Vopnleysið kvatt? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 16. febrúar 2022 17:00 Reglulega hefur verið rætt um auknar heimildir almennra lögreglumanna til þess að bera vopn síðustu ár, en umræðan hefur jafnan mætt andstöðu almennings. Nú á dögunum hefur umræðan verið tekin upp að nýju vegna atvika sem, eins og ber að skilja, veldur lögreglumönnum áhyggjum um hvort þeir geti tryggt öryggi sitt og almennings. Með þessum áhyggjum eru óskir um auknar heimildir réttlættar. Hins vegar er rík ástæða til að staldra við og ræða áhyggjur af öryggi fatlaðs fólks, ef aukinn vopnaburð lögreglunnar er nýr veruleiki í íslensku samfélagi. Í ágúst 2019 var tvítugur piltur með Downs-heilkenni, Eric Torell, skotinn til bana af lögreglumanni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hann var úti með leikfangabyssu þegar lögreglan kom að honum. Hann var beðinn um að leggja byssuna niður, en þess í stað beindi hann henni að lögreglunni sem skaut að honum 25 sinnum í kjölfarið. Skotin hæfðu Torell þrívegis með þeim afleiðingum að hann lést. Foreldrar hans sögðu son sinn hafa elskað allt sem varðaði lögregluna og því líklegt að hann hafi, vegna þroskahömlunar, sinnar misskilið aðstæður og litið á þetta sem leik. Eric Torell var með talsverða þroskahömlun og tjáði sig ekki með hefðbundnum hætti að sögn foreldra hans. Lögreglan í Svíþjóð bar fyrir sig að hafa ekki hlotið næga þjálfun í aðstæðum og var málið látið niður falla í réttarkerfinu. Fatlað fólk er afar jaðarsettur hópur í samfélaginu. Auknar líkur eru á að fatlaður einstaklingur hafi orðið fyrir hvers kyns ofbeldi vegna stöðu sinnar, sem leiðir af sér oft langa og strembna áfallasögu. Fatlað fólk er til dæmis líklegra til þess að vera háð aðstoð annarra við athafnir daglegs lífs, til þess að sjá um eigin fjármál, til þess að vera vistað á stofnunum og hafa lítil yfirráð yfir eigin lífi. Það hefur þar að auki lítið aðgengi að réttarkerfinu. Þá er fatlað fólk líklegra til að búa við fátækt og félagslega einangrun, til að þróa með sér fíknivanda og býðst fötluðu fólki fá úrræði til þess að vinna úr sínum málum. Er það bæði vegna þess að meðferðin tekur ekki mið af þörfum þeirra (s.s. vegna þroskahömlunar eða einhverfu) en ekki síður vegna fötlunarfordóma sem ofnir eru inn í menningu okkar. Talið er að talsverður hópur þeirra sem glíma við vímuefnavanda, situr í fangelsum og glímir við heimilisleysi sé með þroskahömlun og/eða einhverfu. Rannsóknir frá Noregi benda til þess og samtöl Landssamtakanna Þroskahjálpar við sérfræðinga, lögregluna og fangaverði staðfesta þennan grun. Sárlega vantar rannsóknir um stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu, og m.a. þegar kemur að afbrotum, fíkn og samskiptum við lögregluna en alþjóðlegar rannsóknir sýna aukinni hættu fatlaðs fólks á að verða fyrir ofbeldi af hálfu lögreglunnar. Slíkt ofbeldi getur t.d. falið í sér mikla hörku við handtöku, að fjarlægja hjálpartæki og niðurlægja fatlaða einstaklingsins, skilningsleysi á þörfum einstaklingsins, að ekki sé tekinn nægur tími til þess að ganga úr skugga um að viðkomandi skilji hvað fram fer og fái tækifæri til að gera sig skiljanlegan. Oft er erfitt fyrir lögregluna að koma auga á fötlun viðkomandi, t.d. ef um þroskahömlun eða einhverfu er að ræða. Lögreglumenn hljóta ekki fullnægjandi þjálfun þegar kemur að samskiptum og viðbrögðum þegar aðili er fatlaður, þá getur tímaskortur og áfallastreita meðal lögreglumanna einnig spilað inn í. Þetta eru stóru atriðin sem rædd eru erlendis og ekkert sem bendir til þess að það sama eigi ekki við á Íslandi. Ekkert af þessu afsakar þó ófullnægjandi og ómannúðlega meðhöndlun lögreglunnar á málum fatlaðs fólks. Það er ekki bara krafa um siðleg vinnubrögð, heldur beinlínis skyldur sem íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig að fylgja, þ.e. samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Krafa er gerð um viðeigandi aðlögun, sem þýðir að fatlað fólk á lögum samkvæmt rétt á því að komið sé til móts við þarfir þeirra en án þess er ekki hægt að tryggja að fólk hljóti sama rétt, og sitji við sama borð, og aðrir. Manneskja með þroskahömlun getur ekki mætt í munnlega skýrslutöku, eins og ófatlaður einstaklingur myndi geta gert. Það á öllum að vera ljóst. Það er sérstök skylda stjórnvalda að koma til móts við þessar þarfir. Landssamtökin Þroskahjálp hafa unnið með lögreglunni á ólíkum sviðum, bæði í lögreglufræðum Háskólans á Akureyri, fundum með lögreglustjórum, rannsóknarlögreglumönnum, samstarf um gerð fræðsluefnis með Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, haldið fræðslufundi með fangelsisyfirvöldum og fleiri aðilum. Þetta samstarf hefur verið farsælt og mikill vilji meðal stjórnenda og almennra lögreglumanna til þess að gera betur, læra og miðla sinni þekkingu. Fyrir það er samtökin afar þakklát. Hins vegar hljóta samtök sem vinna að réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks að setja spurningarmerki við aukinn vopnaburð almennra lögreglumanna vegna þeirrar tölfræði sem sýnir að fatlað fólk er í aukinni hættu á að verða fyrir ofbeldi við samskipti við lögregluna. Höfundur er starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Reglulega hefur verið rætt um auknar heimildir almennra lögreglumanna til þess að bera vopn síðustu ár, en umræðan hefur jafnan mætt andstöðu almennings. Nú á dögunum hefur umræðan verið tekin upp að nýju vegna atvika sem, eins og ber að skilja, veldur lögreglumönnum áhyggjum um hvort þeir geti tryggt öryggi sitt og almennings. Með þessum áhyggjum eru óskir um auknar heimildir réttlættar. Hins vegar er rík ástæða til að staldra við og ræða áhyggjur af öryggi fatlaðs fólks, ef aukinn vopnaburð lögreglunnar er nýr veruleiki í íslensku samfélagi. Í ágúst 2019 var tvítugur piltur með Downs-heilkenni, Eric Torell, skotinn til bana af lögreglumanni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hann var úti með leikfangabyssu þegar lögreglan kom að honum. Hann var beðinn um að leggja byssuna niður, en þess í stað beindi hann henni að lögreglunni sem skaut að honum 25 sinnum í kjölfarið. Skotin hæfðu Torell þrívegis með þeim afleiðingum að hann lést. Foreldrar hans sögðu son sinn hafa elskað allt sem varðaði lögregluna og því líklegt að hann hafi, vegna þroskahömlunar, sinnar misskilið aðstæður og litið á þetta sem leik. Eric Torell var með talsverða þroskahömlun og tjáði sig ekki með hefðbundnum hætti að sögn foreldra hans. Lögreglan í Svíþjóð bar fyrir sig að hafa ekki hlotið næga þjálfun í aðstæðum og var málið látið niður falla í réttarkerfinu. Fatlað fólk er afar jaðarsettur hópur í samfélaginu. Auknar líkur eru á að fatlaður einstaklingur hafi orðið fyrir hvers kyns ofbeldi vegna stöðu sinnar, sem leiðir af sér oft langa og strembna áfallasögu. Fatlað fólk er til dæmis líklegra til þess að vera háð aðstoð annarra við athafnir daglegs lífs, til þess að sjá um eigin fjármál, til þess að vera vistað á stofnunum og hafa lítil yfirráð yfir eigin lífi. Það hefur þar að auki lítið aðgengi að réttarkerfinu. Þá er fatlað fólk líklegra til að búa við fátækt og félagslega einangrun, til að þróa með sér fíknivanda og býðst fötluðu fólki fá úrræði til þess að vinna úr sínum málum. Er það bæði vegna þess að meðferðin tekur ekki mið af þörfum þeirra (s.s. vegna þroskahömlunar eða einhverfu) en ekki síður vegna fötlunarfordóma sem ofnir eru inn í menningu okkar. Talið er að talsverður hópur þeirra sem glíma við vímuefnavanda, situr í fangelsum og glímir við heimilisleysi sé með þroskahömlun og/eða einhverfu. Rannsóknir frá Noregi benda til þess og samtöl Landssamtakanna Þroskahjálpar við sérfræðinga, lögregluna og fangaverði staðfesta þennan grun. Sárlega vantar rannsóknir um stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu, og m.a. þegar kemur að afbrotum, fíkn og samskiptum við lögregluna en alþjóðlegar rannsóknir sýna aukinni hættu fatlaðs fólks á að verða fyrir ofbeldi af hálfu lögreglunnar. Slíkt ofbeldi getur t.d. falið í sér mikla hörku við handtöku, að fjarlægja hjálpartæki og niðurlægja fatlaða einstaklingsins, skilningsleysi á þörfum einstaklingsins, að ekki sé tekinn nægur tími til þess að ganga úr skugga um að viðkomandi skilji hvað fram fer og fái tækifæri til að gera sig skiljanlegan. Oft er erfitt fyrir lögregluna að koma auga á fötlun viðkomandi, t.d. ef um þroskahömlun eða einhverfu er að ræða. Lögreglumenn hljóta ekki fullnægjandi þjálfun þegar kemur að samskiptum og viðbrögðum þegar aðili er fatlaður, þá getur tímaskortur og áfallastreita meðal lögreglumanna einnig spilað inn í. Þetta eru stóru atriðin sem rædd eru erlendis og ekkert sem bendir til þess að það sama eigi ekki við á Íslandi. Ekkert af þessu afsakar þó ófullnægjandi og ómannúðlega meðhöndlun lögreglunnar á málum fatlaðs fólks. Það er ekki bara krafa um siðleg vinnubrögð, heldur beinlínis skyldur sem íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig að fylgja, þ.e. samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Krafa er gerð um viðeigandi aðlögun, sem þýðir að fatlað fólk á lögum samkvæmt rétt á því að komið sé til móts við þarfir þeirra en án þess er ekki hægt að tryggja að fólk hljóti sama rétt, og sitji við sama borð, og aðrir. Manneskja með þroskahömlun getur ekki mætt í munnlega skýrslutöku, eins og ófatlaður einstaklingur myndi geta gert. Það á öllum að vera ljóst. Það er sérstök skylda stjórnvalda að koma til móts við þessar þarfir. Landssamtökin Þroskahjálp hafa unnið með lögreglunni á ólíkum sviðum, bæði í lögreglufræðum Háskólans á Akureyri, fundum með lögreglustjórum, rannsóknarlögreglumönnum, samstarf um gerð fræðsluefnis með Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, haldið fræðslufundi með fangelsisyfirvöldum og fleiri aðilum. Þetta samstarf hefur verið farsælt og mikill vilji meðal stjórnenda og almennra lögreglumanna til þess að gera betur, læra og miðla sinni þekkingu. Fyrir það er samtökin afar þakklát. Hins vegar hljóta samtök sem vinna að réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks að setja spurningarmerki við aukinn vopnaburð almennra lögreglumanna vegna þeirrar tölfræði sem sýnir að fatlað fólk er í aukinni hættu á að verða fyrir ofbeldi við samskipti við lögregluna. Höfundur er starfsmaður Landssamtakanna Þroskahjálpar og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun