Innlent

Fyrsta barn ársins fæddist í sjúkrabíl í Eyjafirðinum

Atli Ísleifsson skrifar
Sjúkabíllinn var á leið til Akureyrar þegar fæðingin átti sér stað.
Sjúkabíllinn var á leið til Akureyrar þegar fæðingin átti sér stað. Vísir/Tryggvi Páll

Fyrsta barn ársins, eftir því sem fréttastofa kemst næst, kom í heiminn í sjúkrabíl í Eyjafirði klukkan 0:23 í nótt.

Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsinu á Akureyri var um að ræða stúlkubarn. Sjúkrabíllinn var á leið frá Siglufirði til Akureyrar, en þurfti að stoppa á veginum milli Dalvíkur og Akureyrar þegar stúlkan ákvað að koma í heiminn.

Samkvæmt upplýsingum frá fæðingarvaktinni á Landspítalanum í Reykjavík kom fyrsta barn ársins í heiminn þar klukkan 2:12 í nótt. Var þar um dreng að ræða.

Uppfært kl 11:00:

Í tilkynningu frá Ljósmærðafélagi Íslands segir að lítill drengur hafi fæðst í heimahúsi í Reykjavík klukkan 09:03 í morgun. Var þar líklega um fyrstu heimafæðingu ársins að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×