum öll gott af því. Höfundur er starfsnemi hjá Festu – miðstöð um sjálfbærni og meistaranemi í umhverfisstjórnun hjá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar