Jarðfræðingar hafa rýnt í einhverjar myndanna með von um að geta fundið út hvenær gígurinn á myndinni hér að ofan myndaðist.
Bjarki Friis Kaldalóns, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi nú í kvöld að verulega hafi tekið að hægjast á sigi íshellunnar. Þá væri svokallaður hlaupórói á hraðri niðurleið og hafi verið það síðan í nótt.
„Líklega náði hlaupið hámarki í nótt. Það var tekin rennslismæling í morgun og þá var rennslið 2.800 rúmmetrar á sekúndu. Það var 2.600 rúmmetrar á sekúndu á sama tíma í gær.“
Bjarki segir þó óljóst hversu langt yfir þeim 2.800 rúmmetrum sem mældist hlaupið fór, þar sem stöðugar mælingar séu ekki framkvæmdar á rennslinu. Talið sé að um 3.000 rúmmetrar á sekúndu hafi runnið um Gígjukvísl. Vísindamenn þurfi þó tíma til að rýna í gögnin til að geta slegið því föstu.
Þá hafi eina skjálftavirknin sem mælst hafi á svæðinu verið vegna ísskjálfta, sem myndast þegar íshellur brotna með tilheyrandi látum.
Hér að neðan má sjá fleiri myndir sem Ragnar tók á flugi í gær.



Að neðan má svo sjá mynd sem Njáll Fannar Reynisson hjá Veðurstofunni tók.
