Frestað! Hildur Björnsdóttir skrifar 9. febrúar 2022 12:00 Byggingarfulltrúi í Reykjavík tók til afgreiðslu á dögunum, 88 mál á fimm klukkustunda fundi. Það fór ekki betur en svo að 63 málanna var frestað. Torsótt er að kynna sér ástæður frestunar. Höfuðborgin miðlar nefnilega illa fundargerðum sem þó innihalda einhverjar mikilvægustu hagtölur landsins. Ekki má með góðu móti afla upplýsinga eða vakta afgreiðslur eins mikilvægasta embættis landsins - allra síst með hjálp hugbúnaðar - þrátt fyrir að borgin hafi þegar varið milljörðum í stafræna þróun. En hvers vegna ætli tæplega 72% mála á fimm klukkustunda fundi hafi verið frestað og aðeins 25% samþykkt? Til samanburðar er samþykktarhlutfall byggingafulltrúa nágrannasveitarfélaga nær 90%. Munurinn er sláandi, jafnvel þó málafjöldinn sé minni. Ekki síst í ljósi þess að allir byggingarfulltrúar landsins starfa eftir sömu lögum og reglugerðum. Gæti verið að munurinn felist í verklagi og viðhorfi til uppbyggingaraðila? Reykjavík ætti með réttu að vera draumasveitarfélag verktaka, hönnuða, uppbyggingaraðila og fasteignaeiganda. Ef svo ætti að vera þyrfti hins vegar gagnkvæmt traust og virðing að ríkja milli þessara aðila og höfuðborgarinnar. Upplýsingagjöf verður að vera skilvirk, stafræn og að mestu sjálfvirk. Dýrmætum tíma sérfræðinga á ekki að eyða í óþarfa fyrirspurnir sem leysa mætti með einföldum tæknilausnum. Fyrst og síðast þarf að finna lausnir sem flýta afgreiðslu mála, liðka fyrir samskiptum, draga úr flækjustigi og skapa umhverfi þarf sem jákvæð þjónustulund er í fyrirrúmi. Þegar miklum meirihluta mála er frestað með tilheyrandi kostnaði, sem á endanum flyst út í verðlag, er úrbóta þörf. Velta þarf öllum steinum við, skoða hvernig tíma starfsfólks er best varið, fjölga afgreiðslufundum, útvista verkefnum þar sem það á við og þróa stafrænar lausnir í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtæki á frjálsum markaði. Þegar kemur að skipulags- og byggingarmálum á borgin vera leiðandi í þjónustu- og ráðgjafarhlutverki. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa eiga að vera stökkpallur fyrir spennandi verkefni, ekki stórkostleg hraðahindrun eða fenblaut mýri geðþóttaákvarðana. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Stjórnsýsla Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Byggingarfulltrúi í Reykjavík tók til afgreiðslu á dögunum, 88 mál á fimm klukkustunda fundi. Það fór ekki betur en svo að 63 málanna var frestað. Torsótt er að kynna sér ástæður frestunar. Höfuðborgin miðlar nefnilega illa fundargerðum sem þó innihalda einhverjar mikilvægustu hagtölur landsins. Ekki má með góðu móti afla upplýsinga eða vakta afgreiðslur eins mikilvægasta embættis landsins - allra síst með hjálp hugbúnaðar - þrátt fyrir að borgin hafi þegar varið milljörðum í stafræna þróun. En hvers vegna ætli tæplega 72% mála á fimm klukkustunda fundi hafi verið frestað og aðeins 25% samþykkt? Til samanburðar er samþykktarhlutfall byggingafulltrúa nágrannasveitarfélaga nær 90%. Munurinn er sláandi, jafnvel þó málafjöldinn sé minni. Ekki síst í ljósi þess að allir byggingarfulltrúar landsins starfa eftir sömu lögum og reglugerðum. Gæti verið að munurinn felist í verklagi og viðhorfi til uppbyggingaraðila? Reykjavík ætti með réttu að vera draumasveitarfélag verktaka, hönnuða, uppbyggingaraðila og fasteignaeiganda. Ef svo ætti að vera þyrfti hins vegar gagnkvæmt traust og virðing að ríkja milli þessara aðila og höfuðborgarinnar. Upplýsingagjöf verður að vera skilvirk, stafræn og að mestu sjálfvirk. Dýrmætum tíma sérfræðinga á ekki að eyða í óþarfa fyrirspurnir sem leysa mætti með einföldum tæknilausnum. Fyrst og síðast þarf að finna lausnir sem flýta afgreiðslu mála, liðka fyrir samskiptum, draga úr flækjustigi og skapa umhverfi þarf sem jákvæð þjónustulund er í fyrirrúmi. Þegar miklum meirihluta mála er frestað með tilheyrandi kostnaði, sem á endanum flyst út í verðlag, er úrbóta þörf. Velta þarf öllum steinum við, skoða hvernig tíma starfsfólks er best varið, fjölga afgreiðslufundum, útvista verkefnum þar sem það á við og þróa stafrænar lausnir í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtæki á frjálsum markaði. Þegar kemur að skipulags- og byggingarmálum á borgin vera leiðandi í þjónustu- og ráðgjafarhlutverki. Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa eiga að vera stökkpallur fyrir spennandi verkefni, ekki stórkostleg hraðahindrun eða fenblaut mýri geðþóttaákvarðana. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun