Í skjóli umræðunnar Sara Björg Pétursdóttir skrifar 12. febrúar 2022 13:31 Flest ef ekki öll erum við sammála um það að vilja búa í samfélagi án ofbeldis. Við viljum samfélag þar sem umburðarlyndi og jafnrétti ríkir og þar sem ofbeldi er einfaldlega ekki liðið. Undanfarin ár hafa konur um allan heim stigið fram í nafni me too hreyfingarinnar með frásagnir af kynbundnu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir, ýmist á vinnustöðum, í nánum samböndum eða úti í samfélaginu. Ofbeldið sem er í raun allt frá því að vera ósæmileg hegðun af ýmsum toga og yfir í það að vera mjög alvarleg kynferðisbrot virðast þó ennþá vera sett undir sama hattinn og allir sem því beita skilgreindir sem ofbeldismenn. Hefur það hlotið gagnrýni í umræðunni hversu lítill greinarmunur er gerður á ósæmilegri hegðun og alvarlegum brotum, þó svo að öll ósæmileg hegðun gagnvart konum sé vissulega fordæmd. Víða um heim, þar með talið hér á landi, hefur umræðan verið á þá leið að réttarkerfið hafi í raun brugðist þolendum kynferðisbrota sem hafi ýtt þeim í þá átt að taka málin í sínar eigin hendur svo á þær sé hreinlega hlustað. Má því segja að réttlætiskennd samfélagsins og upplifun þolanda sé á þeim stað að vantraust ríkir gagnvart réttarkerfinu sem hefur leitt til þess að samfélagsmiðlar hafa tekið við ákveðnu hlutverki réttarkerfisins og gegnir í dag veigamiklu hlutverki í frásögnum þolanda. Er það eitt og sér umhugsunarefni fyrir bæði samfélagið okkar en einnig fyrir þá sem starfa í réttarkerfinu og koma að þessum málaflokki. Eiga mál af þessu tagi heima á samfélagsmiðlum og viljum við að meðferð þeirra fari fram hjá almenningi? Hér á landi er tjáningarfrelsið vandlega varið af stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu og hefur það óneitanlega gefið þolendum það rými sem þeir þurfa til að segja sögu sína opinberlega. Að sama skapi þarf líka mikið hugrekki til að berskjalda sig með þeim hætti og deila sárri, átakanlegri og persónulegri reynslu sinni. Þegar þolendur stíga fram með upplifun sína og ýmist nafngreina meinta gerendur sína eða gefa skýrar vísbendingar um hvern er rætt hefur það sýnt sig að þeir mega í kjölfarið eiga von á því missa bæði mannorð sitt og afkomu auk þess sem tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs þeirra virðist sjálfkrafa skerðast. Má því segja að það sé í raun refsing samfélagsins sem þeir og jafnvel aðstandendur þeirra standa frammi fyrir, óháð eðli eða alvarleika málsins og án þess að rödd þeirra fái að heyrast. Þegar markmið me too byltingarinnar eru skoðuð virðast þau fyrst og fremst fela í sér að veita þolendum rými til að segja frá ofbeldinu sem þeir upplifðu og að þeim sé trúað þannig að þeir geti skilað skömminni til eiganda sinna, geranda. Er það gert í þeim tilgangi að gerendur gangist við hegðun sinni, skilji að hún hafði skaðleg áhrif á þolandann og axli ábyrgð með því að bæta hegðun sína. Hefur umræðan jafnframt að undanförnu snúist um það hvernig gerendur sýni iðrun og geti axlað ábyrgð á fullnægjandi hátt að mati samfélagsins. Í nýlegu slíku máli vakti það athygli mína að í frásögn þolanda af ofbeldi í nánu sambandi er jafnframt gerð krafa á samfélagið að bregðast við frásögninni með algjörri sniðgöngu á meintum geranda, bæði félagslega og í atvinnulífi. Velti ég því fyrir mér hvort það sé í raun markmið me too byltingarinnar og hin raunverulega refsing að mati samfélagsins að útskúfa gerendum úr samfélaginu með þessum hætti. Jafnvel þó langt sé liðið frá því að meint brot hafi átt sér stað, gerandi hafi þegar gengist við hegðun sinni og leitað sér faglegrar aðstoðar í þeim tilgangi að bæta hegðun sína. Ef svo er, eiga þá gerendur nokkurn tímann afturkvæmt í samfélagið aftur og hver tekur þá ákvörðun? Við sem samfélag höfum sagt það hátt og skýrt að við sýnum engu ofbeldi umburðarlyndi. Er þá réttlætanlegt að við sem samfélag beitum því í raun sjálf með aðferðum eins og útskúfun og sniðgöngu einstaka einstaklinga í skjóli umræðunnar? Hvað þurfa margir þolendur að berskjalda sig og hvað þarf að útskúfa mörgum meintum gerendum áður en við náum fram þeim breytingum sem við viljum sjá? Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Flest ef ekki öll erum við sammála um það að vilja búa í samfélagi án ofbeldis. Við viljum samfélag þar sem umburðarlyndi og jafnrétti ríkir og þar sem ofbeldi er einfaldlega ekki liðið. Undanfarin ár hafa konur um allan heim stigið fram í nafni me too hreyfingarinnar með frásagnir af kynbundnu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir, ýmist á vinnustöðum, í nánum samböndum eða úti í samfélaginu. Ofbeldið sem er í raun allt frá því að vera ósæmileg hegðun af ýmsum toga og yfir í það að vera mjög alvarleg kynferðisbrot virðast þó ennþá vera sett undir sama hattinn og allir sem því beita skilgreindir sem ofbeldismenn. Hefur það hlotið gagnrýni í umræðunni hversu lítill greinarmunur er gerður á ósæmilegri hegðun og alvarlegum brotum, þó svo að öll ósæmileg hegðun gagnvart konum sé vissulega fordæmd. Víða um heim, þar með talið hér á landi, hefur umræðan verið á þá leið að réttarkerfið hafi í raun brugðist þolendum kynferðisbrota sem hafi ýtt þeim í þá átt að taka málin í sínar eigin hendur svo á þær sé hreinlega hlustað. Má því segja að réttlætiskennd samfélagsins og upplifun þolanda sé á þeim stað að vantraust ríkir gagnvart réttarkerfinu sem hefur leitt til þess að samfélagsmiðlar hafa tekið við ákveðnu hlutverki réttarkerfisins og gegnir í dag veigamiklu hlutverki í frásögnum þolanda. Er það eitt og sér umhugsunarefni fyrir bæði samfélagið okkar en einnig fyrir þá sem starfa í réttarkerfinu og koma að þessum málaflokki. Eiga mál af þessu tagi heima á samfélagsmiðlum og viljum við að meðferð þeirra fari fram hjá almenningi? Hér á landi er tjáningarfrelsið vandlega varið af stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu og hefur það óneitanlega gefið þolendum það rými sem þeir þurfa til að segja sögu sína opinberlega. Að sama skapi þarf líka mikið hugrekki til að berskjalda sig með þeim hætti og deila sárri, átakanlegri og persónulegri reynslu sinni. Þegar þolendur stíga fram með upplifun sína og ýmist nafngreina meinta gerendur sína eða gefa skýrar vísbendingar um hvern er rætt hefur það sýnt sig að þeir mega í kjölfarið eiga von á því missa bæði mannorð sitt og afkomu auk þess sem tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs þeirra virðist sjálfkrafa skerðast. Má því segja að það sé í raun refsing samfélagsins sem þeir og jafnvel aðstandendur þeirra standa frammi fyrir, óháð eðli eða alvarleika málsins og án þess að rödd þeirra fái að heyrast. Þegar markmið me too byltingarinnar eru skoðuð virðast þau fyrst og fremst fela í sér að veita þolendum rými til að segja frá ofbeldinu sem þeir upplifðu og að þeim sé trúað þannig að þeir geti skilað skömminni til eiganda sinna, geranda. Er það gert í þeim tilgangi að gerendur gangist við hegðun sinni, skilji að hún hafði skaðleg áhrif á þolandann og axli ábyrgð með því að bæta hegðun sína. Hefur umræðan jafnframt að undanförnu snúist um það hvernig gerendur sýni iðrun og geti axlað ábyrgð á fullnægjandi hátt að mati samfélagsins. Í nýlegu slíku máli vakti það athygli mína að í frásögn þolanda af ofbeldi í nánu sambandi er jafnframt gerð krafa á samfélagið að bregðast við frásögninni með algjörri sniðgöngu á meintum geranda, bæði félagslega og í atvinnulífi. Velti ég því fyrir mér hvort það sé í raun markmið me too byltingarinnar og hin raunverulega refsing að mati samfélagsins að útskúfa gerendum úr samfélaginu með þessum hætti. Jafnvel þó langt sé liðið frá því að meint brot hafi átt sér stað, gerandi hafi þegar gengist við hegðun sinni og leitað sér faglegrar aðstoðar í þeim tilgangi að bæta hegðun sína. Ef svo er, eiga þá gerendur nokkurn tímann afturkvæmt í samfélagið aftur og hver tekur þá ákvörðun? Við sem samfélag höfum sagt það hátt og skýrt að við sýnum engu ofbeldi umburðarlyndi. Er þá réttlætanlegt að við sem samfélag beitum því í raun sjálf með aðferðum eins og útskúfun og sniðgöngu einstaka einstaklinga í skjóli umræðunnar? Hvað þurfa margir þolendur að berskjalda sig og hvað þarf að útskúfa mörgum meintum gerendum áður en við náum fram þeim breytingum sem við viljum sjá? Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun