Óbarnvæn vegferð Arnar V. Arnarsson skrifar 4. mars 2022 16:31 Eftirfarandi sendi ég á Reykjavíkurborg rétt í þessu, þó með smávægilegum breytingum vegna verulegs ósættis yfir vanrækslu Reykjavíkurborgar á veghaldi og dagvistunarúrræðum barna og vegna hugsanlegra skemmda á ökutæki mínu eftir morguninn. Líkt og margir í Reykjavík eru ég og kærasta mín í miklum vandræðum með að samtvinna vinnu og að annast son okkar. Strákurinn okkar er 12 mánaða gamall og er nýkominn að hjá dagmóður. Sömu sögu geta ekki margir sagt enda hefur dagmæðrum á síðustu árum fækkað verulega, eða um nær 50% í Reykjavík vegna þess hversu illa Reykjavíkurborg hefur komið til móts við þá starfstétt og fer þeim enn fækkandi. Að sama skapi má þakka fyrir ef barnið manns kemst inn í leikskóla 18 mánaða, en slíkt heyrir til undantekninga samkvæmt því sem ég fæ heyrt frá fólkinu í kringum okkur, þrátt fyrir ítrekuð loforð um annað af hálfu borgarfulltrúa. Stendur þannig mikill hluti ungbarnaforeldra í stökustu vandræðum á um 6-12 mánaða tímabili, frá því að fæðingarorlofi lýkur og hættir að dekka launakostnað og þangað til barn kemst að hjá umönnunaraðila utan heimilis. Í þeirri viðleitni að reyna tryggja að sonur okkar kæmist að hjá dagmóður ýmist hringdi ég persónulega eða sendi sms á ALLAR dagmæður sem eru skráðar á höfuðborgarsvæðinu – rúmlega 100 talsins, og bað um pláss. Það var ekki eitt laust pláss að fá. Lukkulega var ein elskuleg eldri dagmóðir sem nýlega hóf störf aftur, sem tók okkur vel og bauðst til að taka við syni okkar ef pláss losnaði hjá henni, en hjá öðrum dagmæðrum vorum við heppin ef einungis voru um þrjátíu til fjörutíu á undan okkur á biðlista. Svo fór síðan að pláss losnaði hjá henni og komumst við þá að. Dagmóðirin sem tók við syni okkar, bókstaflega sú eina á höfuðborgarsvæðinu sem okkur bauðst (og lukkulega alveg einstaklega góð dagmóðir), býr í Árbænum. Sjálf búum við í Rauðalæk og vinnum bæði í göngufæri við heimilið. Byðist okkur leikskólapláss eða dagvistun í grennd við heimili okkar gætum við ferðast mestmegnis gangandi. Sú er þó ekki raunin heldur höfum við neyðst til að keyra upp í Árbæ tvisvar á dag, á háannartímum, til að koma syni okkar í dagvistun, þökk sé stórbrotnu utanumhaldi Reykjavíkurborgar og höfum þannig að sama skapi neyðst til að notfæra einkabílinn miklu meira en við myndum annars þurfa og vilja. Hjá sömu dagmóður eru tvö önnur börn, úr Garðabæ og vesturbænum. Ég velti því fyrir mér hversu mikið af akstri, sliti á vegum og mengun, sem og tíma fyrir foreldra mætti spara ef Reykjavíkurborg annaðist þau grundvallarhlutverk bæjarfélaga að tryggja skóla- og ungbarnamál og öryggi vega. Um veghaldið er nefninlega það að segja að í morgun er við ókum syninum til dagmóður sem er staðsett sem áður segir í Árbæ, festist ökutækið í götunni sem liggur að heimili dagmóðurinnar. Gatan er í raun lítið annað en gríðarinnar klakabúnt með miklum og djúpum holum. Ástand götunnar hefur farið síversnandi undanfarið, þar sem hefur snjóað og rignt til skiptis og holurnar í götunni stækkað svo mikið að í dag, þrátt fyrir mikla varkárni, fór svo að ökutækið okkar rann ofan í eina slíka holu, festist gjörsamlega og lokaði götunni af fyrir vikið. Gatan hefur samkvæmt íbúum á svæðinu verið algjörlega vanrækt af Reykjavíkurborg sem skýlir sig að sögn íbúanna bakvið það að hafa gert samning við einkaaðila um að annast tilteknar götur, þessa þar með talda. Allar þær ábendingar og ítrekanir hafi þó borgaryfirvöld látið sem vind um eyru þjóta. Hvort samningur Reykjavíkurborgar við þann aðila sé í hrópandi ósamræmi við nauðsynlegt viðhald vegarins eða hvort Reykjavíkurborg vanræki einfaldlega eftirlitsskyldur sínar sem veghaldari og verkkaupi og tryggi ekki að verktakinn sinni því sem greitt sé fyrir, veit ég þó ekki. Það sem ég veit er að íbúar á svæðinu hafa margítrekað haft samband við þjónustufulltrúa borgarinnar og tilkynnt um að ástand götunnar sé með öllu óásættanleg og að það hafi ekkert upp á sig haft. Jafnframt að sá skortur á viðbrögðum kann nú að hafa valdið okkur munatjóni. Ökutækið okkar festist svo verulega að það tók fjóra menn, sem lukkulega áttu leið hjá eftir að ég hafði sjálfur reynt í dágóðan tíma að grafa bílinn úr klakanum og höggva undan honum ísinn, tæplega klukkustund að leysa ökutækið úr holunni og koma því úr götunni. Þess skal getið að við reyndum að hringja strax í Reykjavíkurborg til að láta vita og óska aðstoðar og fengum þau fyrirmæli ein að senda þeim erindi. Það hef ég gert og hér hafið þið það. Það væri óskandi að erindi þetta yrði til einhverra viðbragða og bóta, en ég bind engar vonir við það. Höfundur er faðir, Reykvíkingur og lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Eftirfarandi sendi ég á Reykjavíkurborg rétt í þessu, þó með smávægilegum breytingum vegna verulegs ósættis yfir vanrækslu Reykjavíkurborgar á veghaldi og dagvistunarúrræðum barna og vegna hugsanlegra skemmda á ökutæki mínu eftir morguninn. Líkt og margir í Reykjavík eru ég og kærasta mín í miklum vandræðum með að samtvinna vinnu og að annast son okkar. Strákurinn okkar er 12 mánaða gamall og er nýkominn að hjá dagmóður. Sömu sögu geta ekki margir sagt enda hefur dagmæðrum á síðustu árum fækkað verulega, eða um nær 50% í Reykjavík vegna þess hversu illa Reykjavíkurborg hefur komið til móts við þá starfstétt og fer þeim enn fækkandi. Að sama skapi má þakka fyrir ef barnið manns kemst inn í leikskóla 18 mánaða, en slíkt heyrir til undantekninga samkvæmt því sem ég fæ heyrt frá fólkinu í kringum okkur, þrátt fyrir ítrekuð loforð um annað af hálfu borgarfulltrúa. Stendur þannig mikill hluti ungbarnaforeldra í stökustu vandræðum á um 6-12 mánaða tímabili, frá því að fæðingarorlofi lýkur og hættir að dekka launakostnað og þangað til barn kemst að hjá umönnunaraðila utan heimilis. Í þeirri viðleitni að reyna tryggja að sonur okkar kæmist að hjá dagmóður ýmist hringdi ég persónulega eða sendi sms á ALLAR dagmæður sem eru skráðar á höfuðborgarsvæðinu – rúmlega 100 talsins, og bað um pláss. Það var ekki eitt laust pláss að fá. Lukkulega var ein elskuleg eldri dagmóðir sem nýlega hóf störf aftur, sem tók okkur vel og bauðst til að taka við syni okkar ef pláss losnaði hjá henni, en hjá öðrum dagmæðrum vorum við heppin ef einungis voru um þrjátíu til fjörutíu á undan okkur á biðlista. Svo fór síðan að pláss losnaði hjá henni og komumst við þá að. Dagmóðirin sem tók við syni okkar, bókstaflega sú eina á höfuðborgarsvæðinu sem okkur bauðst (og lukkulega alveg einstaklega góð dagmóðir), býr í Árbænum. Sjálf búum við í Rauðalæk og vinnum bæði í göngufæri við heimilið. Byðist okkur leikskólapláss eða dagvistun í grennd við heimili okkar gætum við ferðast mestmegnis gangandi. Sú er þó ekki raunin heldur höfum við neyðst til að keyra upp í Árbæ tvisvar á dag, á háannartímum, til að koma syni okkar í dagvistun, þökk sé stórbrotnu utanumhaldi Reykjavíkurborgar og höfum þannig að sama skapi neyðst til að notfæra einkabílinn miklu meira en við myndum annars þurfa og vilja. Hjá sömu dagmóður eru tvö önnur börn, úr Garðabæ og vesturbænum. Ég velti því fyrir mér hversu mikið af akstri, sliti á vegum og mengun, sem og tíma fyrir foreldra mætti spara ef Reykjavíkurborg annaðist þau grundvallarhlutverk bæjarfélaga að tryggja skóla- og ungbarnamál og öryggi vega. Um veghaldið er nefninlega það að segja að í morgun er við ókum syninum til dagmóður sem er staðsett sem áður segir í Árbæ, festist ökutækið í götunni sem liggur að heimili dagmóðurinnar. Gatan er í raun lítið annað en gríðarinnar klakabúnt með miklum og djúpum holum. Ástand götunnar hefur farið síversnandi undanfarið, þar sem hefur snjóað og rignt til skiptis og holurnar í götunni stækkað svo mikið að í dag, þrátt fyrir mikla varkárni, fór svo að ökutækið okkar rann ofan í eina slíka holu, festist gjörsamlega og lokaði götunni af fyrir vikið. Gatan hefur samkvæmt íbúum á svæðinu verið algjörlega vanrækt af Reykjavíkurborg sem skýlir sig að sögn íbúanna bakvið það að hafa gert samning við einkaaðila um að annast tilteknar götur, þessa þar með talda. Allar þær ábendingar og ítrekanir hafi þó borgaryfirvöld látið sem vind um eyru þjóta. Hvort samningur Reykjavíkurborgar við þann aðila sé í hrópandi ósamræmi við nauðsynlegt viðhald vegarins eða hvort Reykjavíkurborg vanræki einfaldlega eftirlitsskyldur sínar sem veghaldari og verkkaupi og tryggi ekki að verktakinn sinni því sem greitt sé fyrir, veit ég þó ekki. Það sem ég veit er að íbúar á svæðinu hafa margítrekað haft samband við þjónustufulltrúa borgarinnar og tilkynnt um að ástand götunnar sé með öllu óásættanleg og að það hafi ekkert upp á sig haft. Jafnframt að sá skortur á viðbrögðum kann nú að hafa valdið okkur munatjóni. Ökutækið okkar festist svo verulega að það tók fjóra menn, sem lukkulega áttu leið hjá eftir að ég hafði sjálfur reynt í dágóðan tíma að grafa bílinn úr klakanum og höggva undan honum ísinn, tæplega klukkustund að leysa ökutækið úr holunni og koma því úr götunni. Þess skal getið að við reyndum að hringja strax í Reykjavíkurborg til að láta vita og óska aðstoðar og fengum þau fyrirmæli ein að senda þeim erindi. Það hef ég gert og hér hafið þið það. Það væri óskandi að erindi þetta yrði til einhverra viðbragða og bóta, en ég bind engar vonir við það. Höfundur er faðir, Reykvíkingur og lögmaður.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar