Handbolti

Lærisveinar Aðalsteins styrktu stöðu sína á toppnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten unnu góðan sigur í kvöld.
Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten unnu góðan sigur í kvöld. Andreas Gora/picture alliance via Getty Images

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten unnu góðan fjögurra marka sigur er liðið heimsótti Wacker Thun í svissnesku deildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 30-26, en Kedetten hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu.

Mikið jafnræði var með liðunum allt frá fyrstu mínútu og lítið sem ekkert sem gat skilið liðin að. Gestirnir í Kadetten fóru þó með minnsta mögulega forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 14-13.

Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleik þar sem liðin héldust í hendur lengst af. Gestirnir í Kadetten virstu þó vera hálfu skrefi á undan og sigldu fram úr á lokamínútunum. Þeir unnu að lokum góðan fjögurra marka sigur, 30-26.

Aðalsteinn situr með lærisveina sína á toppi deildarinnar með 32 stig eftir 17 leiki. Liðið hefur unnið 15 og gert tvö jafntefli á tímabilinu. Wacker Thun situr hins vegar í þriðja sæti deildarinnar með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×