Kjósum formann sem berst fyrir félagsfólk Eflingar Anna Ólafía Grétarsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 14:02 Ég byrjaði að vinna á leikskóla árið 2014 eftir að hafa unnið á fjármálamarkaði í tugi ára. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu mikil og erfið vinna fer fram á leikskólum borgarinnar, við bág kjör og oft lélegan húsakost. Ég lenti til dæmis í mygluhúsnæði, sem ég varð mjög veik af. Þegar kom svo að fyrstu launaútborguninni þá fékk ég áfall, ég trúði ekki staðreyndinni að þetta gætu virkilega verið launin fyrir alla þessa vinnu. Ég upplifði mikla höfnun og ég skammaðist mín fyrir að fá þessi lúsarlaun. Mér fannst engin virðing borin fyrir vinnunni sem ég vann, né fyrir sjálfri mér sem starfsmanni. Mér fannst þetta til skammar fyrir utan það að þetta dugði ekki fyrir framfærslu. En viti menn, svo var Sólveig Anna kosin formaður Eflingar. Hún hafði unnið á leikskóla og önnur láglaunastörf og vissi hvernig líf þetta var. Loksins kom einhver sem barðist fyrir okkur. Það var fyrir hennar dugnað sem að loksins eftir kjarasamningana 2019- 2020 urðu launin sæmileg. Því til viðbótar skipti líka miklu máli að finna virðinguna sem barátta okkar gaf okkur. Ég kynntist Sólveigu Önnu Jónsdóttur þegar ég var í samninganefnd Eflingar við Reykjavíkurborg veturinn 2019-2020. Að sjá baráttuhugann í henni, eljuna og seigluna í því að berjast fyrir láglaunafólkið um leiðréttingu launa og aðbúnað þeirra á vinnustað var ótrúlegt. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum, alveg sama hvað á gekk þá stóð hún keik. Þótt Sólveig væri í víglínunni fyrir okkar hönd þá vorum við, óbreyttir Eflingarfélagar í samninganefndinni, alltaf með í ráðum. Við vorum nær alltaf viðstödd sjálfa samningafundina og við ræddum allar tillögur í smáatriðum á okkar eigin fundum. Okkar rödd í öllu ferlinu var sterk. Það var magnað að sjá láglaunafólk úr fjölbreyttum störfum í borginni taka virkan þátt og hafa áhrif á gang eigin kjaraviðræðna. Þetta var mjög erfið barátta. Það er mín skoðun að við hefðum aldrei náð þessum frábæru samningum nema vegna þess hvernig Sólveig leiddi þessar viðræður og vann með samninganefndinni og öðru félagsfólki. Sólveig sá líka til þess að kraftar skrifstofunnar væru nýttir í allri þessari vinnu sem átti stóran þátt í árangrinum. Loksins var einhver kominn við völd í Eflingu sem stóð upp og barðist fram í rauðan dauðann fyrir verkafólkið í Eflingu og vildi nota félagið í þeim tilgangi. Við Eflingarfélaga vil ég segja: Kjósum Sólveigu Önnu og Baráttulistann. Með því að merkja við B á kjörseðlinum tryggjum við að félagið okkar vinni áfram af krafti fyrir verkafólk. Það skiptir máli hver er formaður Eflingar og þar er Sólveig Anna færust. Munum að kjósa fyrir klukkan 20 á þriðjudaginn! Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Ég byrjaði að vinna á leikskóla árið 2014 eftir að hafa unnið á fjármálamarkaði í tugi ára. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu mikil og erfið vinna fer fram á leikskólum borgarinnar, við bág kjör og oft lélegan húsakost. Ég lenti til dæmis í mygluhúsnæði, sem ég varð mjög veik af. Þegar kom svo að fyrstu launaútborguninni þá fékk ég áfall, ég trúði ekki staðreyndinni að þetta gætu virkilega verið launin fyrir alla þessa vinnu. Ég upplifði mikla höfnun og ég skammaðist mín fyrir að fá þessi lúsarlaun. Mér fannst engin virðing borin fyrir vinnunni sem ég vann, né fyrir sjálfri mér sem starfsmanni. Mér fannst þetta til skammar fyrir utan það að þetta dugði ekki fyrir framfærslu. En viti menn, svo var Sólveig Anna kosin formaður Eflingar. Hún hafði unnið á leikskóla og önnur láglaunastörf og vissi hvernig líf þetta var. Loksins kom einhver sem barðist fyrir okkur. Það var fyrir hennar dugnað sem að loksins eftir kjarasamningana 2019- 2020 urðu launin sæmileg. Því til viðbótar skipti líka miklu máli að finna virðinguna sem barátta okkar gaf okkur. Ég kynntist Sólveigu Önnu Jónsdóttur þegar ég var í samninganefnd Eflingar við Reykjavíkurborg veturinn 2019-2020. Að sjá baráttuhugann í henni, eljuna og seigluna í því að berjast fyrir láglaunafólkið um leiðréttingu launa og aðbúnað þeirra á vinnustað var ótrúlegt. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum, alveg sama hvað á gekk þá stóð hún keik. Þótt Sólveig væri í víglínunni fyrir okkar hönd þá vorum við, óbreyttir Eflingarfélagar í samninganefndinni, alltaf með í ráðum. Við vorum nær alltaf viðstödd sjálfa samningafundina og við ræddum allar tillögur í smáatriðum á okkar eigin fundum. Okkar rödd í öllu ferlinu var sterk. Það var magnað að sjá láglaunafólk úr fjölbreyttum störfum í borginni taka virkan þátt og hafa áhrif á gang eigin kjaraviðræðna. Þetta var mjög erfið barátta. Það er mín skoðun að við hefðum aldrei náð þessum frábæru samningum nema vegna þess hvernig Sólveig leiddi þessar viðræður og vann með samninganefndinni og öðru félagsfólki. Sólveig sá líka til þess að kraftar skrifstofunnar væru nýttir í allri þessari vinnu sem átti stóran þátt í árangrinum. Loksins var einhver kominn við völd í Eflingu sem stóð upp og barðist fram í rauðan dauðann fyrir verkafólkið í Eflingu og vildi nota félagið í þeim tilgangi. Við Eflingarfélaga vil ég segja: Kjósum Sólveigu Önnu og Baráttulistann. Með því að merkja við B á kjörseðlinum tryggjum við að félagið okkar vinni áfram af krafti fyrir verkafólk. Það skiptir máli hver er formaður Eflingar og þar er Sólveig Anna færust. Munum að kjósa fyrir klukkan 20 á þriðjudaginn! Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun