Stórt tap í seinasta Meistaradeildarleik Blika 16. desember 2021 19:43 PSG vann öruggan 6-0 sigur gegn Breiðablik í kvöld. vísir/vilhelm Paris Saint-Germain reyndist of stór biti fyrir Breiðablik í lokaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu kvenna. Liðin mættust í París í kvöl, en lokatölur urðu 6-0. Ramona Bachmann kom heimakonum yfir strax á tíundu mínútu áður en Jordyn Huitema breytti stöðunni í 2-0 á lokamínútu fyrri hálfleiks. Kadidiatou Diani skoraði þriðja mark Parísarliðsins eftir klukkutíma leik og Sandy Baltimore það fjórða níu mínútum síðar. Luana skoraði kom heimakonum í 5-0 rúmum fimm mínútum fyrir leikslok, en Jordyn Huitema gulltryggði 6-0 sigur PSG í uppbótartíma. Parísarliðið endar í efsta sæti B-riðils með fullt hús stiga, en liðið skoraði 25 mörk og fékk ekki eitt einasta á sig. Breiðablik endar hins vegar í fjórða og neðsta sæti með eitt stig. Leikurinn var í beinni útsendingu DAZN á Youtube og hér að neðan má horfa á útsendinguna. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Breiðablik
Paris Saint-Germain reyndist of stór biti fyrir Breiðablik í lokaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu kvenna. Liðin mættust í París í kvöl, en lokatölur urðu 6-0. Ramona Bachmann kom heimakonum yfir strax á tíundu mínútu áður en Jordyn Huitema breytti stöðunni í 2-0 á lokamínútu fyrri hálfleiks. Kadidiatou Diani skoraði þriðja mark Parísarliðsins eftir klukkutíma leik og Sandy Baltimore það fjórða níu mínútum síðar. Luana skoraði kom heimakonum í 5-0 rúmum fimm mínútum fyrir leikslok, en Jordyn Huitema gulltryggði 6-0 sigur PSG í uppbótartíma. Parísarliðið endar í efsta sæti B-riðils með fullt hús stiga, en liðið skoraði 25 mörk og fékk ekki eitt einasta á sig. Breiðablik endar hins vegar í fjórða og neðsta sæti með eitt stig. Leikurinn var í beinni útsendingu DAZN á Youtube og hér að neðan má horfa á útsendinguna.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti