„Gríðarlega spennt að fá loksins að labba rauða dregilinn“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 19:35 Ævar hefur vakið athygli fyrir leik sinn í Svörtu söndum. Leikarar í Svörtu söndum, þáttum sem sýndir eru á Stöð 2, segja það mikinn heiður að hafa fengið inngöngu á hina virtu kvikmyndahátíð Berlinale í Þýskalandi sem fer fram í kvöld. Sjónvarpsþættirnir verða þá heimsfrumsýndir en í umsögn dómnefndar er þáttunum hrósað í hástert, meðal annars fyrir karaktersköpun, myndatöku og einstakt umhverfi á Íslandi. „Þetta er gríðarlega stór og merkileg hátíð og það er mikill heiður að vera boðið hingað. Það eru sjö seríur sem eru í þessum flokki sem við erum í sem eru valdar alls staðar að úr heiminum og þetta er í fyrsta skipti sem glæpasería hefur verið valin inn í þennan flokk,“ segir Ævar Þór Benediktsson leikari. „ Það sem er að fara að gerast í kvöld er heimsfrumsýning og við erum bara gríðarlega spennt að fá loksins að labba rauða dregilinn sem við misstum af heima af því að það voru komin einhver ný afbrigði og við bara pössuðum okkur og sáum þetta á milli jóla og nýárs eins og allir aðrir. Núna fáum við aðeins að fagna og hlökkum til að heimurinn fái að dýfa sér á bólakaf í Svörtu sanda.“ Ævar segir það stórt skref að komast inn á hátíðina, sem er ein sú virtasta í heimi, og hjálpi vissulega til við að vekja athygli á seríunni, enda verði hún sýnd um allan heim á næstu vikum og mánuðum. „Vonandi verður til þess að fleiri lönd fái áhuga og heyri af seríunni,“ segir hann. Ævar er þekktastur sem Ævar vísindamaður enda hefur hann í áraraðir frætt krakka um vísindi, og bæði gefið út sjónvarpsþætti og bækur. Hann leikur hins vegar lögreglumann í þáttunum, þar sem hann fer meðal annars með nokkrar ansi djarfar senur. Hann hlær þegar hann er spurður hvort fólki hafi ekki brugðið svolítið í brún við að sjá hann í þessu nýja hlutverki. Bara í fyrradag var nágrannakona mín í næstu blokk að hrópa á mig og hrósa mér fyrir Svörtu sanda. Mér finnst það svona ágætis meðaltal, þetta kom fólki aðeins á óvart en á mjög góðan hátt og fyrir mig sem leikara að fá að gera eitthvað svona allt öðruvísi og finna traustið til að gera það var bara æðislegt.“ Íslendingar erlendis Svörtu sandar Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Þetta er gríðarlega stór og merkileg hátíð og það er mikill heiður að vera boðið hingað. Það eru sjö seríur sem eru í þessum flokki sem við erum í sem eru valdar alls staðar að úr heiminum og þetta er í fyrsta skipti sem glæpasería hefur verið valin inn í þennan flokk,“ segir Ævar Þór Benediktsson leikari. „ Það sem er að fara að gerast í kvöld er heimsfrumsýning og við erum bara gríðarlega spennt að fá loksins að labba rauða dregilinn sem við misstum af heima af því að það voru komin einhver ný afbrigði og við bara pössuðum okkur og sáum þetta á milli jóla og nýárs eins og allir aðrir. Núna fáum við aðeins að fagna og hlökkum til að heimurinn fái að dýfa sér á bólakaf í Svörtu sanda.“ Ævar segir það stórt skref að komast inn á hátíðina, sem er ein sú virtasta í heimi, og hjálpi vissulega til við að vekja athygli á seríunni, enda verði hún sýnd um allan heim á næstu vikum og mánuðum. „Vonandi verður til þess að fleiri lönd fái áhuga og heyri af seríunni,“ segir hann. Ævar er þekktastur sem Ævar vísindamaður enda hefur hann í áraraðir frætt krakka um vísindi, og bæði gefið út sjónvarpsþætti og bækur. Hann leikur hins vegar lögreglumann í þáttunum, þar sem hann fer meðal annars með nokkrar ansi djarfar senur. Hann hlær þegar hann er spurður hvort fólki hafi ekki brugðið svolítið í brún við að sjá hann í þessu nýja hlutverki. Bara í fyrradag var nágrannakona mín í næstu blokk að hrópa á mig og hrósa mér fyrir Svörtu sanda. Mér finnst það svona ágætis meðaltal, þetta kom fólki aðeins á óvart en á mjög góðan hátt og fyrir mig sem leikara að fá að gera eitthvað svona allt öðruvísi og finna traustið til að gera það var bara æðislegt.“
Íslendingar erlendis Svörtu sandar Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira