Fátt nýtt í fámennu ráðuneyti Andrés Ingi Jónsson skrifar 8. febrúar 2022 12:00 Þegar ný ríkisstjórn tók við störfum í haust var farið í sögulegar tilfærslur á verkefnum á milli ráðuneyta til að geta fjölgað ráðherrastólum svo kapallinn á milli stjórnarflokkanna gengi örugglega upp. Úr því urðu til nokkur lítil bland-í-poka-ráðuneyti, sem fá til sín mjög fjölbreytta málaflokka en hætt er við að verði of smá til að sinna þeim verkefnum sem þeim er ætlað. Of smátt fyrir stór verkefni Eitt af nýju ráðuneytunum er háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Í óundirbúnum fyrirspurnum svaraði ráðherrann mér því að sennilega yrðu stöðugildin þar ekki nema 35 talsins. Ráðuneytinu er ætlað að sinna málefnum vísinda og rannsókna; nýsköpun, tækniþróun og stuðningskerfi atvinnulífs; hugverkaréttinda og alls iðnaðar; og þeim ört vaxandi málaflokki sem fjarskipti eru í tæknivæddu samfélagi. Að ætla að gera allt þetta með 35 starfsmönnum ber vott um mikla bjartsýni eða sýnir að einfaldlega er horft framhjá umfangi verkefnisins í þágu fleiri ráðherrastóla. Þá kom einnig í ljós í svörum ráðherrans að margt af því sem sagt hefur verið um nýsköpun í vinnubrögðum við undirbúning og skipulag ráðuneytisins er orðum aukið. Í viðtali við Innherja Vísis lýsti ráðherra því að tilgangurinn með þeim fjölmörgu breytingum sem nú sé verið að innleiða sé að “brjóta niður síló” og innleiða verkefnadrifna nálgun úr einkageiranum. Til margs er að vinna að fá ráðuneyti til að vinna betur saman sem heild, en í viðtalinu lýsir ráðherrann því að til að ná þessu fram verði horfið frá fagskrifstofum hefðbundinna ráðuneyta. Þegar ég spurði út í þetta í þingsal kom hins vegar fram að það yrðu alveg fagskrifstofur í ráðuneytinu: Tvær talsins. Tæplega tuttugu starfsmenn í hverri skrifstofu er nokkurn veginn í takt við það sem gengur og gerist í öðrum fagskrifstofum Stjórnarráðsins. Sú stefna að ný störf verði almennt auglýst án fastrar staðsetningar er góðra gjalda verð en auðvitað algjörlega í takt við kröfu samtímans, hluti af því sem á að vera almenn stefna hjá ríkinu, og eitthvað sem hefur verið hrint í framkvæmd á undanförnum árum. Sú þróun er til komin vegna ákalls vinnandi fólks um aukinn sveigjanleika í starfi, aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs og svo náttúrulega til að efla tækifæri fólks út um allt land. Litið til slæmra fyrirmynda Þegar kemur að skipulagi hins nýja ráðuneytis virðist háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra horfa allt of stíft á verklag í einkageiranum. Þar vekur reyndar vissar áhyggjur að sem dæmi um fyrirmyndir nefnir hún Jeff Bezos, sem byggir auð sinn m.a. á hræðilegri meðferð á starfsfólki Amazon. En það sem skiptir höfuðmáli er að ráðherra nýsköpunar átti sig betur á þeirri miklu nýsköpun sem hefur verið innan opinbera geirans á undanförnum árum og áratugum. Sú framþróun hefur líklega aldrei verið hraðari en undanfarin tvö ár þar sem stofnanir ríkisins hafa hver og ein lagt kapp á að gera starfsemi sína óháða staðsetningu starfsfólks, taka upp verkefnamiðað skipulag og tryggja þjónustu við almenning með nýjum og nútímalegum lausnum. Ef nýtt ráðuneyti á að bera þess skýr merki að vera búið til árið 2022, þá má ráðherrann ekki einblína svo mikið á rekstur einkageirans að hún gleymi að horfa á það sem best gerist í opinberum rekstri. Annars kemur ekki endilega á óvart að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins líti á rekstur hins opinbera eins og um væri að ræða einkafyrirtæki. Í því samhengi vekur nokkrar áhyggjur að þegar ráðherra valdi sér ráðuneytisstjóra fyrir þessa fyrstu mótunarmánuði nýs ráðuneytis þá leitaði hún til flokkssystur sinnar. Ráðuneytið sem heldur utan um alla þessa mikilvægu samfélagslegu málaflokka verður þannig frá upphafi mótað að pólitískri sýn nýfrjálshyggjunnar – eftir að stofnað var til þess á pólitískum forsendum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Þegar ný ríkisstjórn tók við störfum í haust var farið í sögulegar tilfærslur á verkefnum á milli ráðuneyta til að geta fjölgað ráðherrastólum svo kapallinn á milli stjórnarflokkanna gengi örugglega upp. Úr því urðu til nokkur lítil bland-í-poka-ráðuneyti, sem fá til sín mjög fjölbreytta málaflokka en hætt er við að verði of smá til að sinna þeim verkefnum sem þeim er ætlað. Of smátt fyrir stór verkefni Eitt af nýju ráðuneytunum er háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Í óundirbúnum fyrirspurnum svaraði ráðherrann mér því að sennilega yrðu stöðugildin þar ekki nema 35 talsins. Ráðuneytinu er ætlað að sinna málefnum vísinda og rannsókna; nýsköpun, tækniþróun og stuðningskerfi atvinnulífs; hugverkaréttinda og alls iðnaðar; og þeim ört vaxandi málaflokki sem fjarskipti eru í tæknivæddu samfélagi. Að ætla að gera allt þetta með 35 starfsmönnum ber vott um mikla bjartsýni eða sýnir að einfaldlega er horft framhjá umfangi verkefnisins í þágu fleiri ráðherrastóla. Þá kom einnig í ljós í svörum ráðherrans að margt af því sem sagt hefur verið um nýsköpun í vinnubrögðum við undirbúning og skipulag ráðuneytisins er orðum aukið. Í viðtali við Innherja Vísis lýsti ráðherra því að tilgangurinn með þeim fjölmörgu breytingum sem nú sé verið að innleiða sé að “brjóta niður síló” og innleiða verkefnadrifna nálgun úr einkageiranum. Til margs er að vinna að fá ráðuneyti til að vinna betur saman sem heild, en í viðtalinu lýsir ráðherrann því að til að ná þessu fram verði horfið frá fagskrifstofum hefðbundinna ráðuneyta. Þegar ég spurði út í þetta í þingsal kom hins vegar fram að það yrðu alveg fagskrifstofur í ráðuneytinu: Tvær talsins. Tæplega tuttugu starfsmenn í hverri skrifstofu er nokkurn veginn í takt við það sem gengur og gerist í öðrum fagskrifstofum Stjórnarráðsins. Sú stefna að ný störf verði almennt auglýst án fastrar staðsetningar er góðra gjalda verð en auðvitað algjörlega í takt við kröfu samtímans, hluti af því sem á að vera almenn stefna hjá ríkinu, og eitthvað sem hefur verið hrint í framkvæmd á undanförnum árum. Sú þróun er til komin vegna ákalls vinnandi fólks um aukinn sveigjanleika í starfi, aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs og svo náttúrulega til að efla tækifæri fólks út um allt land. Litið til slæmra fyrirmynda Þegar kemur að skipulagi hins nýja ráðuneytis virðist háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra horfa allt of stíft á verklag í einkageiranum. Þar vekur reyndar vissar áhyggjur að sem dæmi um fyrirmyndir nefnir hún Jeff Bezos, sem byggir auð sinn m.a. á hræðilegri meðferð á starfsfólki Amazon. En það sem skiptir höfuðmáli er að ráðherra nýsköpunar átti sig betur á þeirri miklu nýsköpun sem hefur verið innan opinbera geirans á undanförnum árum og áratugum. Sú framþróun hefur líklega aldrei verið hraðari en undanfarin tvö ár þar sem stofnanir ríkisins hafa hver og ein lagt kapp á að gera starfsemi sína óháða staðsetningu starfsfólks, taka upp verkefnamiðað skipulag og tryggja þjónustu við almenning með nýjum og nútímalegum lausnum. Ef nýtt ráðuneyti á að bera þess skýr merki að vera búið til árið 2022, þá má ráðherrann ekki einblína svo mikið á rekstur einkageirans að hún gleymi að horfa á það sem best gerist í opinberum rekstri. Annars kemur ekki endilega á óvart að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins líti á rekstur hins opinbera eins og um væri að ræða einkafyrirtæki. Í því samhengi vekur nokkrar áhyggjur að þegar ráðherra valdi sér ráðuneytisstjóra fyrir þessa fyrstu mótunarmánuði nýs ráðuneytis þá leitaði hún til flokkssystur sinnar. Ráðuneytið sem heldur utan um alla þessa mikilvægu samfélagslegu málaflokka verður þannig frá upphafi mótað að pólitískri sýn nýfrjálshyggjunnar – eftir að stofnað var til þess á pólitískum forsendum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar