Heimatilbúinn vandi Reykjavíkurborgar Þorkell Sigurlaugsson skrifar 12. mars 2022 16:30 Reykjavík er að mörgu leyti draumahöfuðborg. Þessi smávaxna stórborg hefur flest það sem stærri systurborgir hafa upp á bjóða í menningu og afþreyingu – leikhús, tónlist, myndlist og urmul af frábærum veitingastöðum og öðrum menningartengdum stórborgargæðum. Vissulega er þetta smærra í sniðum en í alvöru stórborgum, ef svo má segja, en Reykjavíkurborg vegur það frábærlega upp með stuttum vegalengdum og góðu aðgengi, svo að fátt eitt sé nefnt af kostum smáborga. Stóra samgönguslysið í Reykjavík Borgir stækka á grundvelli þeirra öflugu hagkerfa sem borgarsamfélög mynda og gerir þeim kleift að bjóða borgarbúum margs konar og eftirsóknarverð lífsgæði. Á móti koma þeir ókostir sem þéttbýlið elur af sér og birtast ekki hvað síst í sígildum stórborgarvanda sem núverandi borgarstjórn hefur tekist að skapa tengdum sorphirðu, samgöngum og atvinnulífstengslum sem dæmi séu tekin. Stóra samgönguslysið sem borgarstjórn Dags B. Eggertssonar hefur alið af sér er þrenging bílaumferðar og fækkun bílastæða. Bíllinn er síður en svo að hverfa. Almenningssamgöngur þarf að bæta án þrengingu bílaumferðar. Nú þegar er búið að valda miklum skaða og þarf að vinna það til baka Sorphirða í djúpum skít Enda þótt Reykjavík sé ekki fjölmennari en meðalstórt úthverfi við Lundúnaborg, hafa sígild stórborgarvandamál verið að festa sig í sessi. Vaxandi ónægja er í kringum sorphirðumálin, bæði við fyrirtæki og heimili og einnig í almenningsrými borgarinnar. Vel má vera að það geti verið skynsamlegt að fækka tunnum í sumum tilvikum og fjölga í öðrum sem lið í umhverfis- og loftsmálum. Það breytir því þó ekki að sorphirðan sjálf og sorpförgunin verður af augljósum ástæðum að vera í lagi. Hvorki sorphirðan né sorpförgunin er þó í lagi, sem er sárar en tárum tekur fyrir ekki stærra borgarsamfélag en Reykjavík er. Hvers vegna Reykjavíkurborg getur ekki fargað sorpi á sama umhverfisvæna hátt og gert er í hinum norrænu höfuðborgununum er hreinasta ráðgáta. Fordómar og þekkingarleysi vinstri meirihlutans gæti skýrt þetta að einhverju leyti. Nægir að vísa í dapurleg örlög Gæju í þeim efnum. Á heildina litið mætti því segja að sorphirða í Reykjavíkurborg sé í „djúpum skít“. Samgöngur í enn verri hnút Ef litið er til samgöngumálanna, þá standa málin þar í enn verri hnút en sorphirðumálin. Umferðartafir valda fyrirtækjum og launafólki milljarðakostnaði á ári hverju, svo að ekki sé minnst á þann skaðlega útblástur sem sleppur út af óþörfu þar sem hægagangurinn og stopp og start í umferðinni á endalausum umferðaljósum. Þessar umferðartafir má að mestu leyti rekja til framkvæmdastopps og afturhalds í skipulagsmálum. Hefði upphaflegum skipulagsáætlunum verið fylgt eftir væru 80-85% minni tafir en við glímum við í dag, við gætum sparað tugi tonna í eldsneytiskaupum og hlíft loftslaginu við þúsundum tonna af CO2 sleppur út. Að þessi þróun eigi sér stað á vinstrivakt núverandi borgarstjórnarmeirihluta er með ólíkindum miðað við öll loforðin um græna og umhverfisvæna borg. Þetta gerir umferðarmálin jafnframt að einu stærsta loftslagsmáli borgarbúa í dag. Losum okkur við þennan heimatilbúna vanda Reykjavík var til skamms tíma lítil stórborg með helstu kosti stórborgarinnar, en samt laust við helstu ókostina. Því miður er því ekki lengur að heilsa, aðallega vegna þess að núverandi meirihluti hefur misst grunntökin í skipulagsmálum. Þessari þróun þarf að vinda ofan af. Þessi litla stórborg hefur enn allar forsendur sem þarf til að veita helstu og eftirsóknarverðustu lífsgæði stórborgarinnar, án þess fórnarkostnað sem íbúar stórborga hafa þurft að sætta sig við. Staðreyndin er sú að Reykjavík getur gert svo miklu betur og losað sig við bróðurpartinn af heimatilbúna vandanum í sorphirðumálum og samgöngumálum. Hvernig getum við stöðvað fyrirtækjaflóttann? Fyrirtækjaflótti frá Reykjavík hefur færst í vöxt. Ónægja fyrirtækjaeigenda við Laugaveg og nágrenni hefur sýnileg undanfarin ár og tengist ekki hvað síst því markmiði vinstrimeirihlutans að gera einkabílinn útlægan úr miðborginni. Nú bregður hins vegar svo við að óánægjan hefur breiðst út til annarra fyrirtækjaheilda, og reyndar ekki aðeins á meðal fyrirtækja. Ríkisstofnanir virðast einnig hugsa sér til hreyfings með flutningi yfir í nágrannasveitarfélög borgarinnar. Þessi þróun vekur upp ýmsar spurningar. Hvað veldur þessum flótta og hvernig má bregðast við þessari alvarlegu þróun? Hverjar eru helstu ástæður fyrirtækjaflóttans? Nokkrar meginástæður eru fyrir fyrirtækjaflóttanum. Ákefðin sem ríkt hefur í þéttingu íbúðarhverfa virðist hafa byrgt borgaryfirvöldum sýn á öðrum sviðum skipulagsmála. Úthlutanir atvinnulóða hafa verið í lágmarki og húsnæðismál fyrirtækja eru í sama ólestri og almenni húsnæðismarkaðurinn í Reykjavík. Einkabílaandúðin, sem borgaryfirvöld hafa því miður einnig orðið ber að, bætir ekki úr skák og yfirlýsingar um frekari þrengingar að einkabílnum geta vart talist aðlaðandi framtíðarsýn fyrir mörg fyrirtæki. Þá er engu líkara, en að vinstrimeirihlutanum láti sér afkomu og áhyggjur fyrirtækja í léttu rúmi liggja. Samskipti borgaryfirvalda við fyrirtæki einkennast af tómlæti ef ekki áhugaleysi í þeirra garð. Það er því ekki nema von, finnist fyrirtækjum þeim ekki lengur til setunnar boðið í Reykjavík. Hvað er til ráða? Við þurfum nýjan meirihluta í borgarstjórn, meirihluta sem kann að meta fyrirtækin í borginni að verðleikum, sem gerir ráð fyrir þeim í borgarsamfélaginu og kortleggur þarfir þeirra með tilliti til skiplagsgerðar. Við þurfum nýjan meirihluta sem lætur ekki einn þátt skipulagsmála byrgja öðrum mikilvægum þáttum sýn og leitar jafnvægis í skipulagsþróun borgarsamfélagsins. Þurfum að byggja upp á nýju landi Geldinganes, Álfsnes, Kjalarnes, Keldnalandi og Keldnaholti og meira í Úlfarsárdal. Og síðast en ekki síst þurfum við nýjan meirihluta sem telur sig ekki hafinn yfir það að eiga samtal fyrirtækin og einstaklinga í borginni og spyrja hvað gera megi betur í þjónustunni við þau. Ekki bara vera með flottar glærukynningar í Ráðhúsinu og einhliða áróður og einhverja fallega framtíðasýn. Mín framtíðarsýn er allt öðru vísi og byggir á reynslu til áratuga þar sem fyrirtæki eru byggð upp af öllum stærðum og gerðum. Höfundur sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Reykjavík er að mörgu leyti draumahöfuðborg. Þessi smávaxna stórborg hefur flest það sem stærri systurborgir hafa upp á bjóða í menningu og afþreyingu – leikhús, tónlist, myndlist og urmul af frábærum veitingastöðum og öðrum menningartengdum stórborgargæðum. Vissulega er þetta smærra í sniðum en í alvöru stórborgum, ef svo má segja, en Reykjavíkurborg vegur það frábærlega upp með stuttum vegalengdum og góðu aðgengi, svo að fátt eitt sé nefnt af kostum smáborga. Stóra samgönguslysið í Reykjavík Borgir stækka á grundvelli þeirra öflugu hagkerfa sem borgarsamfélög mynda og gerir þeim kleift að bjóða borgarbúum margs konar og eftirsóknarverð lífsgæði. Á móti koma þeir ókostir sem þéttbýlið elur af sér og birtast ekki hvað síst í sígildum stórborgarvanda sem núverandi borgarstjórn hefur tekist að skapa tengdum sorphirðu, samgöngum og atvinnulífstengslum sem dæmi séu tekin. Stóra samgönguslysið sem borgarstjórn Dags B. Eggertssonar hefur alið af sér er þrenging bílaumferðar og fækkun bílastæða. Bíllinn er síður en svo að hverfa. Almenningssamgöngur þarf að bæta án þrengingu bílaumferðar. Nú þegar er búið að valda miklum skaða og þarf að vinna það til baka Sorphirða í djúpum skít Enda þótt Reykjavík sé ekki fjölmennari en meðalstórt úthverfi við Lundúnaborg, hafa sígild stórborgarvandamál verið að festa sig í sessi. Vaxandi ónægja er í kringum sorphirðumálin, bæði við fyrirtæki og heimili og einnig í almenningsrými borgarinnar. Vel má vera að það geti verið skynsamlegt að fækka tunnum í sumum tilvikum og fjölga í öðrum sem lið í umhverfis- og loftsmálum. Það breytir því þó ekki að sorphirðan sjálf og sorpförgunin verður af augljósum ástæðum að vera í lagi. Hvorki sorphirðan né sorpförgunin er þó í lagi, sem er sárar en tárum tekur fyrir ekki stærra borgarsamfélag en Reykjavík er. Hvers vegna Reykjavíkurborg getur ekki fargað sorpi á sama umhverfisvæna hátt og gert er í hinum norrænu höfuðborgununum er hreinasta ráðgáta. Fordómar og þekkingarleysi vinstri meirihlutans gæti skýrt þetta að einhverju leyti. Nægir að vísa í dapurleg örlög Gæju í þeim efnum. Á heildina litið mætti því segja að sorphirða í Reykjavíkurborg sé í „djúpum skít“. Samgöngur í enn verri hnút Ef litið er til samgöngumálanna, þá standa málin þar í enn verri hnút en sorphirðumálin. Umferðartafir valda fyrirtækjum og launafólki milljarðakostnaði á ári hverju, svo að ekki sé minnst á þann skaðlega útblástur sem sleppur út af óþörfu þar sem hægagangurinn og stopp og start í umferðinni á endalausum umferðaljósum. Þessar umferðartafir má að mestu leyti rekja til framkvæmdastopps og afturhalds í skipulagsmálum. Hefði upphaflegum skipulagsáætlunum verið fylgt eftir væru 80-85% minni tafir en við glímum við í dag, við gætum sparað tugi tonna í eldsneytiskaupum og hlíft loftslaginu við þúsundum tonna af CO2 sleppur út. Að þessi þróun eigi sér stað á vinstrivakt núverandi borgarstjórnarmeirihluta er með ólíkindum miðað við öll loforðin um græna og umhverfisvæna borg. Þetta gerir umferðarmálin jafnframt að einu stærsta loftslagsmáli borgarbúa í dag. Losum okkur við þennan heimatilbúna vanda Reykjavík var til skamms tíma lítil stórborg með helstu kosti stórborgarinnar, en samt laust við helstu ókostina. Því miður er því ekki lengur að heilsa, aðallega vegna þess að núverandi meirihluti hefur misst grunntökin í skipulagsmálum. Þessari þróun þarf að vinda ofan af. Þessi litla stórborg hefur enn allar forsendur sem þarf til að veita helstu og eftirsóknarverðustu lífsgæði stórborgarinnar, án þess fórnarkostnað sem íbúar stórborga hafa þurft að sætta sig við. Staðreyndin er sú að Reykjavík getur gert svo miklu betur og losað sig við bróðurpartinn af heimatilbúna vandanum í sorphirðumálum og samgöngumálum. Hvernig getum við stöðvað fyrirtækjaflóttann? Fyrirtækjaflótti frá Reykjavík hefur færst í vöxt. Ónægja fyrirtækjaeigenda við Laugaveg og nágrenni hefur sýnileg undanfarin ár og tengist ekki hvað síst því markmiði vinstrimeirihlutans að gera einkabílinn útlægan úr miðborginni. Nú bregður hins vegar svo við að óánægjan hefur breiðst út til annarra fyrirtækjaheilda, og reyndar ekki aðeins á meðal fyrirtækja. Ríkisstofnanir virðast einnig hugsa sér til hreyfings með flutningi yfir í nágrannasveitarfélög borgarinnar. Þessi þróun vekur upp ýmsar spurningar. Hvað veldur þessum flótta og hvernig má bregðast við þessari alvarlegu þróun? Hverjar eru helstu ástæður fyrirtækjaflóttans? Nokkrar meginástæður eru fyrir fyrirtækjaflóttanum. Ákefðin sem ríkt hefur í þéttingu íbúðarhverfa virðist hafa byrgt borgaryfirvöldum sýn á öðrum sviðum skipulagsmála. Úthlutanir atvinnulóða hafa verið í lágmarki og húsnæðismál fyrirtækja eru í sama ólestri og almenni húsnæðismarkaðurinn í Reykjavík. Einkabílaandúðin, sem borgaryfirvöld hafa því miður einnig orðið ber að, bætir ekki úr skák og yfirlýsingar um frekari þrengingar að einkabílnum geta vart talist aðlaðandi framtíðarsýn fyrir mörg fyrirtæki. Þá er engu líkara, en að vinstrimeirihlutanum láti sér afkomu og áhyggjur fyrirtækja í léttu rúmi liggja. Samskipti borgaryfirvalda við fyrirtæki einkennast af tómlæti ef ekki áhugaleysi í þeirra garð. Það er því ekki nema von, finnist fyrirtækjum þeim ekki lengur til setunnar boðið í Reykjavík. Hvað er til ráða? Við þurfum nýjan meirihluta í borgarstjórn, meirihluta sem kann að meta fyrirtækin í borginni að verðleikum, sem gerir ráð fyrir þeim í borgarsamfélaginu og kortleggur þarfir þeirra með tilliti til skiplagsgerðar. Við þurfum nýjan meirihluta sem lætur ekki einn þátt skipulagsmála byrgja öðrum mikilvægum þáttum sýn og leitar jafnvægis í skipulagsþróun borgarsamfélagsins. Þurfum að byggja upp á nýju landi Geldinganes, Álfsnes, Kjalarnes, Keldnalandi og Keldnaholti og meira í Úlfarsárdal. Og síðast en ekki síst þurfum við nýjan meirihluta sem telur sig ekki hafinn yfir það að eiga samtal fyrirtækin og einstaklinga í borginni og spyrja hvað gera megi betur í þjónustunni við þau. Ekki bara vera með flottar glærukynningar í Ráðhúsinu og einhliða áróður og einhverja fallega framtíðasýn. Mín framtíðarsýn er allt öðru vísi og byggir á reynslu til áratuga þar sem fyrirtæki eru byggð upp af öllum stærðum og gerðum. Höfundur sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun