Vatnsflæðið úr Grímsvötnum komið í þrefalt rennsli Ölfusár Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2021 12:07 Gígjukvísl á Skeiðarársandi klukkan 11.35 í morgun, séð úr vefmyndavél á brúnni yfir ána. Búist er við að Grímsvatnahlaupið fari allt um þennan farveg. Rennslið þar laust fyrir hádegi mældist 924 rúmmetrar á sekúndu, sem er um fjórfalt meira en náttúrulegt rennsli árinnar. Veðurstofa Íslands/vefmyndavél Kraftur Grímsvatnahlaupsins fer stigvaxandi og er flæðið úr vötnunum núna á við þrefalt rennsli Ölfusár. Þá hefur íshellan yfir vötnunum sigið um sex metra frá því í gær og alls um sextán metra frá því hlaup hófst þar fyrir hálfum mánuði. Engin merki sjást enn um eldsumbrot. Það má líkja Grímsvötnum við risastórt baðkar nema þar er ístappi sem lokar fyrir frárennslið og hann brestur þegar vatnsþunginn er orðinn yfirþyrmandi. Fyrir hálfum mánuði byrjaði ísstíflan að bresta og síðustu sólarhringa hefur vatnið svo virkilega tekið að fossa út. Séð yfir Grímsvötn í gær.Ragnar Axelsson GPS-mælir sýndi í gær að yfirborð íshellunnar hafði lækkað um tíu metra á tveimur vikum. Núna fyrir hádegi var lækkunin komin niður í sextán metra, samkvæmt gögnum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Lækkunin bara frá því í gær er sex metrar á yfirborði þessa risastóra vatnsgeymis. Samhliða sjá menn mikla aukningu á því rúmmáli vatns sem flæðir út á hverri sekúndu. Þannig var rennslið úr Grímsvötnum í gær áætlað um 800 rúmmetrar á sekúndu. Í dag er áætlað að það sé komið upp í 1.200 rúmmetra á sekúndu. Það er um það bil þrefalt meðalrennsli Ölfusár við Selfoss, vatnsmesta fljóts landsins. Gufubólstrar sáust stíga upp úr Grímsvötnum þegar flogið var yfir í gær.Ragnar Axelsson Á Skeiðarársandi sjá vatnamælingamenn Veðurstofu að rennsli Gígjukvíslar heldur áfram að aukast, að sögn Einars Bessa Gestssonar náttúrvársérfræðings. Í gær áætluðu þeir að rennslið þar væri komið upp í 660 rúmmetra á sekúndu og laust fyrir hádegi í dag mældu þeir það 924 rúmmetra á sekúndu, sem nálgast það að vera fjórfalt náttúrulegt rennsli á þessum árstíma. Séð yfir hringveginn og brúna yfir Gígjukvísl í gær. Búist er við að hlaupið fari allt undir þessa brú.Ragnar Axelsson Síðast þegar eldgos fylgdi Grímsvatnahlaupi, árið 2004, hófst gosið þegar íshellan á Grímsvötnum hafði lækkað um tuttugu metra, að því er Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur tjáði okkur í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Miðað við að lækkunin núna sé orðin sextán metrar, og sex metrar bara á síðasta sólarhringa, má gera sér í hugarlund að vísindamenn rýna núna fast í öll merki um eldvirkni. Engin slík merki sjást þó enn, að sögn Einars Bessa. Frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi af hlaupinu má sjá hér: Grímsvötn Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Skaftárhreppur Almannavarnir Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Það má líkja Grímsvötnum við risastórt baðkar nema þar er ístappi sem lokar fyrir frárennslið og hann brestur þegar vatnsþunginn er orðinn yfirþyrmandi. Fyrir hálfum mánuði byrjaði ísstíflan að bresta og síðustu sólarhringa hefur vatnið svo virkilega tekið að fossa út. Séð yfir Grímsvötn í gær.Ragnar Axelsson GPS-mælir sýndi í gær að yfirborð íshellunnar hafði lækkað um tíu metra á tveimur vikum. Núna fyrir hádegi var lækkunin komin niður í sextán metra, samkvæmt gögnum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Lækkunin bara frá því í gær er sex metrar á yfirborði þessa risastóra vatnsgeymis. Samhliða sjá menn mikla aukningu á því rúmmáli vatns sem flæðir út á hverri sekúndu. Þannig var rennslið úr Grímsvötnum í gær áætlað um 800 rúmmetrar á sekúndu. Í dag er áætlað að það sé komið upp í 1.200 rúmmetra á sekúndu. Það er um það bil þrefalt meðalrennsli Ölfusár við Selfoss, vatnsmesta fljóts landsins. Gufubólstrar sáust stíga upp úr Grímsvötnum þegar flogið var yfir í gær.Ragnar Axelsson Á Skeiðarársandi sjá vatnamælingamenn Veðurstofu að rennsli Gígjukvíslar heldur áfram að aukast, að sögn Einars Bessa Gestssonar náttúrvársérfræðings. Í gær áætluðu þeir að rennslið þar væri komið upp í 660 rúmmetra á sekúndu og laust fyrir hádegi í dag mældu þeir það 924 rúmmetra á sekúndu, sem nálgast það að vera fjórfalt náttúrulegt rennsli á þessum árstíma. Séð yfir hringveginn og brúna yfir Gígjukvísl í gær. Búist er við að hlaupið fari allt undir þessa brú.Ragnar Axelsson Síðast þegar eldgos fylgdi Grímsvatnahlaupi, árið 2004, hófst gosið þegar íshellan á Grímsvötnum hafði lækkað um tuttugu metra, að því er Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur tjáði okkur í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Miðað við að lækkunin núna sé orðin sextán metrar, og sex metrar bara á síðasta sólarhringa, má gera sér í hugarlund að vísindamenn rýna núna fast í öll merki um eldvirkni. Engin slík merki sjást þó enn, að sögn Einars Bessa. Frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi af hlaupinu má sjá hér:
Grímsvötn Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Hornafjörður Skaftárhreppur Almannavarnir Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira