Lýðræði í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar 5. mars 2022 09:01 Við erum rækilega minnt á það þessa dagana að frelsi okkar er eitt það mikilvægasta sem við eigum. Lýðræði er ekki sjálfsagður hlutur og við sjáum því miður þróun í þveröfuga átt við það sem maður hefði helst óskað. Við eigum því að fagna því að búa í frjálsu og opnu samfélagi og taka þátt í lýðræðinu. Lýðræðislegar kosningar í félagasamtökum, húsfélögum, og stjórnmálaflokkum eru birtingarmyndir um frelsi samfélaga. Á sama tíma eigum við að berjast gegn ógnarstjórn og öllu ofbeldi eins og okkur er frekast unnt. Ég hef undanfarnar vikur getað fagnað því tækifæri sem mér hefur boðist að geta tekið á beinan þátt í lýðræðinu í bæjarfélaginu mínu Garðabæ og boðið fram þar. Í dag er prófkjör hjá Sjálfstæðisfélögunum í Garðabæ þar sem við flokksmenn munum velja frambjóðendur á lista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Ég hef lagt áherslu í mínu framboði á að traustur rekstur bæjarins sé forsenda þess að við getum eflt samfélagið. Það er ekkert alltaf spennandi en þá er ágætt að minna á eftirfarandi. Með fjárhagslegu sjálfstæði lágum skuldum og traustum rekstri skapast tækifæri til að geta ráðist í metnaðarfull verkefni sem sumir geta aðeins látið sig dreyma um. Það þarf sterk bein til að tryggja jákvæða afkomu og hefur sú nálgun þeirra sem byggðu bæinn okkar verið blár þráður allt frá því að bærinn byggðist. Þráður sem við megum aldrei slíta. Sjálfur trúi ég á frelsi fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga og tel mikilvægasta hlutverk stjórnmálamanna vera að skapa umhverfi þar sem einkaframtakið fær notið sín í samvinnu við hið opinbera. Þar liggur grundvallarhugsjón sjálfstæðisstefnunnar að samfélög sem hverfist um frelsi einstaklingsins séu samfélög sem við eigum að stefna að. Sagan hefur líka sýnt okkur að slík samfélög ná árangri og bæta lífskjör allra. Ég hvet því alla sjálfstæðis- menn og konur í Garðabæ að taka þátt í prófkjöri flokksins sem fram fer í dag. Besta leiðin til að efla lýðræðið er að taka þátt í því! Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Almar Guðmundsson Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Við erum rækilega minnt á það þessa dagana að frelsi okkar er eitt það mikilvægasta sem við eigum. Lýðræði er ekki sjálfsagður hlutur og við sjáum því miður þróun í þveröfuga átt við það sem maður hefði helst óskað. Við eigum því að fagna því að búa í frjálsu og opnu samfélagi og taka þátt í lýðræðinu. Lýðræðislegar kosningar í félagasamtökum, húsfélögum, og stjórnmálaflokkum eru birtingarmyndir um frelsi samfélaga. Á sama tíma eigum við að berjast gegn ógnarstjórn og öllu ofbeldi eins og okkur er frekast unnt. Ég hef undanfarnar vikur getað fagnað því tækifæri sem mér hefur boðist að geta tekið á beinan þátt í lýðræðinu í bæjarfélaginu mínu Garðabæ og boðið fram þar. Í dag er prófkjör hjá Sjálfstæðisfélögunum í Garðabæ þar sem við flokksmenn munum velja frambjóðendur á lista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í vor. Ég hef lagt áherslu í mínu framboði á að traustur rekstur bæjarins sé forsenda þess að við getum eflt samfélagið. Það er ekkert alltaf spennandi en þá er ágætt að minna á eftirfarandi. Með fjárhagslegu sjálfstæði lágum skuldum og traustum rekstri skapast tækifæri til að geta ráðist í metnaðarfull verkefni sem sumir geta aðeins látið sig dreyma um. Það þarf sterk bein til að tryggja jákvæða afkomu og hefur sú nálgun þeirra sem byggðu bæinn okkar verið blár þráður allt frá því að bærinn byggðist. Þráður sem við megum aldrei slíta. Sjálfur trúi ég á frelsi fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga og tel mikilvægasta hlutverk stjórnmálamanna vera að skapa umhverfi þar sem einkaframtakið fær notið sín í samvinnu við hið opinbera. Þar liggur grundvallarhugsjón sjálfstæðisstefnunnar að samfélög sem hverfist um frelsi einstaklingsins séu samfélög sem við eigum að stefna að. Sagan hefur líka sýnt okkur að slík samfélög ná árangri og bæta lífskjör allra. Ég hvet því alla sjálfstæðis- menn og konur í Garðabæ að taka þátt í prófkjöri flokksins sem fram fer í dag. Besta leiðin til að efla lýðræðið er að taka þátt í því! Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun