Gjöld á borgarbúa gætu verið stóra lausnin Snorri Másson skrifar 6. desember 2021 22:00 Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins og Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar - óvæntir bandamenn í þeirri ályktun að ríkisstjórnin hljóti að styðja frumvarp Samfylkingarinnar um gjaldtöku vegna nagladekkja. Bergþór lítur svo á vegna þess hve greiðvikin ríkisstjórnin hefur verið í borgarlínumálum, hljóti hún að fallast á þetta með borgarstjórninni. Jóhann Páll heldur að stjórnarliðar sjái bara strax hvað þetta er góð hugmynd. Vísir/Snorri Um 40% ökutækja í Reykjavík eru á negldum dekkjum en þegar minnst lét voru þau rúm 20%. Nú vill Samfylkingin snúa þróuninni við með gjaldtöku. Borgaryfirvöld vilja helst að fólk noti bara gróf vetrardekk án nagla innanbæjar. Aðrir eru sannfærðir um að naglarnir séu það eina sem dugi, einkum þegar komið er upp úr Ártúnsbrekkunni. Fréttastofa leit við á dekkjaverkstæði, fór niður á þing, á skrifstofur borgarinnar og loks upp í Grafarvog í leit að svörum við máli sem flestir hafa skoðun á: Borgin hefur skilning á að þeir sem eigi ítrekað erindi út fyrir bæjarmörkin séu á nöglum, en vandinn er að of margir sem keyra bara innan borgarinnar eru samt á nöglum. Þingflokkur Samfylkingarinnar vill leyfa sveitarfélögum að taka allt að fjörutíu þúsunda króna gjald frá ökumönnum með nagladekk innanbæjar. „Þetta er risastórt lýðheilsu- og loftgæðamál. Við sjáum að nagladekk eru einhver stærsti orsakavaldur svifryks hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er eitthvað sem bitnar langverst á viðkvæmum hópum, eldra fólki, börnum, óléttum konum og fólki með lungnasjúkdóma. Þetta er eitthvað sem við teljum mjög mikilvægt og Reykjavíkurborg hefur lengi kallað eftir,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, í samtali við fréttastofu. Gjaldtaka áhrifaríkt stjórntæki Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, starfandi samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, fagnar tillögum Samfylkingarmanna og telur að gjaldtaka sé áhrifaríkt stjórntæki í þessum efnum. Naglar eða ekki naglar? Ekki, segir borgin.Vísir/Sigurjón „Það eru fordæmi fyrir þessu til dæmis í Noregi þar sem reynslan af því að vera með svona gjaldtöku í Osló, Stafangri og Bergen sýnir að þannig má ná dögum þar sem svifryk fer yfir mörk verulega niður,“ segir Guðbjörg. Nýjar rannsóknir sýni ótvírætt að nagladekk séu helsti valdur svifryks. Þótt götuþrif spili inn í, þurfi að ráðast á rót vandans; sem sé naglana. Líklegt að stjórnarmeirihlutinn hoppi á vagninn Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er ekki spenntur fyrir þessum hugmyndum. „Ég held að það sé nú býsna mikil forsjárhyggja í þessu frumvarpi. Reykjavíkurborg hefur óskað eftir þessari heimild en ég held að það séu nú fæstir að nýta sér nagladekk sem ekki þurfi á þeim að halda. Þeir sem þurfa að koma frá meiri hálkusvæðum munu eflaust hafa efasemdir um þetta en miðað við hversu vel stjórnarmeirihlutinn tekur í borgarlínuhugmyndir Samfylkingarinnar í Reykjavík er svosem ekki útilokað að þeir hoppi á þennan vagn líka,“ segir Bergþór. Býður borgarstjóra kvöldvakt á ónegldum bíl Starfsmaður Reykjavíkurborgar sem er í samræmi við stefnu borgarstjóra gert að keyra án nagla um efri byggðir Reykjavíkur hefur hótað að segja starfi sínu lausu. „Dagur B. Eggertsson ætlar að prófa sjálfur, held ég, að keyra á ónegldum. Ég býð hann velkominn upp í efri byggð og taka eina kvöldvakt á ónegldum bílum og fara hérna innst inn í Mosó og svo framvegis og taka eina góða kvöldvakt þegar brjálað veður er. Velkominn,“ segir Björg Loftsdóttir sjúkraliði hjá heimahjúkrun borgarinnar. Nagladekk Reykjavík Bílar Umferðaröryggi Umhverfismál Loftslagsmál Samfylkingin Alþingi Sveitarstjórnarmál Miðflokkurinn Tengdar fréttir Skorar á Dag B. að mæta á eina vakt uppi í Mosó Hálka gerir Íslendingum lífið leitt. Jafnvel sjálfir söltunarbílar hins opinbera runnu til í glærahálku í morgun og sjúkraliði hjá Reykjavíkurborg hótar að leita sér að öðru starfi ef hún fær ekki að sinna heimahjúkrun á nagladekkjum. 6. desember 2021 12:05 Vilja að heimilt verði að rukka þá sem nota nagladekk Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt frumvarp á Alþingi um breytingar á umferðarlögum þess efnis að sveitarstjórnum verði heimilt að rukka fyrir notkun á nagladekkjum. 2. desember 2021 22:01 „Nagladekk eru bara úrelt“ Reykjavíkurborg hvetur bifreiðaeigendur að velja frekar góð vetrardekk eða heilsársdekk fremur en nagladekk. Varaformaður Landverndar telur nagladekk óþörf; þau séu alls ekki nauðsynleg öryggistæki heldur beinlínis skaðleg. 8. október 2021 11:38 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Borgaryfirvöld vilja helst að fólk noti bara gróf vetrardekk án nagla innanbæjar. Aðrir eru sannfærðir um að naglarnir séu það eina sem dugi, einkum þegar komið er upp úr Ártúnsbrekkunni. Fréttastofa leit við á dekkjaverkstæði, fór niður á þing, á skrifstofur borgarinnar og loks upp í Grafarvog í leit að svörum við máli sem flestir hafa skoðun á: Borgin hefur skilning á að þeir sem eigi ítrekað erindi út fyrir bæjarmörkin séu á nöglum, en vandinn er að of margir sem keyra bara innan borgarinnar eru samt á nöglum. Þingflokkur Samfylkingarinnar vill leyfa sveitarfélögum að taka allt að fjörutíu þúsunda króna gjald frá ökumönnum með nagladekk innanbæjar. „Þetta er risastórt lýðheilsu- og loftgæðamál. Við sjáum að nagladekk eru einhver stærsti orsakavaldur svifryks hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er eitthvað sem bitnar langverst á viðkvæmum hópum, eldra fólki, börnum, óléttum konum og fólki með lungnasjúkdóma. Þetta er eitthvað sem við teljum mjög mikilvægt og Reykjavíkurborg hefur lengi kallað eftir,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, í samtali við fréttastofu. Gjaldtaka áhrifaríkt stjórntæki Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, starfandi samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, fagnar tillögum Samfylkingarmanna og telur að gjaldtaka sé áhrifaríkt stjórntæki í þessum efnum. Naglar eða ekki naglar? Ekki, segir borgin.Vísir/Sigurjón „Það eru fordæmi fyrir þessu til dæmis í Noregi þar sem reynslan af því að vera með svona gjaldtöku í Osló, Stafangri og Bergen sýnir að þannig má ná dögum þar sem svifryk fer yfir mörk verulega niður,“ segir Guðbjörg. Nýjar rannsóknir sýni ótvírætt að nagladekk séu helsti valdur svifryks. Þótt götuþrif spili inn í, þurfi að ráðast á rót vandans; sem sé naglana. Líklegt að stjórnarmeirihlutinn hoppi á vagninn Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er ekki spenntur fyrir þessum hugmyndum. „Ég held að það sé nú býsna mikil forsjárhyggja í þessu frumvarpi. Reykjavíkurborg hefur óskað eftir þessari heimild en ég held að það séu nú fæstir að nýta sér nagladekk sem ekki þurfi á þeim að halda. Þeir sem þurfa að koma frá meiri hálkusvæðum munu eflaust hafa efasemdir um þetta en miðað við hversu vel stjórnarmeirihlutinn tekur í borgarlínuhugmyndir Samfylkingarinnar í Reykjavík er svosem ekki útilokað að þeir hoppi á þennan vagn líka,“ segir Bergþór. Býður borgarstjóra kvöldvakt á ónegldum bíl Starfsmaður Reykjavíkurborgar sem er í samræmi við stefnu borgarstjóra gert að keyra án nagla um efri byggðir Reykjavíkur hefur hótað að segja starfi sínu lausu. „Dagur B. Eggertsson ætlar að prófa sjálfur, held ég, að keyra á ónegldum. Ég býð hann velkominn upp í efri byggð og taka eina kvöldvakt á ónegldum bílum og fara hérna innst inn í Mosó og svo framvegis og taka eina góða kvöldvakt þegar brjálað veður er. Velkominn,“ segir Björg Loftsdóttir sjúkraliði hjá heimahjúkrun borgarinnar.
Nagladekk Reykjavík Bílar Umferðaröryggi Umhverfismál Loftslagsmál Samfylkingin Alþingi Sveitarstjórnarmál Miðflokkurinn Tengdar fréttir Skorar á Dag B. að mæta á eina vakt uppi í Mosó Hálka gerir Íslendingum lífið leitt. Jafnvel sjálfir söltunarbílar hins opinbera runnu til í glærahálku í morgun og sjúkraliði hjá Reykjavíkurborg hótar að leita sér að öðru starfi ef hún fær ekki að sinna heimahjúkrun á nagladekkjum. 6. desember 2021 12:05 Vilja að heimilt verði að rukka þá sem nota nagladekk Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt frumvarp á Alþingi um breytingar á umferðarlögum þess efnis að sveitarstjórnum verði heimilt að rukka fyrir notkun á nagladekkjum. 2. desember 2021 22:01 „Nagladekk eru bara úrelt“ Reykjavíkurborg hvetur bifreiðaeigendur að velja frekar góð vetrardekk eða heilsársdekk fremur en nagladekk. Varaformaður Landverndar telur nagladekk óþörf; þau séu alls ekki nauðsynleg öryggistæki heldur beinlínis skaðleg. 8. október 2021 11:38 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Skorar á Dag B. að mæta á eina vakt uppi í Mosó Hálka gerir Íslendingum lífið leitt. Jafnvel sjálfir söltunarbílar hins opinbera runnu til í glærahálku í morgun og sjúkraliði hjá Reykjavíkurborg hótar að leita sér að öðru starfi ef hún fær ekki að sinna heimahjúkrun á nagladekkjum. 6. desember 2021 12:05
Vilja að heimilt verði að rukka þá sem nota nagladekk Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt frumvarp á Alþingi um breytingar á umferðarlögum þess efnis að sveitarstjórnum verði heimilt að rukka fyrir notkun á nagladekkjum. 2. desember 2021 22:01
„Nagladekk eru bara úrelt“ Reykjavíkurborg hvetur bifreiðaeigendur að velja frekar góð vetrardekk eða heilsársdekk fremur en nagladekk. Varaformaður Landverndar telur nagladekk óþörf; þau séu alls ekki nauðsynleg öryggistæki heldur beinlínis skaðleg. 8. október 2021 11:38