Það borgar sig að fjárfesta í knattspyrnukonum Ingunn Haraldsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 17:00 Lið Barcelona sem varð atvinnumannalið árið 2015, er nú orðið stórveldi og óhætt að kalla það eitt besta lið í heimi um þessar mundir. Svipaða sögu er hægt að segja af öðrum liðum víða um Evrópu, þar sem fjárfesting í kvennaliðum félaganna hefur skilað sér margfalt til baka. Áhorfendatölur rjúka upp og loksins geta ungar knattspyrnukonur fundið sér kvenkyns fyrirmyndir og elt drauma sem áður voru ekki til staðar. Við búum svo vel að eiga landslið í hæsta gæðaflokki, og höfum átt í mörg ár. Liðið fer nú á sitt fjórða Evrópumót í röð næsta sumar og situr í 16. sæti heimslistans. Margar þeirra spila í bestu deildum í heimi, á móti og með bestu leikmönnum í heimi. Nú í haust komst íslenskt lið í 16-liða riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem er stórmerkilegur árangur og sýnir styrk íslenska boltans. Þrátt fyrir þennan árangur hallar enn á konur í knattspyrnunni og enn er til staðar ójöfnuður sem aftrar frekari framþróun íþróttarinnar hér á landi. Knattspyrnan og menningin í kringum hana hefur alltaf verið karllæg. Í dag er engin kona aðalþjálfari í efstu deild kvenna. Jafnframt eru konur í miklum minnihluta í stjórnunarstörfum félaganna, sem er mikil skekkja í ljósi þess að þriðjungur iðkenda er kvenkyns. Frá fyrsta formlega knattspyrnuleik kvenna sem leikinn var á Íslandi árið 1970, hafa konur þurft að berjast með kjafti og klóm fyrir tilverurétti sínum innan hreyfingarinnar. Yfir fimmtíu ár eru liðin og margt vatn hefur sem betur fer runnið til sjávar. Starfandi landslið kvenna og heimild til að nota eins takkaskó og karlarnir, sem voru baráttumál fyrir 30 árum síðan, eru sem betur fer sjálfsagðir hlutir í dag. Þó er sorglega margt sameiginlegt með baráttunni þá og nú. Leikmenn í efstu deild kvenna hafa sem dæmi þurft að sætta sig við sömu dómara og næst efsta deild karla, þar sem greiðsla fyrir dómgæslu í efstu deild karla er tvöfalt hærri en í efstu deild kvenna (skv. tölum 2021). Mörg kvennalið kljást við aðstöðuleysi, fá ekki sama aðgang að völlum og klefum og karlaliðin og fá jafnvel ekki sama búnað og æfingafatnað. Fjármagn sem berst félögunum er oft gífurlega misskipt milli kynjanna. Því miður skilar þetta misrétti sér niður í yngri flokka og bitnar á okkar ungu knattspyrnukonum, framtíðinni. Alltof snemma fá þær skilaboð um að þeirra vinna og árangur sé minna virði. Sýnileiki knattspyrnukvenna hefur aukist gríðarlega síðustu ár og nú er sífellt algengara að sjá fótboltatreyjur merktar kvenkyns fyrirmyndum hlaupandi um sparkvelli landsins. Fjölmiðlaumfjöllun hefur stóraukist, sem er frábær þróun en nú þarf að láta kné fylgja kviði. Innan knattspyrnuhreyfingarinnar er heilmargt fólk tilbúið til að taka þátt í jafnréttisbaráttu en svo virðist sem þörf sé á utanaðkomandi stuðningi til að sú umræða fái hljómgrunn innan félaganna. Nú megum við ekki staðna og láta þennan mikla meðbyr sem knattspyrnukonur hafa framhjá okkur fara, heldur stökkva um borð og taka þátt í þeirri byltingu sem á sér stað erlendis. Ekki aðeins er það mikilvægt til að eiga áfram landslið í fremstu röð, heldur einnig fyrst og fremst til að gefa stúlkum og drengjum jöfn tækifæri frá upphafi, til að upplifa allt það sem knattspyrnan hefur upp á að bjóða. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa það að markmiði að auka samstöðu og vera sameiningarafl í jafnréttisbaráttu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Samtökin voru stofnuð 1990 en hafa ekki verið starfræk síðustu ár. Þau verða formlega endurvakin í Iðnó þann 25. febrúar 2022. Öll sem vilja taka þátt í jafnréttisbaráttu knattspyrnukvenna eru hvött til að mæta og vera hluti af þessum tímamótum í íslenskri knattspyrnu. Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook hópnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna. Höfundur er knattspyrnukona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna KSÍ Jafnréttismál Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Lið Barcelona sem varð atvinnumannalið árið 2015, er nú orðið stórveldi og óhætt að kalla það eitt besta lið í heimi um þessar mundir. Svipaða sögu er hægt að segja af öðrum liðum víða um Evrópu, þar sem fjárfesting í kvennaliðum félaganna hefur skilað sér margfalt til baka. Áhorfendatölur rjúka upp og loksins geta ungar knattspyrnukonur fundið sér kvenkyns fyrirmyndir og elt drauma sem áður voru ekki til staðar. Við búum svo vel að eiga landslið í hæsta gæðaflokki, og höfum átt í mörg ár. Liðið fer nú á sitt fjórða Evrópumót í röð næsta sumar og situr í 16. sæti heimslistans. Margar þeirra spila í bestu deildum í heimi, á móti og með bestu leikmönnum í heimi. Nú í haust komst íslenskt lið í 16-liða riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem er stórmerkilegur árangur og sýnir styrk íslenska boltans. Þrátt fyrir þennan árangur hallar enn á konur í knattspyrnunni og enn er til staðar ójöfnuður sem aftrar frekari framþróun íþróttarinnar hér á landi. Knattspyrnan og menningin í kringum hana hefur alltaf verið karllæg. Í dag er engin kona aðalþjálfari í efstu deild kvenna. Jafnframt eru konur í miklum minnihluta í stjórnunarstörfum félaganna, sem er mikil skekkja í ljósi þess að þriðjungur iðkenda er kvenkyns. Frá fyrsta formlega knattspyrnuleik kvenna sem leikinn var á Íslandi árið 1970, hafa konur þurft að berjast með kjafti og klóm fyrir tilverurétti sínum innan hreyfingarinnar. Yfir fimmtíu ár eru liðin og margt vatn hefur sem betur fer runnið til sjávar. Starfandi landslið kvenna og heimild til að nota eins takkaskó og karlarnir, sem voru baráttumál fyrir 30 árum síðan, eru sem betur fer sjálfsagðir hlutir í dag. Þó er sorglega margt sameiginlegt með baráttunni þá og nú. Leikmenn í efstu deild kvenna hafa sem dæmi þurft að sætta sig við sömu dómara og næst efsta deild karla, þar sem greiðsla fyrir dómgæslu í efstu deild karla er tvöfalt hærri en í efstu deild kvenna (skv. tölum 2021). Mörg kvennalið kljást við aðstöðuleysi, fá ekki sama aðgang að völlum og klefum og karlaliðin og fá jafnvel ekki sama búnað og æfingafatnað. Fjármagn sem berst félögunum er oft gífurlega misskipt milli kynjanna. Því miður skilar þetta misrétti sér niður í yngri flokka og bitnar á okkar ungu knattspyrnukonum, framtíðinni. Alltof snemma fá þær skilaboð um að þeirra vinna og árangur sé minna virði. Sýnileiki knattspyrnukvenna hefur aukist gríðarlega síðustu ár og nú er sífellt algengara að sjá fótboltatreyjur merktar kvenkyns fyrirmyndum hlaupandi um sparkvelli landsins. Fjölmiðlaumfjöllun hefur stóraukist, sem er frábær þróun en nú þarf að láta kné fylgja kviði. Innan knattspyrnuhreyfingarinnar er heilmargt fólk tilbúið til að taka þátt í jafnréttisbaráttu en svo virðist sem þörf sé á utanaðkomandi stuðningi til að sú umræða fái hljómgrunn innan félaganna. Nú megum við ekki staðna og láta þennan mikla meðbyr sem knattspyrnukonur hafa framhjá okkur fara, heldur stökkva um borð og taka þátt í þeirri byltingu sem á sér stað erlendis. Ekki aðeins er það mikilvægt til að eiga áfram landslið í fremstu röð, heldur einnig fyrst og fremst til að gefa stúlkum og drengjum jöfn tækifæri frá upphafi, til að upplifa allt það sem knattspyrnan hefur upp á að bjóða. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa það að markmiði að auka samstöðu og vera sameiningarafl í jafnréttisbaráttu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Samtökin voru stofnuð 1990 en hafa ekki verið starfræk síðustu ár. Þau verða formlega endurvakin í Iðnó þann 25. febrúar 2022. Öll sem vilja taka þátt í jafnréttisbaráttu knattspyrnukvenna eru hvött til að mæta og vera hluti af þessum tímamótum í íslenskri knattspyrnu. Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook hópnum Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna. Höfundur er knattspyrnukona.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar