Fiskskortur vegna rysjóttrar tíðar Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2022 10:53 Sigfús Sigurðsson, Fúsi fisksali, segir að vont veður hafi óhjákvæmlega áhrif á framboðið í borðinu. En hann á þó alltaf fiskbita fyrir sína viðskiptavini. Vísir/Sigurjón Skip hafa ekki komist á miðin með reglubundnum hætti vegna óhagstæðs veðurfars. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að framboð er ekki gott í fiskbúðum sem hefur svo áhrif á verð. Sigfús Sigurðsson, fisksali og fyrrverandi atvinnumaður í handbolta, rekur einkar vinsæla fiskbúð – Fiskbúð Fúsa – í Skipholtinu. Hann segir takmarkað framboð samspil margra þátta en vond tíð leiki þar vissulega stórt hlutverk. „Það hefur verið minna af fiski á markaði heldur en verið hefur venjulega. Minna framboð.“ Ekki margir á miðunum Fúsi segir Covid, meiri útflutning sem datt niður í fyrra og svo veðráttan hafa þar áhrif. Hann kaupir sinn fisk á markaði eins og flestir fisksalar. Hann segir minna af fiski þegar viðrar illa, eðli máls samkvæmt. „Það eru ekki margir á miðunum núna. Þetta eru litlir gluggar.“ Þetta hefur áhrif á framboð allra fisktegunda. Og það hefur svo áhrif á verðlagið þegar margir eru að berjast um fiskinn á markaði. „Maður veigrar sér við að kaupa sumar tegundirnar. Flestir fisksalar vinna þetta þannig; þeir vilja ekki bjóða uppá eitthvað hjá sér í borðinu, sem þeir myndi ekki tíma að kaupa sjálfir,“ segir Fúsi og bregður fyrir sig íþróttalegu tungutaki: „Gæðalega og verðlagslega séð.“ Miklar verðhækkanir á þorski Að sögn Fúsa hefur ýsan og þorskurinn hækkað allsvakalega í verði að undanförnu. „Á tímabili voru fisksalar að borga með þorski út úr búð. Ef þú hækkar verðið uppúr öllu valdi selst fiskurinn ekki.“ En Fúsi segir að þá snúist þetta um þjónustu og fisksalar reyna þá að ná inn tapinu á öðrum tegundum og/eða vonast til að aðstæður breytist. Verð til fisksala ræðst á markaði. Og þegar lítið er um fisk rýkur verðið upp. Fiskur til útflutnings er einnig keyptur á markaði, frystur og hausaður og þá skiptir gengi krónunnar eðlilega miklu máli. Í haust rauk meðalverð á þorskílói upp í 809 krónur en hafði verið í um 380, sem er rúm 200 prósenta hækkun á markaði, sem augljóslega hefur áhrif á verðlag til íslenskra neytenda. Fiskur Sjávarútvegur Verslun Neytendur Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Sigfús Sigurðsson, fisksali og fyrrverandi atvinnumaður í handbolta, rekur einkar vinsæla fiskbúð – Fiskbúð Fúsa – í Skipholtinu. Hann segir takmarkað framboð samspil margra þátta en vond tíð leiki þar vissulega stórt hlutverk. „Það hefur verið minna af fiski á markaði heldur en verið hefur venjulega. Minna framboð.“ Ekki margir á miðunum Fúsi segir Covid, meiri útflutning sem datt niður í fyrra og svo veðráttan hafa þar áhrif. Hann kaupir sinn fisk á markaði eins og flestir fisksalar. Hann segir minna af fiski þegar viðrar illa, eðli máls samkvæmt. „Það eru ekki margir á miðunum núna. Þetta eru litlir gluggar.“ Þetta hefur áhrif á framboð allra fisktegunda. Og það hefur svo áhrif á verðlagið þegar margir eru að berjast um fiskinn á markaði. „Maður veigrar sér við að kaupa sumar tegundirnar. Flestir fisksalar vinna þetta þannig; þeir vilja ekki bjóða uppá eitthvað hjá sér í borðinu, sem þeir myndi ekki tíma að kaupa sjálfir,“ segir Fúsi og bregður fyrir sig íþróttalegu tungutaki: „Gæðalega og verðlagslega séð.“ Miklar verðhækkanir á þorski Að sögn Fúsa hefur ýsan og þorskurinn hækkað allsvakalega í verði að undanförnu. „Á tímabili voru fisksalar að borga með þorski út úr búð. Ef þú hækkar verðið uppúr öllu valdi selst fiskurinn ekki.“ En Fúsi segir að þá snúist þetta um þjónustu og fisksalar reyna þá að ná inn tapinu á öðrum tegundum og/eða vonast til að aðstæður breytist. Verð til fisksala ræðst á markaði. Og þegar lítið er um fisk rýkur verðið upp. Fiskur til útflutnings er einnig keyptur á markaði, frystur og hausaður og þá skiptir gengi krónunnar eðlilega miklu máli. Í haust rauk meðalverð á þorskílói upp í 809 krónur en hafði verið í um 380, sem er rúm 200 prósenta hækkun á markaði, sem augljóslega hefur áhrif á verðlag til íslenskra neytenda.
Fiskur Sjávarútvegur Verslun Neytendur Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira