Handbolti

Læri­sveinar Arons komnir í úr­slit Asíu­mótsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron á hliðarlínunni hjá Barein á HM 2019.
Aron á hliðarlínunni hjá Barein á HM 2019. TF-Images/Getty Images

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í landsliði Barein eru komnir í úrslit Asíumótsins í handbolta. Barein lagði Sádi-Arabíu með níu marka mun í undanúrslitum mótsins, lokatölur 29-20.

Úrslitaleikurinn fer fram á mánudag, 31. janúar en þar mætast Barein og Katar. Síðarnefnda liðið vann stórsigur á Íran í hinum undanúrslitaleiknum, lokatölur þar 34-19.

Katar hefur unnið mótið undanfarin ár en Aron og félagar geta stöðvað sigurgöngu þeirra með sigri á mánudag. Öll fjögur liðin sem tóku þátt í undanúrslitum mótsins hafa nú þegar tryggt sér sæti á HM sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi á næsta ári.

Aron hefur stýrt Barein frá árnu 2018 en hann er einnig þjálfari Hauka í Olís-deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×