Óvenjulegar jólakveðjur vekja athygli hlustenda Rásar 1 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. desember 2021 13:30 Lesnar jólakveðjur á Rás 1 eru fastur liður í jólahefðum margra Íslendinga. Vísir/Vilhelm Jólakveðjurnar sem lesnar eru á Rás 1 í aðdraganda jóla og áramóta eru í huga margra órjúfanlegur hluti af jólahefðinni hér á landi. Fjölmargir senda vinum og ættingjum jólakveðjur í útvarpinu, sem oftar en ekki eru hugheilar. Jólakveðjum hvaðanæva af landinu hefur rignt yfir hlustendur gufunnar á síðustu dögum, með tilheyrandi óskum um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með þakkir fyrir stundirnar á árinu sem er að líða, og svo framvegis. Nú virðist hinsvegar sem kímnir kveðjusendendur hafi fangað athygli netverja í ár, en nokkrar óhefðbundnar kveðjur hafa heyrst á öldum ljósvakans í aðdraganda jólanna sem senn ganga í garð og verið deilt á Twitter. Nokkrar þeirra má heyra hér að neðan. Bessí og Dæi senda til að mynda „nánast öllum landsmönnum hugheilar jóla-, nýárs- og páskakveðjur,“ og hvetja sérstaklega til dáða KR og Jesú. Það virðist vera einhver keppni í gangi um óhefðbundnustu jólakveðjuna þetta árið. Bessí og Dæi komin í úrslit ásamt honum Magga sem sendi kveðju í gær 🎄 pic.twitter.com/dFhXQGOljD— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) December 23, 2021 Snæbjörn spyr þá einfaldlega hver ætli að eiga gleðileg jól. Og hér er ein frá honum Snæbirni. pic.twitter.com/2MYDF34EAs— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) December 23, 2021 Maggi, Maggi, heimsins besti Maggi sendir „eldheitar jólakveðjur af þakinu.“ Væri til í að kynnast þessum Magga. pic.twitter.com/FUiYPdjKzJ— Grétar Þór (@gretarsigurds) December 22, 2021 Þá fengu allir í Swingerklúbbi Vesturbæjar, sem er félagsskapur sem fréttamaður þekkir ekki nánari deili á, hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Jólakveðja til allra í Swingerklúbbi Vesturbæjar 🍍 pic.twitter.com/L3EWSltQFB— Andrea Sigurðardóttir (@andreasig) December 23, 2021 Mjá, mjá, mjá, mjá segja Harry og Helga Ingibjörg í kveðju frá Hryllingi en netverjar velta því fyrir sér hvort bærinn Hryllingur sé til. Veit ég hvort bærinn Hryllingur sé til? Nei. Býr mamma þar á Þorláksmessu nú annað árið í röð? Já. Jólakveðja frá Hryllingi. Gleðilega hátíð! pic.twitter.com/f8IFqX1Byz— Ellen Geirs (@EllenGeirs_) December 24, 2021 Jól Ríkisútvarpið Grín og gaman Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Jólakveðjum hvaðanæva af landinu hefur rignt yfir hlustendur gufunnar á síðustu dögum, með tilheyrandi óskum um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með þakkir fyrir stundirnar á árinu sem er að líða, og svo framvegis. Nú virðist hinsvegar sem kímnir kveðjusendendur hafi fangað athygli netverja í ár, en nokkrar óhefðbundnar kveðjur hafa heyrst á öldum ljósvakans í aðdraganda jólanna sem senn ganga í garð og verið deilt á Twitter. Nokkrar þeirra má heyra hér að neðan. Bessí og Dæi senda til að mynda „nánast öllum landsmönnum hugheilar jóla-, nýárs- og páskakveðjur,“ og hvetja sérstaklega til dáða KR og Jesú. Það virðist vera einhver keppni í gangi um óhefðbundnustu jólakveðjuna þetta árið. Bessí og Dæi komin í úrslit ásamt honum Magga sem sendi kveðju í gær 🎄 pic.twitter.com/dFhXQGOljD— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) December 23, 2021 Snæbjörn spyr þá einfaldlega hver ætli að eiga gleðileg jól. Og hér er ein frá honum Snæbirni. pic.twitter.com/2MYDF34EAs— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) December 23, 2021 Maggi, Maggi, heimsins besti Maggi sendir „eldheitar jólakveðjur af þakinu.“ Væri til í að kynnast þessum Magga. pic.twitter.com/FUiYPdjKzJ— Grétar Þór (@gretarsigurds) December 22, 2021 Þá fengu allir í Swingerklúbbi Vesturbæjar, sem er félagsskapur sem fréttamaður þekkir ekki nánari deili á, hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Jólakveðja til allra í Swingerklúbbi Vesturbæjar 🍍 pic.twitter.com/L3EWSltQFB— Andrea Sigurðardóttir (@andreasig) December 23, 2021 Mjá, mjá, mjá, mjá segja Harry og Helga Ingibjörg í kveðju frá Hryllingi en netverjar velta því fyrir sér hvort bærinn Hryllingur sé til. Veit ég hvort bærinn Hryllingur sé til? Nei. Býr mamma þar á Þorláksmessu nú annað árið í röð? Já. Jólakveðja frá Hryllingi. Gleðilega hátíð! pic.twitter.com/f8IFqX1Byz— Ellen Geirs (@EllenGeirs_) December 24, 2021
Jól Ríkisútvarpið Grín og gaman Mest lesið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira