Hugsum vel um eldri íbúa Stella Stefánsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 12:01 Það er gæfa að eldast. Flestir sem komnir eru yfir miðjan aldur taka hverju ári fagnandi. Aldur er að mörgu leyti afstæður og snýst ekki endilega um tölu heldur hvernig fólki líður. Margir eru lánsamir að eldast vel og vera virkir, en aðrir þurfa stuðning. Stór hópur Garðbæinga telst til eldri borgara og það á að vera í forgangi hjá sveitarfélaginu að leggja sitt af mörkum til að þessi hópur búi við velsæld og njóti lífsgæða í nærumhverfinu. Sífellt fleiri eldri íbúar eru virkir lengur, bæði félagslega og líkamlega. Samfélag eldri íbúa í Garðabæ byggir á fjölbreyttum hópi sem setur líflegt mark á bæjarbrag. Garðabær hefur upp á margt að bjóða eins og menningarstarf, veitinga- og kaffihús, sundlaugar, golfvelli, golfherma og fjölbreyttar gönguleiðir innan hverfa og í friðlandinu. Margir eldri íbúar eru í gönguhópum og í boði er t.d. Qi-Gong, dansleikfimi, skák og brids. Einnig hefur verið mikil ásókn í Janusarverkefnið. Nýlega drógu margir eldri borgarar fram gönguskíðin og gengu í sporum á golfvellinum. Það er mikilvægt að viðhalda líkamlegri og félagslegri virkni enda hefur virkni sannað gildi sitt sem forvörn. Þetta skiptir ekki síst máli núna eftir Covid þar sem margir hafa einangrast og tapað virkni. Ég bind vonir við að hið nýja fjölnota íþróttahús, Miðgarður, verði vel nýtt af eldri íbúum til að hreyfa sig og til félagslegs samneytis. Það er mikilvægt að efla félagsstarf í nærumhverfi fleiri íbúa, sérstaklega í nýjum hverfum. Garðatorg á að vera lifandi og spennandi staður til hittast á. Tilvalið er að nýta yfirbyggðu torgin betur fyrir afþreyingu sem gæti höfðað til eldri íbúa, t.d. mini-golfi, púttvelli, botsía (boccia) eða þægilegum æfingadúk fyrir jóga eða dans. Einnig þarf að vinna markvisst að umbótum í nærumhverfinu í samvinnu við eldri íbúa með það að leiðarljósi að hvetja til virkni, t.d. fjölga bekkjum. Það eru lífsgæði fólgin í því að geta búið sem lengst heima og viðhalda sjálfstæði. Það þarf að fjölga valkostum í húsnæði fyrir eldri íbúa og í skipulagi huga að minni sérbýlum og rúmgóðum björtum fjölbýlum fyrir fólk sem vill minnka við sig. Þjónusta við eldri íbúa á að vera einföld, aðgengileg og skilvirk. Það er mikilvægt að eldri íbúar geti reitt sig á stuðningsþjónustu og aðstandendur viti, í annríki dagsins, að ástvinir búi við öryggi og líði vel. Nýsköpun er mikilvæg til að leita nýrra leiða í velferðaþjónustu þar sem lögð er áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir, auka vitund fólks um ábyrgð á eigin heilsu og umgjörð sem veitir öryggi í eigin búsetu. Huga þarf sérstaklega að aðgengi eldri íbúa að heilsugæslu en sú þjónusta þarf að vera einföld og skilvirk. Það þarf einnig að skoða samþættingu á stuðningsþjónustu sem er á vegum Garðabæjar og heimahjúkrunar sem undir ríkinu. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Eldri borgarar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stella Stefánsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Það er gæfa að eldast. Flestir sem komnir eru yfir miðjan aldur taka hverju ári fagnandi. Aldur er að mörgu leyti afstæður og snýst ekki endilega um tölu heldur hvernig fólki líður. Margir eru lánsamir að eldast vel og vera virkir, en aðrir þurfa stuðning. Stór hópur Garðbæinga telst til eldri borgara og það á að vera í forgangi hjá sveitarfélaginu að leggja sitt af mörkum til að þessi hópur búi við velsæld og njóti lífsgæða í nærumhverfinu. Sífellt fleiri eldri íbúar eru virkir lengur, bæði félagslega og líkamlega. Samfélag eldri íbúa í Garðabæ byggir á fjölbreyttum hópi sem setur líflegt mark á bæjarbrag. Garðabær hefur upp á margt að bjóða eins og menningarstarf, veitinga- og kaffihús, sundlaugar, golfvelli, golfherma og fjölbreyttar gönguleiðir innan hverfa og í friðlandinu. Margir eldri íbúar eru í gönguhópum og í boði er t.d. Qi-Gong, dansleikfimi, skák og brids. Einnig hefur verið mikil ásókn í Janusarverkefnið. Nýlega drógu margir eldri borgarar fram gönguskíðin og gengu í sporum á golfvellinum. Það er mikilvægt að viðhalda líkamlegri og félagslegri virkni enda hefur virkni sannað gildi sitt sem forvörn. Þetta skiptir ekki síst máli núna eftir Covid þar sem margir hafa einangrast og tapað virkni. Ég bind vonir við að hið nýja fjölnota íþróttahús, Miðgarður, verði vel nýtt af eldri íbúum til að hreyfa sig og til félagslegs samneytis. Það er mikilvægt að efla félagsstarf í nærumhverfi fleiri íbúa, sérstaklega í nýjum hverfum. Garðatorg á að vera lifandi og spennandi staður til hittast á. Tilvalið er að nýta yfirbyggðu torgin betur fyrir afþreyingu sem gæti höfðað til eldri íbúa, t.d. mini-golfi, púttvelli, botsía (boccia) eða þægilegum æfingadúk fyrir jóga eða dans. Einnig þarf að vinna markvisst að umbótum í nærumhverfinu í samvinnu við eldri íbúa með það að leiðarljósi að hvetja til virkni, t.d. fjölga bekkjum. Það eru lífsgæði fólgin í því að geta búið sem lengst heima og viðhalda sjálfstæði. Það þarf að fjölga valkostum í húsnæði fyrir eldri íbúa og í skipulagi huga að minni sérbýlum og rúmgóðum björtum fjölbýlum fyrir fólk sem vill minnka við sig. Þjónusta við eldri íbúa á að vera einföld, aðgengileg og skilvirk. Það er mikilvægt að eldri íbúar geti reitt sig á stuðningsþjónustu og aðstandendur viti, í annríki dagsins, að ástvinir búi við öryggi og líði vel. Nýsköpun er mikilvæg til að leita nýrra leiða í velferðaþjónustu þar sem lögð er áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir, auka vitund fólks um ábyrgð á eigin heilsu og umgjörð sem veitir öryggi í eigin búsetu. Huga þarf sérstaklega að aðgengi eldri íbúa að heilsugæslu en sú þjónusta þarf að vera einföld og skilvirk. Það þarf einnig að skoða samþættingu á stuðningsþjónustu sem er á vegum Garðabæjar og heimahjúkrunar sem undir ríkinu. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun