Dómari og starfsmaður yngra landsliðs sagðir gerendur í tveimur málanna Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2021 15:44 Kynferðisbrotamál hafa varpað miklum skugga á íslenskt fótboltalíf á árinu sem er að líða. Tólfan, stuðningsmannasveit landsliðanna, sýndi þolendum stuðning í verki á leik gegn Rúmeníu í haust. vísir/vilhelm Tvö kynferðisbrotamálanna sem óháð úttektarnefnd ÍSÍ segir að stjórn KSÍ hafi fengið vitneskju um frá árinu 2010 tengjast annars vegar dómara og hins vegar starfsmanni yngra landsliðs. Hvorugur hefur starfað frekar fyrir KSÍ eftir að sambandinu var tilkynnt um mál þeirra. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndarinnar sem gefin var út í dag. Nefndin skoðaði tímabilið frá 2010-2021 og komst að þeirri niðurstöðu að KSÍ hefði verið kunnugt um fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir starfsmenn KSÍ hefðu beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Tvö málanna tengjast samtals þremur leikmönnum A-landsliðs karla eins og fram hefur komið – annars vegar Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, og hins vegar Kolbeini Sigþórssyni. Mál Arons og Eggerts er það eina sem nefndin telur ljóst að KSÍ hafi ekki brugðist við. Mun hafa brotið á starfsmanni hótels Hin tvö málin tengjast ekki leikmönnum. Annað þeirra mun varða knattspyrnudómara sem hlaut dóm fyrir nauðgun. Var hann tafarlaust látinn hætta dómgæslu í kjölfar þess að KSÍ fékk vitneskju um að hann hefði verið dæmdur sekur. Beiðni dómarans um að fá að halda áfram störfum á meðan að mál hans væri í áfrýjunarferli var hafnað af hálfu KSÍ og hefur hann ekki dæmt leiki síðan. Hitt málið varðar starfsmann eins af yngri landsliðum KSÍ sem mun hafa gerst brotlegur gegn starfsmanni hótels sem liðið dvaldi á í keppnisferð. Sá starfaði sem verktaki og hefur ekki sinnt frekari verkefnum fyrir KSÍ eftir að sambandið fékk vitneskju um málið. Ekki fjallað um mál vegna kynferðislegrar áreitni Í skýrslunni kemur einnig fram að nefndinni sé kunnugt um tvö mál sem KSÍ hafi þurft að taka á vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu einstaklings sem sinnt hafi verkefnum innan knattspyrnuhreyfingarinnar á vegum KSÍ. Nefndinni hafi hins vegar verið ætlað að fjalla um vitneskju stjórnar og starfsmanna KSÍ um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi, og því hafi ekki verið fjallað sérstaklega um þessi tvö mál. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Guðni segist hafa einblínt um of á form og trúnað Guðni Bergsson fráfarandi formaður KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 7. desember 2021 15:14 Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44 KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43 Kynntu úttekt á viðbrögðum KSÍ vegna kynferðisbrotamála Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 7. desember 2021 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndarinnar sem gefin var út í dag. Nefndin skoðaði tímabilið frá 2010-2021 og komst að þeirri niðurstöðu að KSÍ hefði verið kunnugt um fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir starfsmenn KSÍ hefðu beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Tvö málanna tengjast samtals þremur leikmönnum A-landsliðs karla eins og fram hefur komið – annars vegar Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, og hins vegar Kolbeini Sigþórssyni. Mál Arons og Eggerts er það eina sem nefndin telur ljóst að KSÍ hafi ekki brugðist við. Mun hafa brotið á starfsmanni hótels Hin tvö málin tengjast ekki leikmönnum. Annað þeirra mun varða knattspyrnudómara sem hlaut dóm fyrir nauðgun. Var hann tafarlaust látinn hætta dómgæslu í kjölfar þess að KSÍ fékk vitneskju um að hann hefði verið dæmdur sekur. Beiðni dómarans um að fá að halda áfram störfum á meðan að mál hans væri í áfrýjunarferli var hafnað af hálfu KSÍ og hefur hann ekki dæmt leiki síðan. Hitt málið varðar starfsmann eins af yngri landsliðum KSÍ sem mun hafa gerst brotlegur gegn starfsmanni hótels sem liðið dvaldi á í keppnisferð. Sá starfaði sem verktaki og hefur ekki sinnt frekari verkefnum fyrir KSÍ eftir að sambandið fékk vitneskju um málið. Ekki fjallað um mál vegna kynferðislegrar áreitni Í skýrslunni kemur einnig fram að nefndinni sé kunnugt um tvö mál sem KSÍ hafi þurft að taka á vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu einstaklings sem sinnt hafi verkefnum innan knattspyrnuhreyfingarinnar á vegum KSÍ. Nefndinni hafi hins vegar verið ætlað að fjalla um vitneskju stjórnar og starfsmanna KSÍ um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi, og því hafi ekki verið fjallað sérstaklega um þessi tvö mál.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Guðni segist hafa einblínt um of á form og trúnað Guðni Bergsson fráfarandi formaður KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 7. desember 2021 15:14 Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44 KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43 Kynntu úttekt á viðbrögðum KSÍ vegna kynferðisbrotamála Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 7. desember 2021 13:30 Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Guðni segist hafa einblínt um of á form og trúnað Guðni Bergsson fráfarandi formaður KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 7. desember 2021 15:14
Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44
KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43
Kynntu úttekt á viðbrögðum KSÍ vegna kynferðisbrotamála Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 7. desember 2021 13:30