Hvetur fyrirtæki til að hagræða frekar en að grípa til hækkana Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. janúar 2022 19:16 ASÍ gefur lítið fyrir áhyggjur stórfyrirtækja um yfirvofandi verðhækkanir, enda séu þau sannarlega ekki á flæðiskeri stödd, og geti vel hagrætt fremur en að velta hækkunum út í verðlagið. Heildsölur og stærri fyrirtæki hafa lýst því yfir að hækkanir muni dynja yfir á næstu vikum. Talsverðar verðhækkanir hafa orðið í heimsfaraldrinum, en samkvæmt tölum frá verðlagseftirliti ASÍ hefur grænmeti hækkað um allt að 5,7 prósent á tveggja ára tímabili, þ.e frá 2019-2021. Innfluttar mat- og drykkjarvörur hafa hækkað um 7,6 prósent, og innlendar mat- og drykkjarvörur um 9,7 prósent, svo dæmi séu tekin. Fram undan eru enn frekari hækkanir en stórar heildsölur hér á landi hafa lýst því að viðlíkar hækkanir erlendis frá hafi ekki sést, og þá telja Hagar að hækkanirnar muni dynja yfir á næstu vikum sem muni skila sér út í verðlagið. „Það er áhugavert að fylgjast með þessu, að fylgjast með forstjórum stórra verslana og heildsala stíga ítrekað fram í fjölmiðlum og lýsa því yfir að verðhækkanirnar séu óumflýjanlegar,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. „Þetta eru fyrirtæki sem eru á samkeppnismarkaði og maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hversu mikil samkeppni sé á markaði þar sem slík háttsemi tíðkast og af hverju vel rekin fyrirtæki leita ekki leiða til þess að hagræða í stað þess að útlista um áform sín um verðhækkanir.“ Þannig vísar hún til þess að þeir aðilar sem boðað hafi verðhækkanir velti allir milljörðum á hverju ári og hagnist samhliða því. Ekkert þessara fyrirtækja sé á flæðiskeri statt. „Það er nauðsynlegt að taka fram að innflutningsverð er einungis einn af mörgum þáttum sem mynda þetta lokaverð til neytenda. Og ýmsir aðrir þættir í rekstrarumhverfi fyrirtækja hafa breyst og til hins betra í mörgum tilfellum. Þrátt fyrir að innkaupsverð hækki eitthvað þá á það ekki að skila sér nema að litlu leyti út í verðlag til neytanda. Og þyrfti í raun og veru ekki að gera það vegna breytinga á öðrum rekstrarþáttum,“ segir Auður. Verðhækkanir séu ekki réttlætanlegar á þessum tímapunkti. „Við teljum ekki tilefni til verðhækkana og það er ekkert sem myndi útskýra slíkar verðhækkanir miðað við hversu góð afkoma er hjá þessum fyrirtækjum.“ Neytendur Verðlag Verslun Tengdar fréttir Heildsölur hafa ekki séð viðlíka hækkanir á einu bretti Stærstu heildsölur landsins hafa ekki séð á eins víðtækar og skarpar verðhækkanir, og þær sem hafa gengið yfir á síðustu vikum. Fyrirtækin koma litlum vörnum við og telja að hækkanir frá erlendum framleiðendum og birgjum eigi eftir að seytla inn í smásöluverð á næstu mánuðum. 21. janúar 2022 07:00 Við höfum aðeins séð toppinn á ísjakanum, segir forstjóri Innness um verðhækkanir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innnes, segir að búast megi við verulegum hækkunum á verðlagi eftir því sem áhrif hækkana frá erlendum birgjum brjótast fram á smásölumarkaði. Honum kæmi ekki á óvart ef verð innfluttra vara myndi hækka um 10 til 12 prósent á næstu mánuðum. 20. janúar 2022 07:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Talsverðar verðhækkanir hafa orðið í heimsfaraldrinum, en samkvæmt tölum frá verðlagseftirliti ASÍ hefur grænmeti hækkað um allt að 5,7 prósent á tveggja ára tímabili, þ.e frá 2019-2021. Innfluttar mat- og drykkjarvörur hafa hækkað um 7,6 prósent, og innlendar mat- og drykkjarvörur um 9,7 prósent, svo dæmi séu tekin. Fram undan eru enn frekari hækkanir en stórar heildsölur hér á landi hafa lýst því að viðlíkar hækkanir erlendis frá hafi ekki sést, og þá telja Hagar að hækkanirnar muni dynja yfir á næstu vikum sem muni skila sér út í verðlagið. „Það er áhugavert að fylgjast með þessu, að fylgjast með forstjórum stórra verslana og heildsala stíga ítrekað fram í fjölmiðlum og lýsa því yfir að verðhækkanirnar séu óumflýjanlegar,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. „Þetta eru fyrirtæki sem eru á samkeppnismarkaði og maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hversu mikil samkeppni sé á markaði þar sem slík háttsemi tíðkast og af hverju vel rekin fyrirtæki leita ekki leiða til þess að hagræða í stað þess að útlista um áform sín um verðhækkanir.“ Þannig vísar hún til þess að þeir aðilar sem boðað hafi verðhækkanir velti allir milljörðum á hverju ári og hagnist samhliða því. Ekkert þessara fyrirtækja sé á flæðiskeri statt. „Það er nauðsynlegt að taka fram að innflutningsverð er einungis einn af mörgum þáttum sem mynda þetta lokaverð til neytenda. Og ýmsir aðrir þættir í rekstrarumhverfi fyrirtækja hafa breyst og til hins betra í mörgum tilfellum. Þrátt fyrir að innkaupsverð hækki eitthvað þá á það ekki að skila sér nema að litlu leyti út í verðlag til neytanda. Og þyrfti í raun og veru ekki að gera það vegna breytinga á öðrum rekstrarþáttum,“ segir Auður. Verðhækkanir séu ekki réttlætanlegar á þessum tímapunkti. „Við teljum ekki tilefni til verðhækkana og það er ekkert sem myndi útskýra slíkar verðhækkanir miðað við hversu góð afkoma er hjá þessum fyrirtækjum.“
Neytendur Verðlag Verslun Tengdar fréttir Heildsölur hafa ekki séð viðlíka hækkanir á einu bretti Stærstu heildsölur landsins hafa ekki séð á eins víðtækar og skarpar verðhækkanir, og þær sem hafa gengið yfir á síðustu vikum. Fyrirtækin koma litlum vörnum við og telja að hækkanir frá erlendum framleiðendum og birgjum eigi eftir að seytla inn í smásöluverð á næstu mánuðum. 21. janúar 2022 07:00 Við höfum aðeins séð toppinn á ísjakanum, segir forstjóri Innness um verðhækkanir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innnes, segir að búast megi við verulegum hækkunum á verðlagi eftir því sem áhrif hækkana frá erlendum birgjum brjótast fram á smásölumarkaði. Honum kæmi ekki á óvart ef verð innfluttra vara myndi hækka um 10 til 12 prósent á næstu mánuðum. 20. janúar 2022 07:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Heildsölur hafa ekki séð viðlíka hækkanir á einu bretti Stærstu heildsölur landsins hafa ekki séð á eins víðtækar og skarpar verðhækkanir, og þær sem hafa gengið yfir á síðustu vikum. Fyrirtækin koma litlum vörnum við og telja að hækkanir frá erlendum framleiðendum og birgjum eigi eftir að seytla inn í smásöluverð á næstu mánuðum. 21. janúar 2022 07:00
Við höfum aðeins séð toppinn á ísjakanum, segir forstjóri Innness um verðhækkanir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innnes, segir að búast megi við verulegum hækkunum á verðlagi eftir því sem áhrif hækkana frá erlendum birgjum brjótast fram á smásölumarkaði. Honum kæmi ekki á óvart ef verð innfluttra vara myndi hækka um 10 til 12 prósent á næstu mánuðum. 20. janúar 2022 07:01