Álftamýri / Bólstaðarhlíð Birkir Ingibjartsson skrifar 8. febrúar 2022 07:30 Á milli íbúagatnanna Bólstaðarhlíðar og Álftamýrar liggur Kringlumýrarbraut. Fimm akreina stofnbraut sem aðgreindar eru fyrir miðju með grindverki. Göturýmið er breitt og til hliðar við götuna er gróskumikill gróður sem afmarkar skýran jaðar aðliggjandi íbúðarhverfa. Skilaboðin eru skýr - á milli þessarra hverfa á ekki að vera neinn samgangur. Kringlumýrarbraut hefur forgang og á að tryggja flæði, helst nógu hratt og óhindrað. Þessi skilaboð skila sér vel til vegfarenda. Þarna er mikil umferð og bílar keyra mjög hratt. Fáir íbúar gera sér erindi milli hverfanna enda gatnamótin sem varða þennan kafla, við Miklubraut og Háaleitisbraut, ógnvænleg fyrir óvarða vegfarendur. Að fara þarna yfir með börn er virkilega óþægilegt og ég skil það vel að fólk veigri fyrir sér að hleypa börnunum sínum af sjálfsdáðum milli hverfanna. Sem íbúi í Safamýri verð ég hinsvegar oft forvitinn um að kíkja yfir í Hlíðarnar og skoða þau mörgu skemmtilegu svæði sem þar er að finna. Ekki síst eru þar Klambratún og Kjarvalsstaðir spennandi áfangastaðir. Svo er margfalt skemmtilegra að ganga um Hlíðarnar ef ég er á leið niður í miðbæ en að labba meðfram Miklubraut eða efri hluta Laugavegar. Hér í Safamýrinni er svo til að mynda öflugt íþróttasvæði sem ég gæti vel trúað að krakkarnir í Hlíðunum hefðu áhuga á að nýta sér. Að bæta göngu- og hjólatengingar á milli þessara nálægu en aðskildu hverfa ætti því að vera mikið keppikefli fyrir okkur íbúa á svæðinu. Margar ólíkar útfærslur gætu komið til greina, ýmist í plani eða mislægar. Sjálfur tel ég liggja beinast við að setja gönguljós í anda þeirra á Miklubrautinni við Stakkahlíð. Ekki einungis væri það einfaldasta lausnin fyrir gangandi og hjólandi heldur myndi það einnig tempra og hægja á umferð á þessum kafla. Næstu gatnamót á undan og eftir gætu þannig einnig orðið öruggari fyrir alla ef hægt yrði á bílaumferðinni. Borgarlínan gæti svo stoppað við hlið gönguljósanna þegar hún verður lögð niður Kringlumýrarbrautina. Að jafna leikinn milli ólíkra ferðamáta er lykilatriði í að bjóða fólki upp á raunverulegt frelsi í vali á ferðamáta við ólík tilefni. Það er um leið jafnaðarmál að tryggja öllum jafnt aðgengi að gæðum borgarinnar óháð aldri eða hreyfifærni. Umræddur vegkafli er sá lengsti á svæðinu þar sem íbúar eru hindraðir að þvera götuna milli hverfa. Það er óboðlegt í miðju borgarinnar að einum ferðamáta sé úthlutað óhindruðu flæði á kostnað annarra. Sérstaklega ekki á meðan aðrir ferðamátar þurfa taka á sig stórar lykkjur eða búa ekki einu sinnu við fullnægjandi öryggi. Við þurfum að setja aðgengi og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í forgang. Aukum frelsi allra til að ferðast um borgina okkar og styrkjum tengslin milli aðskildra hverfishluta. Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Reykjavík Skipulag Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Sjá meira
Á milli íbúagatnanna Bólstaðarhlíðar og Álftamýrar liggur Kringlumýrarbraut. Fimm akreina stofnbraut sem aðgreindar eru fyrir miðju með grindverki. Göturýmið er breitt og til hliðar við götuna er gróskumikill gróður sem afmarkar skýran jaðar aðliggjandi íbúðarhverfa. Skilaboðin eru skýr - á milli þessarra hverfa á ekki að vera neinn samgangur. Kringlumýrarbraut hefur forgang og á að tryggja flæði, helst nógu hratt og óhindrað. Þessi skilaboð skila sér vel til vegfarenda. Þarna er mikil umferð og bílar keyra mjög hratt. Fáir íbúar gera sér erindi milli hverfanna enda gatnamótin sem varða þennan kafla, við Miklubraut og Háaleitisbraut, ógnvænleg fyrir óvarða vegfarendur. Að fara þarna yfir með börn er virkilega óþægilegt og ég skil það vel að fólk veigri fyrir sér að hleypa börnunum sínum af sjálfsdáðum milli hverfanna. Sem íbúi í Safamýri verð ég hinsvegar oft forvitinn um að kíkja yfir í Hlíðarnar og skoða þau mörgu skemmtilegu svæði sem þar er að finna. Ekki síst eru þar Klambratún og Kjarvalsstaðir spennandi áfangastaðir. Svo er margfalt skemmtilegra að ganga um Hlíðarnar ef ég er á leið niður í miðbæ en að labba meðfram Miklubraut eða efri hluta Laugavegar. Hér í Safamýrinni er svo til að mynda öflugt íþróttasvæði sem ég gæti vel trúað að krakkarnir í Hlíðunum hefðu áhuga á að nýta sér. Að bæta göngu- og hjólatengingar á milli þessara nálægu en aðskildu hverfa ætti því að vera mikið keppikefli fyrir okkur íbúa á svæðinu. Margar ólíkar útfærslur gætu komið til greina, ýmist í plani eða mislægar. Sjálfur tel ég liggja beinast við að setja gönguljós í anda þeirra á Miklubrautinni við Stakkahlíð. Ekki einungis væri það einfaldasta lausnin fyrir gangandi og hjólandi heldur myndi það einnig tempra og hægja á umferð á þessum kafla. Næstu gatnamót á undan og eftir gætu þannig einnig orðið öruggari fyrir alla ef hægt yrði á bílaumferðinni. Borgarlínan gæti svo stoppað við hlið gönguljósanna þegar hún verður lögð niður Kringlumýrarbrautina. Að jafna leikinn milli ólíkra ferðamáta er lykilatriði í að bjóða fólki upp á raunverulegt frelsi í vali á ferðamáta við ólík tilefni. Það er um leið jafnaðarmál að tryggja öllum jafnt aðgengi að gæðum borgarinnar óháð aldri eða hreyfifærni. Umræddur vegkafli er sá lengsti á svæðinu þar sem íbúar eru hindraðir að þvera götuna milli hverfa. Það er óboðlegt í miðju borgarinnar að einum ferðamáta sé úthlutað óhindruðu flæði á kostnað annarra. Sérstaklega ekki á meðan aðrir ferðamátar þurfa taka á sig stórar lykkjur eða búa ekki einu sinnu við fullnægjandi öryggi. Við þurfum að setja aðgengi og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í forgang. Aukum frelsi allra til að ferðast um borgina okkar og styrkjum tengslin milli aðskildra hverfishluta. Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun