Þjóðareign eða einkaeign? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 18:01 Við rífumst um mismunandi leiðir til að stjórna fiskveiðum. Okkur greinir líka á um hversu hátt gjald eigi að koma fyrir veiðirétt. En í langan tíma hafa flestir verið á einu máli um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar. Teitur Björn Einarsson fyrrum alþingismaður og núverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra breytti þessari stöðu í grundvallaratriðum í umræðuþættinum á Sprengisandi síðasta sunnudag. Þar kom í fyrsta sinn fram það sjónarmið innan Sjálfstæðisflokksins að fiskimiðin væru einkaeign útgerðarinnar. Í þættinum gerði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður grein fyrir markaðsleið Viðreisnar. Andsvar aðstoðarmanns dómsmálaráðherra var að staðhæfa að í því fælist þjóðnýting. Markaðsleið Viðreisnar felst sem kunnugt er í því að selja á uppboðsmarkaði fjögur til fimm prósent aflaheimilda á hverju ári til tuttugu eða tuttugu og fimm ára í senn. Hugmyndafræðin er sú að kalla fram eðlilegt verð á tímabundnum veiðirétti með uppboði. Forsendan er sú að veiðirétturinn sé sameign þjóðarinnar, sem ekki verði framseldur nema til fyrir fram ákveðins tíma. Þegar talsmaður Sjálfstæðisflokksins staðhæfir að þetta sé þjóðnýting getur það ekki byggst á annarri hugsun en þeirri að núverandi kerfi feli í sér einkaeign útgerðanna á veiðiréttinum. Markaðslausn getur ekki verið þjóðnýting nema ótakmörkuð einkaeignarréttindi séu tekin af mönnum. Fram til þessa hefur enginn talsmaður Sjálfstæðisflokksins þorað að tala upphátt um þessa hugmyndafræði. Og ég trúi því vart að Teitur Björn Einarsson tali fyrir hönd allra sjálfstæðismanna. En það eru óneitanlega vatnaskil í umræðunni þegar svo áhrifamikill talsmaður Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum setur fram skoðanir sem byggja á þeirri hugmyndafræði að veiðirétturinn sé ótakmörkuð einkaeignarréttindi útgerðanna. Í vor sem leið stöðvaði Sjálfstæðisflokkurinn að stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra um þjóðareign auðlinda fengi þinglega meðferð. Viðreisn var tilbúin til að samþykkja frumvarpið að því tilskildu að nýtingarrétturinn yrði tímabundinn, eins og gildir um allar aðrar auðlindir í þjóðareign en sjávarauðlindina. Ummæli aðstoðarmanns dómsmálaráðherra benda til þess að í raun hafi ekki verið eining í Sjálfstæðisflokknum um að stjórnarskrárverja þjóðareignarhugtakið. VG kaus að fylgja fremur þeim öfgasjónarmiðum en gera málamiðlun gagnvart Viðreisn. Það segir kannski enn meiri sögu. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Sjávarútvegur Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Við rífumst um mismunandi leiðir til að stjórna fiskveiðum. Okkur greinir líka á um hversu hátt gjald eigi að koma fyrir veiðirétt. En í langan tíma hafa flestir verið á einu máli um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar. Teitur Björn Einarsson fyrrum alþingismaður og núverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra breytti þessari stöðu í grundvallaratriðum í umræðuþættinum á Sprengisandi síðasta sunnudag. Þar kom í fyrsta sinn fram það sjónarmið innan Sjálfstæðisflokksins að fiskimiðin væru einkaeign útgerðarinnar. Í þættinum gerði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður grein fyrir markaðsleið Viðreisnar. Andsvar aðstoðarmanns dómsmálaráðherra var að staðhæfa að í því fælist þjóðnýting. Markaðsleið Viðreisnar felst sem kunnugt er í því að selja á uppboðsmarkaði fjögur til fimm prósent aflaheimilda á hverju ári til tuttugu eða tuttugu og fimm ára í senn. Hugmyndafræðin er sú að kalla fram eðlilegt verð á tímabundnum veiðirétti með uppboði. Forsendan er sú að veiðirétturinn sé sameign þjóðarinnar, sem ekki verði framseldur nema til fyrir fram ákveðins tíma. Þegar talsmaður Sjálfstæðisflokksins staðhæfir að þetta sé þjóðnýting getur það ekki byggst á annarri hugsun en þeirri að núverandi kerfi feli í sér einkaeign útgerðanna á veiðiréttinum. Markaðslausn getur ekki verið þjóðnýting nema ótakmörkuð einkaeignarréttindi séu tekin af mönnum. Fram til þessa hefur enginn talsmaður Sjálfstæðisflokksins þorað að tala upphátt um þessa hugmyndafræði. Og ég trúi því vart að Teitur Björn Einarsson tali fyrir hönd allra sjálfstæðismanna. En það eru óneitanlega vatnaskil í umræðunni þegar svo áhrifamikill talsmaður Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum setur fram skoðanir sem byggja á þeirri hugmyndafræði að veiðirétturinn sé ótakmörkuð einkaeignarréttindi útgerðanna. Í vor sem leið stöðvaði Sjálfstæðisflokkurinn að stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra um þjóðareign auðlinda fengi þinglega meðferð. Viðreisn var tilbúin til að samþykkja frumvarpið að því tilskildu að nýtingarrétturinn yrði tímabundinn, eins og gildir um allar aðrar auðlindir í þjóðareign en sjávarauðlindina. Ummæli aðstoðarmanns dómsmálaráðherra benda til þess að í raun hafi ekki verið eining í Sjálfstæðisflokknum um að stjórnarskrárverja þjóðareignarhugtakið. VG kaus að fylgja fremur þeim öfgasjónarmiðum en gera málamiðlun gagnvart Viðreisn. Það segir kannski enn meiri sögu. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun