Valdníðsla Áshildur Linnet, Bergur Brynjar Álfþórsson, Birgir Örn Ólafsson og Ingþór Guðmundsson skrifa 27. janúar 2022 20:27 Nú berast fréttir af því að hópur alþingismanna hafi lagt fram frumvarp til að afnema skipulagsvaldið af sveitarfélögum á Suðurnesjum. Flutningsmenn frumvarpsins eru: Ásmundur Friðriksson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki, Jóhann Friðrik Friðriksson frá Framsóknaflokki, Ásthildur Lóa Þórsdóttir frá Flokki Fólksins og Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingunni. Eini þingmaður Suðurkjördæmis sem hreyft hefur við andmælum við frumvarpi þessu hingað til er Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn og ber að þakka fyrir það. Skýtur það skökku við að í hópi þessara málflutningsmanna eru núverandi og fyrrverandi sveitarstjórnarmenn sem og bæjarstjórar og má velta því fyrir sér hvort þeir í sömu stöðu myndu fara fram með slíkum hætti ef um hagsmuni þeirra sveitarfélags væri að ræða? Þó svo þessi gjörningur beinist augljóslega að Sveitarfélaginu Vogum, þá skal hafa í huga að ekkert sveitarfélag er hér undanskilið þótt gefið sé í skyn að um einskiptisaðgerð sé að ræða. Það fordæmi sem hér er sett fram er það alvarlegt að ekkert sveitarfélag eða alþingismaður ætti að sitja þegjandi hjá. Að sögn þeirra sem fram fara með málið þá er þetta gert í þágu almannahagsmuna. Hafa háttvirtir þingmenn velt því fyrir sér að almannahagsmunir eru margþættir? Það er öllum ljóst að styrkja þarf innviði flutningskerfis raforku á svæðinu og Sveitarfélagið Vogar hefur margoft lýst yfir stuðningi við það. Þetta snýst einnig um ásýnd og uppbyggingu á svæðinu, Reykjanesinu öllu. Þetta snýst því ekki um hvort menn vilji fara í þessa framkvæmd heldur hvernig. Vogamenn hafa lagt fram lausnir í þessu máli þannig að hagsmunir allra fari saman. Ber að hafa í huga að sú lausn sem Sveitarfélagið Vogar leggur til snýst ekki bara um eigin hagsmuni heldur hagsmuni allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Við erum eitt samfélag þar sem Reykjanesskaginn er anddyri landsins. Það er öllum ljóst sem kynna sér málið að enginn núverandi bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Vogum er andsnúinn atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, þvert á móti þá hefur sveitarfélagið staðið þétt að baki nágrönnum sínum þegar kemur að verkefnum tengdum svæðinu. Það er nefnilega þannig að forsendur fyrir uppbyggingu og þróun í Sveitarfélaginu Vogum byggist á góðri samvinnu og samstarfi við nágrannasveitarfélögin. Vogamenn upplifa nú algjört skilningsleysi jafnt alþingismanna sem og sveitarstjórnarmanna í nágrannasveitarfélögunum. Með samþykki nágranna okkar á framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu og því frumvarpi sem hefur verið lagt fram á Alþingi er vilji okkar virtur að vettugi. Okkur þykir brýnt að vekja athygli á að lagafrumvarp fyrrgreindra þingmanna er ekki einkamál Sveitarfélagsins Voga. Þvert á móti varðar það öll sveitarfélög í landinu og má því allt eins búast við því að ef stefna ríkis og sveitarfélaga fer ekki saman mega sveitarfélögin eiga yfir höfði sér lagasetningu. Við skorum á þingið að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og hafna umræddu frumvarpi. Höfundar eru bæjarfulltrúar E-listans í Sveitarfélaginu Vogum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vogar Orkumál Suðurnesjalína 2 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Nú berast fréttir af því að hópur alþingismanna hafi lagt fram frumvarp til að afnema skipulagsvaldið af sveitarfélögum á Suðurnesjum. Flutningsmenn frumvarpsins eru: Ásmundur Friðriksson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki, Jóhann Friðrik Friðriksson frá Framsóknaflokki, Ásthildur Lóa Þórsdóttir frá Flokki Fólksins og Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingunni. Eini þingmaður Suðurkjördæmis sem hreyft hefur við andmælum við frumvarpi þessu hingað til er Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn og ber að þakka fyrir það. Skýtur það skökku við að í hópi þessara málflutningsmanna eru núverandi og fyrrverandi sveitarstjórnarmenn sem og bæjarstjórar og má velta því fyrir sér hvort þeir í sömu stöðu myndu fara fram með slíkum hætti ef um hagsmuni þeirra sveitarfélags væri að ræða? Þó svo þessi gjörningur beinist augljóslega að Sveitarfélaginu Vogum, þá skal hafa í huga að ekkert sveitarfélag er hér undanskilið þótt gefið sé í skyn að um einskiptisaðgerð sé að ræða. Það fordæmi sem hér er sett fram er það alvarlegt að ekkert sveitarfélag eða alþingismaður ætti að sitja þegjandi hjá. Að sögn þeirra sem fram fara með málið þá er þetta gert í þágu almannahagsmuna. Hafa háttvirtir þingmenn velt því fyrir sér að almannahagsmunir eru margþættir? Það er öllum ljóst að styrkja þarf innviði flutningskerfis raforku á svæðinu og Sveitarfélagið Vogar hefur margoft lýst yfir stuðningi við það. Þetta snýst einnig um ásýnd og uppbyggingu á svæðinu, Reykjanesinu öllu. Þetta snýst því ekki um hvort menn vilji fara í þessa framkvæmd heldur hvernig. Vogamenn hafa lagt fram lausnir í þessu máli þannig að hagsmunir allra fari saman. Ber að hafa í huga að sú lausn sem Sveitarfélagið Vogar leggur til snýst ekki bara um eigin hagsmuni heldur hagsmuni allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Við erum eitt samfélag þar sem Reykjanesskaginn er anddyri landsins. Það er öllum ljóst sem kynna sér málið að enginn núverandi bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Vogum er andsnúinn atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, þvert á móti þá hefur sveitarfélagið staðið þétt að baki nágrönnum sínum þegar kemur að verkefnum tengdum svæðinu. Það er nefnilega þannig að forsendur fyrir uppbyggingu og þróun í Sveitarfélaginu Vogum byggist á góðri samvinnu og samstarfi við nágrannasveitarfélögin. Vogamenn upplifa nú algjört skilningsleysi jafnt alþingismanna sem og sveitarstjórnarmanna í nágrannasveitarfélögunum. Með samþykki nágranna okkar á framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu og því frumvarpi sem hefur verið lagt fram á Alþingi er vilji okkar virtur að vettugi. Okkur þykir brýnt að vekja athygli á að lagafrumvarp fyrrgreindra þingmanna er ekki einkamál Sveitarfélagsins Voga. Þvert á móti varðar það öll sveitarfélög í landinu og má því allt eins búast við því að ef stefna ríkis og sveitarfélaga fer ekki saman mega sveitarfélögin eiga yfir höfði sér lagasetningu. Við skorum á þingið að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og hafna umræddu frumvarpi. Höfundar eru bæjarfulltrúar E-listans í Sveitarfélaginu Vogum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar