Styrkjum íþróttafélögin í landinu Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 18:00 Íþróttafélög, héraðssambönd og sérsambönd í landinu hafa tapað miklum fjármunum í Covid, tapið hleypur á milljörðum, ekki síst vegna fækkunar áhorfenda og niðurfellingar á viðburðum. Til viðbótar er það reynsla margra félaga að erfiðara sé að fá styrki frá fyrirtækjum en áður var. Íþróttahreyfingin er langstærsta fjöldahreyfing á Íslandi og hún byggir að mestu á sjálfboðaliðum. Knattspyrnan er þar fjölmennust og með umfangsmestu starfsemina. Því veldur það mér verulegum áhyggjum að ég heyri á fólki í félögum landsins að stjórnir og ráð eigi sífellt erfiðara með að fjármagna starfið. Þá hefur sjálfboðaliðum fækkað hjá mörgum. Eitt mikilvægasta hlutverk knattspyrnufélaga er að skipuleggja æfingar og keppni fyrir börn og unglinga. Markmiðið er að auka árangur og hæfni í fótbolta en ekki síður að efla félagslega og uppeldislega þætti, eins og leiðtoga-, samvinnu-, félags- og samskiptafærni ásamt vináttu. Auk þess sýna ótal rannsóknir fram á ávinning íþróttaiðkunar fyrir líkamlega og andlega heilsu. Því þarf ekki að koma á óvart að mjög margir foreldrar vilja að börn þeirra stundi íþróttir, þar á meðal knattspyrnu. Út frá mikilvægi, umfangi og starfsemi íþróttahreyfingarinnar er því alveg ljóst að styrkja þarf íþróttafélögin í landinu. Við fengum stuðning í fyrri bylgjum faraldursins, sem skipti miklu máli og við erum afar þakklát fyrir - en eins og allir vita lengdist Covid-tímabilið með gríðarlega neikvæðum áhrifum á rekstur íþróttafélaga. Vil ég því biðla til ríkisstjórnarinnar um að koma íþróttahreyfingunni til hjálpar. Ef ekki tel ég að afleiðingarnar verði grafalvarlegar. Ég hef þó fulla trú á að ríkisstjórnin sýni skilning á þeirri stöðu sem við erum í og grípi til aðgerða á næstu vikum. Íþróttaæfingar eru fastur liður í lífi mjög margra barna og unglinga, svo koma meistaraflokkarnir og loks landsliðin. Ein órjúfanleg keðja sem má ekki rofna. Við erum vonandi að fara yfir síðasta Covid-hjallinn og nú verður ríkið að stíga inn í. Íþróttafélögin mega ekki vera í mörg ár að jafna sig á afleiðingum Covid. Starfsemi sem byggir eins mikið á sjálfboðaliðum og raun ber vitni þolir það einfaldlega ekki. Hættan er að stjórnarfólk og sjálfboðaliðar bugist af álagi og hverfi á braut. Smá saman mun það gerast að ástandið bitnar á gæðum starfsins. Ég treysti því að á næstu vikum komi góðar fréttir fyrir þessa hreyfingu sem er svo stór partur af lífi okkar Íslendinga. Að lokum við ég minna á að fyrir hverja krónu sem sett er í íþróttastarf skila sér ansi margar til baka. Sem dæmi kemur fram á heimasíðu Sænska knattspyrnusambandsins að fyrir hverja krónu sem fer til fótboltans koma tíu krónur til baka til samfélagsins. Að styðja við fótboltann og íþróttir er því fjárfesting til framtíðar. Höfundur er formaður KSÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Íþróttir barna KSÍ Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Íþróttafélög, héraðssambönd og sérsambönd í landinu hafa tapað miklum fjármunum í Covid, tapið hleypur á milljörðum, ekki síst vegna fækkunar áhorfenda og niðurfellingar á viðburðum. Til viðbótar er það reynsla margra félaga að erfiðara sé að fá styrki frá fyrirtækjum en áður var. Íþróttahreyfingin er langstærsta fjöldahreyfing á Íslandi og hún byggir að mestu á sjálfboðaliðum. Knattspyrnan er þar fjölmennust og með umfangsmestu starfsemina. Því veldur það mér verulegum áhyggjum að ég heyri á fólki í félögum landsins að stjórnir og ráð eigi sífellt erfiðara með að fjármagna starfið. Þá hefur sjálfboðaliðum fækkað hjá mörgum. Eitt mikilvægasta hlutverk knattspyrnufélaga er að skipuleggja æfingar og keppni fyrir börn og unglinga. Markmiðið er að auka árangur og hæfni í fótbolta en ekki síður að efla félagslega og uppeldislega þætti, eins og leiðtoga-, samvinnu-, félags- og samskiptafærni ásamt vináttu. Auk þess sýna ótal rannsóknir fram á ávinning íþróttaiðkunar fyrir líkamlega og andlega heilsu. Því þarf ekki að koma á óvart að mjög margir foreldrar vilja að börn þeirra stundi íþróttir, þar á meðal knattspyrnu. Út frá mikilvægi, umfangi og starfsemi íþróttahreyfingarinnar er því alveg ljóst að styrkja þarf íþróttafélögin í landinu. Við fengum stuðning í fyrri bylgjum faraldursins, sem skipti miklu máli og við erum afar þakklát fyrir - en eins og allir vita lengdist Covid-tímabilið með gríðarlega neikvæðum áhrifum á rekstur íþróttafélaga. Vil ég því biðla til ríkisstjórnarinnar um að koma íþróttahreyfingunni til hjálpar. Ef ekki tel ég að afleiðingarnar verði grafalvarlegar. Ég hef þó fulla trú á að ríkisstjórnin sýni skilning á þeirri stöðu sem við erum í og grípi til aðgerða á næstu vikum. Íþróttaæfingar eru fastur liður í lífi mjög margra barna og unglinga, svo koma meistaraflokkarnir og loks landsliðin. Ein órjúfanleg keðja sem má ekki rofna. Við erum vonandi að fara yfir síðasta Covid-hjallinn og nú verður ríkið að stíga inn í. Íþróttafélögin mega ekki vera í mörg ár að jafna sig á afleiðingum Covid. Starfsemi sem byggir eins mikið á sjálfboðaliðum og raun ber vitni þolir það einfaldlega ekki. Hættan er að stjórnarfólk og sjálfboðaliðar bugist af álagi og hverfi á braut. Smá saman mun það gerast að ástandið bitnar á gæðum starfsins. Ég treysti því að á næstu vikum komi góðar fréttir fyrir þessa hreyfingu sem er svo stór partur af lífi okkar Íslendinga. Að lokum við ég minna á að fyrir hverja krónu sem sett er í íþróttastarf skila sér ansi margar til baka. Sem dæmi kemur fram á heimasíðu Sænska knattspyrnusambandsins að fyrir hverja krónu sem fer til fótboltans koma tíu krónur til baka til samfélagsins. Að styðja við fótboltann og íþróttir er því fjárfesting til framtíðar. Höfundur er formaður KSÍ.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun